Ég er ósáttur við Tölvuvirkni

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rottuhydingur
has spoken...
Póstar: 191
Skráði sig: Mið 01. Júl 2009 18:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tolvuvirkni eru fávitar ,

Pósturaf rottuhydingur » Fös 27. Nóv 2009 13:45

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA UPPSPUNI ! ?



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Tolvuvirkni eru fávitar ,

Pósturaf lukkuláki » Fös 27. Nóv 2009 13:49

tolvuvirkni skrifaði:Þessi saga er uppspuni því miður

en satt er að við kaupum notaðar vélar en neyðum engann til þess að ganga að þeim verðum sem við bjóðum.

Með bestu kveðjum

Björgvin Þór Hólm
Framkvæmdastjóri
Tolvuvirkni ehf
Sími 555-6250
info@tolvuvirkni.is



Það eru og vera alltaf til einstaklingar sem af einhverjum ástæðum eru ósáttir og vilja reyna að skemma þannig er það bara
en ég held að Tölvuvirkni skaðist ekki út af þessari umræðu það leggur enginn mikinn trúnað í þessa sögu.

Við vitum flestir að þarna eru sanngjarnir menn við störf og þá sérstaklega Björgvin sjálfur


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

valdij
Ofur-Nörd
Póstar: 295
Skráði sig: Fim 03. Sep 2009 15:31
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Tolvuvirkni eru fávitar ,

Pósturaf valdij » Fös 27. Nóv 2009 13:56

Pósta nú ekki mikið hér en vildi leggja smá innlegg í þessa umræðu.

Hef verslað við líklegast all-flestar tölvubúðir á landinu. Hvort heldur sem það eru íhlutir, heilu tölvurnar, skjáir eða hvað annað.

Af öllum þessum búðum og verkstæðum sem ég hef leitað til síðustu 10 ár hef ég aldrei fengið jafn góða þjónustu og í Tölvuvirkni, enda hef ég allar götur sínar ráðleggt fólki að leggja sér leið langa.

Ég var búinn að setja saman nýja vél sem ég keypti í pörtum á mismunandi stöðum en ákvað að fjárfesta í kassanum hjá Tölvuvirkni og bað þá um að setja vélina saman fyrir mig. Á venjulegu verkstæði hefði ég fengið tölvuna 3 dögum seinna og eitthvað hefði ekki virkað (smá ýkjur) en þeir hringdu í mig 1 og hálfum tíma síðar og vélin var tilbúin. Nota-bene þá er þetta fyrsta vélin sem ég á í yfir 5 ár (á enn og nota sömu vél) og hef ekki þurft að formatta einu sinni, finnst það alltaf jafn merkilegt.

Ekki nóg með þetta að þeir settu þetta upp fyrir mig og tengdu og græjuðu á nó-time heldur þurftu þeir að sér-útbúa fyrir mig skjákortsviftuna. Ég verslaði mér sumsé Shuttle kassa og skjákortsviftan á kortinu passaði ekki í kassann og aftengdu þeir því viftuna og settu nýja á fyrir mig sem þeir tengdu svo við hraðastilli. Þetta var mér allt að kostnaðarlausu.

Mörg orð stutt. Tölvuvirkni er búðin til að versa við.



Skjámynd

Höfundur
rottuhydingur
has spoken...
Póstar: 191
Skráði sig: Mið 01. Júl 2009 18:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tolvuvirkni eru fávitar ,

Pósturaf rottuhydingur » Fös 27. Nóv 2009 14:06

3daga ? , haha kisildalur gerði það fyrir mig á 30min ?




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Tolvuvirkni eru fávitar ,

Pósturaf blitz » Fös 27. Nóv 2009 14:11

rottuhydingur skrifaði:3daga ? , haha kisildalur gerði það fyrir mig á 30min ?


Hegðun þín er ekki beint að ýta undir söguna þína.

Lestu aftur það sem hann skrifaði.


