axyne skrifaði:Ég lendi í því einu sinni þegar ég var nýkominn með bílpróf og var að aka í gegnum Borgarnes eina sumarnótt á leiðinni til Reykjavíkur að ég er blikkaður af löggunni rétt fyrir gatnamótin Borgarbraut/Digranesgötu.
Ég keyrði áfram og stoppaði á bílaplaninu hjá Esso því mér fannst heimskulegt að vera að stoppa á miðjum gatnamótum.
Fékk þennan þvílíka hroka og fúkyrðum ausið yfir mig fyrir að hafa ekki stoppað STRAX!
Sýndi ökuskirteini og tók blásturspróf og flaug auðvitað í gegn, en síðan fannst öðrum lögreglumanninum eitthvað kannast við mig og kemur í ljós að þeir þekkja pabba minn.
Þá tók þetta algjöra 180°breytingu og voru þeir voðalega kumpánlegir við mig eftir það.
Skiptir greinilega máli að það er gerður munur á jón og séra jón og þetta voru eingar sumarlöggur.
ég einmitt hef það sem reglu ef lögregla er að stöðva mig útá vegi að ég gef stefnuljós sem sýnir að ég ætli að stöðva, hægi á mér og finn afleggjara eða annan góðann staða til að stöðva......aldrei gert vesen útaf því og einu sinni þakkaði lögreglan mér einmitt fyrir að gera þetta því það væri alltof oft að fólk panickaði þegar þeir gæfu merki um að stöðva og stoppaði bara einhverstaðar og ekki alltaf vel útí kanti