USA Kosningaþráðurinn

Allt utan efnis
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6487
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 505
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf worghal » Mið 19. Feb 2025 22:39

svanur08 skrifaði:Er enginn trump dýrkandi, en hann vildi vita hvað varð um peningana sem USA sendi þeim. Meira en evrópa öll til samans. En snýst ekki jörðin í dag bara út af peningum?

í raun þá sendi USA ekki mikið fjármagn til þeirra, mikið af þessum lánum var fyrir hergögnum sem eru framleidd í USA og var atvinnuskapandi fyrir bandaríkjamenn.
Þannig faktíst séð voru þeir að fá lán fyrir kaupum á hergögnum frá usa og peningarnir fóru beint inn í bandaríska hagkerfið.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 675
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 119
Staða: Ótengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf agnarkb » Mið 19. Feb 2025 22:53

Núna þegar Trump og hans stjórn er búinn að gúddera innrás Rússa inn í Evrópu þá velti ég því fyrir mér hversu lengi Kínverjar muni bíða núna með að ráðast inn í Tævan. Eitthvað munu skjákortin hækka þá........


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Fractal Design North
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5671
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1076
Staða: Ótengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf appel » Mið 19. Feb 2025 23:18

Trump hefur engan áhuga á að hjálpa liði sem hefur engan áhuga á að hjálpa sér sjálfum. Þ.e. evrópu.

Snemma á fyrra kjörtímabili sínu bað hann þessi evrópulönd að auka hernaðarútgjöld, þau gerðu það varla. Í raun voru það rússar sem fengu sum evrópulönd einsog Pólland til að auka hernaðarútgjöld sín. Evrópulönd hafa komist upp með að reiða sig á öryggi frá Bandaríkjunum og kosið að eyða ekki nauðsynlegu í hernaðarútgjöld, þvert á óskir BNA.

Núna er einfaldlega raunveruleikinn og afleiðingarnar að koma blákalt í smettið á þessum evrópuþjóðum vegna þeirra eigin hroka... öryggi frá BNA er ekki pottþétt lengur.

BNA hafa ekki áhuga á að vera barnapía fyrir Evrópu lengur.

Það var einhver þýskur stjórnmálamaður að monta sig af því, í tengslum við tollastríð, að evrópubúar ættu mun meiri sparnað en ameríkumaður.
Myndi fara varlega í þannig monti. Ef evrópubúar eiga svona mikinn sparnað, eru svona ríkir, þá ættu þeir að eiga efni á eigin vörnum.

Ég hef fylgst með Úkraínu-stríðinu frá upphafi einsog margir, og man alveg eftir því hve erfitt var að fá evrópulönd til að senda stuðning. Það voru BNA með sinn stuðning sem komu í veg fyrir að landið myndi falla á fyrstu dögum stríðsins, svo tók við margra mánaða tímabil, líklega heilt ár þar til frakkar fengust til að senda einhver hertæki þangað einsog Ceasar artillery. Enn lengur tók að fá skriðdreka og brynvarin tæki.

Það að ef Úkraína muni tapa þá skrifast ekki á BNA, heldur skrifast á Evrópu og Úkraínu sjálfa sem hefur ekki þorað að kalla til fleiri hermanna. Þetta er á endanum þeirra stríð, ef þeir nenna þessu ekki lengur, vilja ekki fórna til að sigra, þá er þetta búið.

Vilijinn til að sigra stríðið hefur verið takmarkaður, en núna slær um Evrópu ótti og þá er spurning hvað Evrópa gerir.


Kannski brilliant strategía hjá Trump, virðist vera að virka

https://www.visir.is/g/20252690911d/dan ... varnar-mal


*-*


Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 944
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf Orri » Mið 19. Feb 2025 23:23

appel skrifaði:Trump hefur engan áhuga á að hjálpa ...

... neinum nema sjálfum sér*

*FTFY



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5671
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1076
Staða: Ótengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf appel » Mið 19. Feb 2025 23:48

Veit ekki... þetta væri einsog Kanada og Mexíkó væri í stríði, og BNA myndu heimta að Evrópa myndi senda herstuðning og fjármagn til að hjálpa þá væntanlega Kanada... fáránlegur samanburður, en þetta stríð er í Evrópu og Trump bendir réttilega á að heilt haf er á milli þarna, hví á BNA að vera ráðandi aflið í herstuðningi við land í annarri heimsálfu á meðan nágrannalöndin virðast hafa takmarkaðan vilja.

Ef ég væri bandaríkjamaður þá væri ég bara alls ekkert sáttur við þetta, að evrópa sem er mun fjölmennari en BNA, hefur svipað stórt hagkerfi og BNA, en geti ekki séð um að styðja við Úkraínu gagnvart Rússlandi sem er með hagkerfi á við Ítalíu.

Veit að margir hérna vilja ekki heyra neitt um svona raunveruleika, halda að framtíðin verði alltaf bara einsog fortíðin.

Hvað ætla íslendingar að gera ef það þarf að leggja fram 5% af þjóðarframleiðslu í varnarmál? Held við þurfum að fara forgangsraða ansi mikið í útgjöldum hérna, svo og líklega fara taka þátt í hernaðarsamvinnu mun meira t.d. með því að vera hér með hersveitir íslendinga tilbúna til að fara í stríð í evrópu.

Allt í raun útaf því evrópulönd hunsuðu Trump á hans fyrra kjörtímabili þar sem hann bað um aukningu, en því var ekki mætt. Hann man eftir því.