PS4

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Tolvuvirkni eru fávitar ,

Pósturaf Gúrú » Fös 27. Nóv 2009 14:13

rottuhydingur skrifaði:3daga ? , haha kisildalur gerði það fyrir mig á 30min ?

Þó svo að þú teljir þetta kannski vera góða auglýsinga fyrir Kísildal þá ert þú versta auglýsing sem að ég hef séð.


Modus ponens

Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Tolvuvirkni eru fávitar ,

Pósturaf lukkuláki » Fös 27. Nóv 2009 14:14

Gúrú skrifaði:
rottuhydingur skrifaði:3daga ? , haha kisildalur gerði það fyrir mig á 30min ?

Þó svo að þú teljir þetta kannski vera góða auglýsinga fyrir Kísildal þá ert þú versta auglýsing sem að ég hef séð.


Enda kannski ennþá að ýkja allt sem hann segir ?


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re:

Pósturaf GuðjónR » Fös 27. Nóv 2009 14:14

Vectro skrifaði:Það kemur mér stundum svoldið á óvart hér hversu mikið notendur mega vaða drullu og sletta skít án þess að stjórnendur geri athugasemdir um sönnunarbyrði og fleira. Sérstaklega þar sem þeir eru ábyrgir fyrir skrifum notenda sinna á þessari síðu.

Þá er ég ekki að tala um þær hressu umræður um verðlagningu sem eiga sér stað á söluþráðunum, heldur einmitt póst eins og þennan.


Ég vil byrja á að leiðrétta eitt, við getum aldrei verið ábyrgir fyrir því sem aðrir skrifa eða gera.
Það er hver og enn ábyrgur fyrir sjálfum sér.

Almenna reglan á spjallborðum er sú að stjórnendur eiga að stoppa skítkast og leiðindi.
Það skítkast sem mér finnst vera hér er titillinn á póstinum og er ég búinn að breyta honum.
Ég hef ekki hugmynd um hvað var í gangi, eða hvort það var yfir höfuð eitthvað í gangi og ég felli enga dóma.

Ritskoðun er hinsvegar alltaf frekar hæpin.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Tolvuvirkni eru fávitar ,

Pósturaf Gúrú » Fös 27. Nóv 2009 14:14

lukkuláki skrifaði:
Gúrú skrifaði:
rottuhydingur skrifaði:3daga ? , haha kisildalur gerði það fyrir mig á 30min ?

Þó svo að þú teljir þetta kannski vera góða auglýsinga fyrir Kísildal þá ert þú versta auglýsing sem að ég hef séð.


Enda kannski ennþá að ýkja allt sem hann segir ?

Ýkja beygja og breyta.


Modus ponens

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ég er ósáttur við Tölvuvirkni

Pósturaf emmi » Fös 27. Nóv 2009 14:25

Höfundur verður auðvitað að taka ábyrgð á orðum sínum ef útí hart fer, það er mjög slæmt ef fólk er að skálda einhverjar hryllingssögur um tölvubúðir og önnur fyrirtæki á opinberum vettvangi.

Þess vegna spyr ég hvort að það sé viturlegt að breyta titli og innihaldi bréfa, sérstaklega ef upp koma lögreglumál. Það ætti með öllu að loka á að fólk geti breytt titlum og innihaldi bréfa eftir ákveðinn tíma, t.d. 5-10mín. :)
Síðast breytt af emmi á Fös 27. Nóv 2009 14:41, breytt samtals 1 sinni.




ingibje
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 355
Skráði sig: Mán 15. Jún 2009 16:52
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ég er ósáttur við Tölvuvirkni

Pósturaf ingibje » Fös 27. Nóv 2009 14:31

afhverju er þessi tölvuvirknis gæji svona heilagur og allt gott og blessað sem hann segir enn tóm lygi ef einhver
annar kemur með það. og ekki skil ég hvernig höfundur greinar og sum svarana hérna áttu að sanna sitt mál
þar sem munnlegt samkomulag átti að hafa átt sér stað sem er mjög erfitt að reyna sanna eftir á. enn ekki er ég að fatta það að afhverju svona margir ættu að koma hérna deila einhverjum lygasögum. hlýtur að vera einhver ástæða afhverju þetta er tölvuvirkni enn ekki önnur búð.


