everdark skrifaði:Til hvers að drepa félagið? Ef efnahagsreikningur þess er á núlli (engar eignir og engar skuldir í félaginu) þá er engin ástæða til að losa sig við það. Það eina sem þyrfti að gera til að halda félaginu á lífi er að skila inn ársskýrslu, og það er ekki mjög vandasamt verk ef félagið er algjörlega tómt. Að stofna einkahlutafélag kostar um 600 þúsund krónur (ca 100þ í skráningargjald og 500þ í hluti í félaginu) svo ljóst er að það er töluvert magn peninga í spilinu. Gömul kennitala eykur einnig traust fólks á félaginu og því er mjög furðulegt að því hafi verið leyft að fara í þrot ef efnahagsreikningur var á núlli.
Ég tel það mjög ólíklegt að Friðjón hafi engin tengsl inn í Qalza Ísland ehf, eða 1990 ehf eins og það heitir í dag. Það er aðeins of mikil tilviljun að núverandi rekstrarfélag buy.is heiti líka eftir ártali - 1949 ehf.
Ég ætla ekki að fullyrða neitt, en þetta lítur ekki mjög vel út.
Að stofna .ehf kostar 100þ. - 150þ. og það þarf 500þ. í rekstrarfé sem stofnendurnir eiga að leggaj til skv. lögum opg skatturinn er núna íseinni tíð farinn að tékka á..
Að viðhalda gamalli kennitölu bara til að búa til traust er ömurlegur business og akkúrat vegna þess að fólk gerir þetta þá er ekki hægt að treysta á aldur kennitalna í business nema kannski "Hornið" í Hafnarstræti...
Það er nefnilega ekki bara að skila inn ársskýrslu, einkahlutafélag á að hafa skráða stjórnendur, skipaðann endurskoðanda o.fl. sem kostar allt pening og er fyrirhöfn...
Hugsanlega er uppsafnað tap og kennitalan sett í eigu annars félags sem nýtir sér tapið með sameiningu við eldri rekstur, þá "deyr" líka eldri kennitalan eftir að tapið er að fullu nýtt og þá enginn tilgangur að viðhalda henni...
Hellingur af ástæðum við að losa sig við svona rusl og í raun kallar hvert skipti á uppgjör og ef enginn hérna kannast við einhvern sem hlaut af því fjárhagslegann skaða þá mundi ég kalla FBG nokkuð golden í þessu máli...
Það er ekki hver sem er sem setur 3-4 kennitölur á hausinn án þess að reita einhvern til reiði...
En ætlar fólk í alvöru að halda eineltinu áfram?
Nýherji, Opin kerfi og EJS... öll búin að kennitöluflakka undanfarin ár... treystir þeim einhver?
hvað ég er kominn með leið á þessari umræðu hérna...
Um leið og buy.is skítur upp á bak þá skal ég hlusta á kvartanir en þangað til hvet ég ykkur að versla við þá eins og allar aðrar verslanir sem hafa trausta þjónustusögu...