i7 2600k - Asus P8P67 Pro - Corsair 1600MHz 8GB - GTX 480 - Corsair HX 850w - Corsair 60gb ssd - Asus VG236H 120Hz 3D


palmi6400
has spoken...
Póstar: 190
Skráði sig: Lau 04. Okt 2008 20:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ég er ósáttur við Tölvuvirkni

Pósturaf palmi6400 » Fös 27. Nóv 2009 14:36

ingibje skrifaði:afhverju er þessi tölvuvirknis gæji svona heilagur og allt gott og blessað sem hann segir enn tóm lygi ef einhver
annar kemur með það. og ekki skil ég hvernig höfundur greinar og sum svarana hérna áttu að sanna sitt mál
þar sem munnlegt samkomulag átti að hafa átt sér stað sem er mjög erfitt að reyna sanna eftir á. enn ekki er ég að fatta það að afhverju svona margir ættu að koma hérna deila einhverjum lygasögum. hlýtur að vera einhver ástæða afhverju þetta er tölvuvirkni enn ekki önnur búð.

einmitt tölvuvirkni hefur svikið mig þegar ég verslaði þar i fyrsta og síðasta skiptið.




Vectro
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Fös 30. Jún 2006 20:47
Reputation: 0
Staða: Tengdur

Re: Re:

Pósturaf Vectro » Fös 27. Nóv 2009 15:08

GuðjónR skrifaði:
Vectro skrifaði:Það kemur mér stundum svoldið á óvart hér hversu mikið notendur mega vaða drullu og sletta skít án þess að stjórnendur geri athugasemdir um sönnunarbyrði og fleira. Sérstaklega þar sem þeir eru ábyrgir fyrir skrifum notenda sinna á þessari síðu.

Þá er ég ekki að tala um þær hressu umræður um verðlagningu sem eiga sér stað á söluþráðunum, heldur einmitt póst eins og þennan.


Ég vil byrja á að leiðrétta eitt, við getum aldrei verið ábyrgir fyrir því sem aðrir skrifa eða gera.
Það er hver og enn ábyrgur fyrir sjálfum sér.



Meðan að einstaklingur hefur ekki skráð sig hér inn með kennitölu og fullu nafni, og ekki er hægt að sanna að einstaklingur hafi skrifað hluti á síðuna sem mögulega gæti orðið vandamál síðar út af, þá eru það einmitt skráður eigandi síðunnar eða forráðamaður hennar sem ber ábyrgð á skrifunum. Þetta höfum við séð ítrekað í dómsmálum sem hafa fallið, til dæmis með skrif blaðamanna sem ekki setja nafn sitt undir, þá er það ritstjóri sem ber ábyrgð á skrifunum og hefur jafnvel verið dæmdur til að greiða sektir. Það er ekki hægt að fría sig á því að segja, "ég gerði þetta ekki", þar sem síðan er á ykkar ábyrgð.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Re:

Pósturaf Klemmi » Fös 27. Nóv 2009 15:16

Vectro skrifaði:Meðan að einstaklingur hefur ekki skráð sig hér inn með kennitölu og fullu nafni, og ekki er hægt að sanna að einstaklingur hafi skrifað hluti á síðuna sem mögulega gæti orðið vandamál síðar út af, þá eru það einmitt skráður eigandi síðunnar eða forráðamaður hennar sem ber ábyrgð á skrifunum. Þetta höfum við séð ítrekað í dómsmálum sem hafa fallið, til dæmis með skrif blaðamanna sem ekki setja nafn sitt undir, þá er það ritstjóri sem ber ábyrgð á skrifunum og hefur jafnvel verið dæmdur til að greiða sektir. Það er ekki hægt að fría sig á því að segja, "ég gerði þetta ekki", þar sem síðan er á ykkar ábyrgð.


Þegar þú skráir þig á síðuna minnir mig nú að þú þurfir að samþykkja skilmála, líkt og á flestum öðrum síðum, þ.m.t. YouTube og fleirum. Það er ástæðan fyrir því að ekki er sniðugt að lögsækja Youtube fyrir sýningu á höfundarréttarvörðu efni, því þeir eru búnir að koma ábyrgðinni yfir á notandann. Ef notandinn ákveður að brjóta af sér, þá er það að vissu leiti á ábyrgð stjórnenda síðunnar, en þeir geta ekki annað gert en að fjarlægja efnið.

Ef ég vakna einn daginn og skrifa upp úr heilli bók á andlitið á þér, ert þá hægt að lögsækja þig fyrir að vera með höfundarréttarvarið efni á andlitinu?




Vectro
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Fös 30. Jún 2006 20:47
Reputation: 0
Staða: Tengdur

Re: Re:

Pósturaf Vectro » Fös 27. Nóv 2009 15:41

Klemmi skrifaði:
Vectro skrifaði:Meðan að einstaklingur hefur ekki skráð sig hér inn með kennitölu og fullu nafni, og ekki er hægt að sanna að einstaklingur hafi skrifað hluti á síðuna sem mögulega gæti orðið vandamál síðar út af, þá eru það einmitt skráður eigandi síðunnar eða forráðamaður hennar sem ber ábyrgð á skrifunum. Þetta höfum við séð ítrekað í dómsmálum sem hafa fallið, til dæmis með skrif blaðamanna sem ekki setja nafn sitt undir, þá er það ritstjóri sem ber ábyrgð á skrifunum og hefur jafnvel verið dæmdur til að greiða sektir. Það er ekki hægt að fría sig á því að segja, "ég gerði þetta ekki", þar sem síðan er á ykkar ábyrgð.


Þegar þú skráir þig á síðuna minnir mig nú að þú þurfir að samþykkja skilmála, líkt og á flestum öðrum síðum, þ.m.t. YouTube og fleirum. Það er ástæðan fyrir því að ekki er sniðugt að lögsækja Youtube fyrir sýningu á höfundarréttarvörðu efni, því þeir eru búnir að koma ábyrgðinni yfir á notandann. Ef notandinn ákveður að brjóta af sér, þá er það að vissu leiti á ábyrgð stjórnenda síðunnar, en þeir geta ekki annað gert en að fjarlægja efnið.

Ef ég vakna einn daginn og skrifa upp úr heilli bók á andlitið á þér, ert þá hægt að lögsækja þig fyrir að vera með höfundarréttarvarið efni á andlitinu?


Vissulega geta verið einhverjir skilmálar sem þú velur að samþykkja áður en þú skráir þig á þessa síðu, en ef ekki er hægt að sanna að notandi X sé þessi ákveðni aðili sem um ræðir, þá er það ábyrgðarmaður síðunnar sem ber ábyrgð á því sem birt er.

Með vísan í lög um prentréttt 57/1956 V kafla, 15 gr.

Hvað varðar það að þú skrifir upp smásögu (vona ég frekar en þykkan doðrant) á andlit mitt, þá myndi það túlkast sem listviðburður og það er undanþága á svoleiðis birtingum...




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Ég er ósáttur við Tölvuvirkni

Pósturaf vesley » Fös 27. Nóv 2009 16:04

auðvitað er tíminn í verlsunum aldrei sá sami á viðgerðum og samsetningum. fer algjörlega eftir því hve mikið er að gera. 30 min... eða 1 og hálf klst .. þá hefur líklega ekki verið mikið að gera hjá þeim tæknimanni sem sér um samsetningar. þeir geta fengið ótrúlegustu samsetningar og er þetta allt mis-flókið........




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Ég er ósáttur við Tölvuvirkni

Pósturaf Klemmi » Fös 27. Nóv 2009 16:09

Þú getur aðeins krafist miskabóta, ekki refsibóta og forsendurnar eru m.a. að brotið þarf að vera unnið af ásetningi.
Ábyrgðarmaður vefsíðunnar gerir sér ekki grein fyrir að um meiðyrði sé að ræða fyrr en sá sem telur sig vera fórnarlamb lætur hann vita og biður hann um að fjarlægja efnið af síðunni.

Samkvæmt lögum nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og rafræna þjónustu, ef milligönguaðilar hafa ekki haft vitnesku um innihald þeirra gagna sem þeir miðla eða hýsa skuli þeir að öllu jöfnu ekki bera ábyrgð á því efni sem birtist á vefnum.

Auk þess er erfitt að bera saman lög frá 1956 um útgefin prentrit við spjallborð á netinu þar sem hver sem er getur sett inn hvað sem er. Þó svo að þau lög hafi verið notuð í samhengi við netið þá var það ekki í sambærilegum málum á við þetta.
Þetta væri eins og að reyna að kæra eiganda tilkynninga-töflu í skóla eða annars staðar vegna þess að einhver hefði hengt á hana eitthvað efni sem innihélt meiðyrði.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Re:

Pósturaf GuðjónR » Fös 27. Nóv 2009 16:14

Vectro skrifaði:Með vísan í lög um prentréttt 57/1956 V kafla, 15 gr.

Helvíti góður að vitna í lög sem voru sett mörgum áratugum fyrir internetið :)

Það er ekkert mál að rekja allt sem gerist hér.

Hér eru t.d. upplýsingar um þig og þitt síðasta bréf Vectro:

Ip: 212.30.195.106 ( 212-30-195-106.static.simnet.is) Fös Nóv 27, 2009 15:41
Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir okkur að fá nánari upplýsingar ef þú færir að nota þennan vef til lögbrota.
Ég myndi aldrei taka á mig sök fyrir þig eða einhvern annan.

Og grunnurinn geymir allt, hér eru eldri IP tölur sem þú hefur póstað frá:

212.30.192.44 (Look up IP) 40 póstar
85.197.206.8 (Look up IP) 6 póstar
212.30.195.106 (Look up IP) 2 póstar
194.144.116.181 (Look up IP) 1 póstur
212.30.195.196 (Look up IP) 1 póstur
85.220.52.144 (Look up IP) 1 póstur




Vectro
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Fös 30. Jún 2006 20:47
Reputation: 0
Staða: Tengdur

Re: Ég er ósáttur við Tölvuvirkni

Pósturaf Vectro » Fös 27. Nóv 2009 16:25

Klemmi skrifaði:Þú getur aðeins krafist miskabóta, ekki refsibóta og forsendurnar eru m.a. að brotið þarf að vera unnið af ásetningi.
Ábyrgðarmaður vefsíðunnar gerir sér ekki grein fyrir að um meiðyrði sé að ræða fyrr en sá sem telur sig vera fórnarlamb lætur hann vita og biður hann um að fjarlægja efnið af síðunni.

Samkvæmt lögum nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og rafræna þjónustu, ef milligönguaðilar hafa ekki haft vitnesku um innihald þeirra gagna sem þeir miðla eða hýsa skuli þeir að öllu jöfnu ekki bera ábyrgð á því efni sem birtist á vefnum.

Auk þess er erfitt að bera saman lög frá 1956 um útgefin prentrit við spjallborð á netinu þar sem hver sem er getur sett inn hvað sem er. Þó svo að þau lög hafi verið notuð í samhengi við netið þá var það ekki í sambærilegum málum á við þetta.
Þetta væri eins og að reyna að kæra eiganda tilkynninga-töflu í skóla eða annars staðar vegna þess að einhver hefði hengt á hana eitthvað efni sem innihélt meiðyrði.


Þessi lög sem þú vísir í þarna eru varðandi þjónustuaðilann sem hefur milligöngu um það að ég og þú (notandi) komust í samband við þjónustuveitanda, sem í þessu tilfelli væri vaktin.is. Þessi lög eru sett til þess að ekki sé hægt að kæra símann fyrir það að þú hafi sent tölvupóst sem innihélt dónalegir myndir til einhverja aðila. Þessi lög ennfremur gefa þjónustuaðilanum, milliliðnum í þessu tilfelli rétt til þess að hafna notandi aðgang að netinu eða öðrum hlutum ef hann gerist sekur um ólögmætar gjörðir.




Vectro
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Fös 30. Jún 2006 20:47
Reputation: 0
Staða: Tengdur

Re: Re:

Pósturaf Vectro » Fös 27. Nóv 2009 16:30

GuðjónR skrifaði:
Vectro skrifaði:Með vísan í lög um prentréttt 57/1956 V kafla, 15 gr.

Helvíti góður að vitna í lög sem voru sett mörgum áratugum fyrir internetið :)

Það er ekkert mál að rekja allt sem gerist hér.

Hér eru t.d. upplýsingar um þig og þitt síðasta bréf Vectro:

Ip: 212.30.195.106 ( 212-30-195-106.static.simnet.is) Fös Nóv 27, 2009 15:41
Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir okkur að fá nánari upplýsingar ef þú færir að nota þennan vef til lögbrota.
Ég myndi aldrei taka á mig sök fyrir þig eða einhvern annan.

Og grunnurinn geymir allt, hér eru eldri IP tölur sem þú hefur póstað frá:

212.30.192.44 (Look up IP) 40 póstar
85.197.206.8 (Look up IP) 6 póstar
212.30.195.106 (Look up IP) 2 póstar
194.144.116.181 (Look up IP) 1 póstur
212.30.195.196 (Look up IP) 1 póstur
85.220.52.144 (Look up IP) 1 póstur


Meðan ekki eru til lög sem sérstaklega gilda yfir "forums", þá gilda þau lög sem um ræðir, sama hvort þau sé 100 ára eða 1000 ára gömul.

Ég geri mér vel grein fyrir því að gagnagrunnurinn geymir afrit af öllum ip tölum sem póstað hafa á vefnum, enda er það ekki það sem málið snýst um. Ég er ekki 212.30.192.44 og það er engin leið fyrir þig eða aðra að sanna að það sé neinn ákveðinn einstaklingur sem skrifaði þetta.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ég er ósáttur við Tölvuvirkni

Pósturaf GuðjónR » Fös 27. Nóv 2009 16:31

Vectro, ef einhver póstar dónamynd á spjallinu er ég þá ábyrgur?
Mætti þá ekki alveg eins segja að sá sem hýsir vaktina sé ábyrgur?
Eða internetaðili þess sem póstaði myndinni?
Eða tölvuframleiðandinn sem bjó til tölvuna sem viðkomandi notaði til að pósta inn?
Eða Landsvirkjun sem skaffaði rafmagnið sem gerði þetta mögulegt?
Eða foreldrar mínir fyrir að búa mig til þar sem ég síðan stofnaði vaktina?

Hversu langsótt á þetta að vera?

Eru sem sagt allir ábyrgir aðrir en sá sem framdi brotið?
Þú ættir að skella þér á þing! Værir flottur þar.
Ættir líka að bjóða fram aðstoð við rannsókn á bankahruninu, þar virðst engin bera ábyrgð nema almenningur.




Harvest
Geek
Póstar: 819
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Re: Ég er ósáttur við Tölvuvirkni

Pósturaf Harvest » Fös 27. Nóv 2009 16:41

Vectro, ef einhver póstar dónamynd á spjallinu er ég þá ábyrgur?
Mætti þá ekki alveg eins segja að sá sem hýsir vaktina sé ábyrgur?
Eða internetaðili þess sem póstaði myndinni?
Eða tölvuframleiðandinn sem bjó til tölvuna sem viðkomandi notaði til að pósta inn?
Eða Landsvirkjun sem skaffaði rafmagnið sem gerði þetta mögulegt?
Eða foreldrar mínir fyrir að búa mig til þar sem ég síðan stofnaði vaktina?

Hversu langsótt á þetta að vera?

Eru sem sagt allir ábyrgir aðrir en sá sem framdi brotið?
Þú ættir að skella þér á þing! Værir flottur þar.
Ættir líka að bjóða fram aðstoð við rannsókn á bankahruninu, þar virðst engin bera ábyrgð nema almenningur.


Ég verð að taka örlítið undir skrif Vectro.

Til þess að geta geta fengið út hver er á bakvið ip adressu þarf að vera dæmt í málinu. Þangað til er skráður eigandi síðunnar/lénsins ábyrgur. Ábygðarmaður Skynet ehf.

Finnst þetta heldur miklir útúrsnúningar þarna neðst hjá þér. Hann er augljóslega ekki að reyna að hnekkja á síðunni eða skaða. Hann er að benda á þetta atriði, síðunni til framdráttar - svo ekki komi til leiðinda og óþarfa rugls.


Enn og aftur mundi ég jafnvel vilja sjá þennan þráð eyðilagðan þar sem að kauðinn sem að startaði honum í upphafi er augljóslega ekki nægilega gamall til að stunda venjuleg samskipti á netinu og í þokkabót búinn að draga allt til baka. Þannig að eftir stendur einhver rökleysa og umræður fram og til baka um Tölvuvirkni sem engin stoð er fyrir í raunveruleikanum (burt sé frá því hvernig þetta fyrirtæki leysir sín viðskipti).


Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ég er ósáttur við Tölvuvirkni

Pósturaf GuðjónR » Fös 27. Nóv 2009 16:48

Harvest skrifaði:Finnst þetta heldur miklir útúrsnúningar þarna neðst hjá þér. .

Já auðvitað, allt svarið mitt var útúrsnúningur...

Og ég skil pointið hjá honun, em mitt point er það að síðan sem slík er ekki ábyrg og ef það þyrfti dóm til að fá uppgefið nafn á bak við ip þá yrði sú leið farin.
Byssa er ekki ábyrg fyrir morði, eigandi hennar gæti legið undir grun en á endanum var það sá sem tók í gikkinn hvort sem það var eigandi eða annar sem er sekur.

Og já það er rétt Skynet ehf er ábyrgt, þangað til annað sannast ;)




Vectro
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Fös 30. Jún 2006 20:47
Reputation: 0
Staða: Tengdur

Re: Ég er ósáttur við Tölvuvirkni

Pósturaf Vectro » Fös 27. Nóv 2009 17:05

GuðjónR skrifaði:
Harvest skrifaði:Finnst þetta heldur miklir útúrsnúningar þarna neðst hjá þér. .

Já auðvitað, allt svarið mitt var útúrsnúningur...

Og ég skil pointið hjá honun, em mitt point er það að síðan sem slík er ekki ábyrg og ef það þyrfti dóm til að fá uppgefið nafn á bak við ip þá yrði sú leið farin.
Byssa er ekki ábyrg fyrir morði, eigandi hennar gæti legið undir grun en á endanum var það sá sem tók í gikkinn hvort sem það var eigandi eða annar sem er sekur.

Og já það er rétt Skynet ehf er ábyrgt, þangað til annað sannast ;)


Ég hafði nú alveg gaman að svarinu, og þar einmitt kemurðu að mjög góðum punkti.

Ef það er ekki hægt að sanna að þessi sé ábyrgur, þá er það næsti maður sem er ábyrgur og svo framvegis, þar til einhver blóraböggull finnst.

Þú ert sekur þar til þú getur sannað sakleysi þitt. *

*Nema ef þú ert bankastarfsmaður já.



Skjámynd

flottur
Tölvutryllir
Póstar: 684
Skráði sig: Þri 02. Jún 2009 14:37
Reputation: 46
Staðsetning: Gardentown
Staða: Ótengdur

Re: Ég er ósáttur við Tölvuvirkni

Pósturaf flottur » Fös 27. Nóv 2009 17:13

Jæja gott fólk erum við ekki komnir eilítið langt út fyrir umræðuefnið?


Lenovo Legion dektop.