Dæmigert evrópskt hrokur. Eimar svo mikið enn af nýlenduherrastefnu í evrópu. Danir forviða að einhverjir vilji taka af þeim Grænland. Frakkar enn með nýlendur í Afríku, Bretar hverfandi land en halda að það sé enn virt vegna sögu þess sem nýlenduherra heimsins.
Síðast breytt af appel á Mið 19. Feb 2025 23:50, breytt samtals 1 sinni.


*-*


Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 316
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 60
Staða: Ótengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf Trihard » Mið 19. Feb 2025 23:56

Þetta er ekki brilliant strategía þar sem Putín var með alla stillta á móti sér og hagkerfið í Rússlandi var í rúst. Núna mun ferlið til að affrysta rússneskar eignir fara af stað og allt fer aftur í "business as usual", gefur Rússum tíma til að afla peninga, safna herafla og ráðast á önnur nágrannalönd eftir að Trump lýkur forsetatíðinni.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5671
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1076
Staða: Ótengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf appel » Fim 20. Feb 2025 00:04

Líklega er þessi kalda gusa frá Trump það sem Evrópa þarf á að halda að koma sinum varnarmálum í lag. Sennilega það besta sem Evrópa getur fengið, spark í rassinn.


*-*


agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 675
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 119
Staða: Ótengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf agnarkb » Fim 20. Feb 2025 00:27

Barnaskapur í fólki að halda að varnir í Evrópu séu eitthvað lélegar. Grikkir t.d. búnir vera tilbúnir í stríð síðan Erdogan tók við völdum í Tyrklandi, hef haft gaman að því að horfa á flugherinn með æfingar í Tympaki á Krít þegar ég er þar.
Ég er kvart-norskur og drengur sem ég þekki og tala stundum við er í norska hernum, þar á bæ sem og annarstaðar í Evrópu fuku milljarðar ofan á milljarða þegar Bush neyddi NATO í sneipuför sína til Írak, milljarðar sem hafa ekki komið til baka.
Annars hafa Norðmenn og Finnar verið mjög duglegir að byggja upp sínar varnir gegn Rússum, þrátt fyrir að Norðmenn hafi átt ágætt samband við Rússa t.d. á Svalbarða en það breyttist aðeins eftir innrásina.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Fractal Design North
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic

Skjámynd

Henjo
Geek
Póstar: 806
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 307
Staða: Ótengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf Henjo » Fim 20. Feb 2025 01:02

Fyndið hvernig Trump og Elon eru með fáránlega double standarda. Vilja fá kosningar í úkraníu undir eins, tala um að Zelenskyu talar ekkert fyrir fólkið og sé óvinsæl. En á sama tíma er ekki orð um Pútin, sem er búin að ráða yfir Rússlandi í marga áratugi og bókstaflega drepur andstæðinga sína.

Trump heldur áfram að reyna koma Úkraníu í ömurlega stöðu, reynir að ógna þeim og neyða þá að skrifa undir samninga uppá 500 milljarða dollara. Ég geri ráð fyrir að Trump komi á vopnahléi (ekki endalok stríðsins) þar sem Rússar munu halda því landi sem þeir hafa náð yfir, bara til að gefa Rússum tíma til að undirbúa sig fyrir frekara stríð.

Hvernig er Trump og Musk ekki að vinna fyrir Rússland.

Mynd



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6539
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 348
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf gnarr » Fim 20. Feb 2025 03:32

Síðast breytt af gnarr á Fim 20. Feb 2025 03:33, breytt samtals 1 sinni.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7906
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1271
Staða: Ótengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf rapport » Fim 20. Feb 2025 07:25

appel skrifaði:Líklega er þessi kalda gusa frá Trump það sem Evrópa þarf á að halda að koma sinum varnarmálum í lag. Sennilega það besta sem Evrópa getur fengið, spark í rassinn.


Varnarmálin voru í lagi... því Evrópa hélt hún væri í samstarfi og að USA mundi standa við gerða samninga.

Nú er USA eins og algjör Júdas innan NATO búin að segja að þau ætli hugsanlega ekki að virða 5.greinina.

Þetta er ekki spark í rassinn...

Þetta er eins og ég mundi halda framhjá konunni minni og segja "þarna fékkstu spark í rassinn að standa þig betur í hjónabandinu"...

Nei, hún fékk spark í rassinn að fara finna sér annan partner.


USA er komið í ruslflokk í alþjóðlegu samstarfi, búin að svíkja eigin loforð um stuðning og auka verslun við Afríku (ákvörðun sem Trump tók um hálfan milljarð dala í gegnum USAID)...

USA farið úr WTO, WHO, búin að gera UN óvirkt og ætlar að refsa fólki sem vinnur gegn þeirra hagsmunum í málum hjá alþjóða glæpadómstólnum...


Það er einhverskonar "geðrof by proxy" að reyna að réttlæta þetta.

Trump skilur ekki skatta, skilur ekki stjórnskipunina, skilur ekki sögu USA og er núna að verða einhverskonar tyrannt yfir USA.

Hann fattar ekki að hann er forseti "united states" s.s. "federal govrnment" og þetta mun án efa valda usla í ríkjasambandinu, ætli California verði ekki fyrst til að slíta sig frá USA.
Síðast breytt af rapport á Fim 20. Feb 2025 08:32, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16708
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2170
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf GuðjónR » Fim 20. Feb 2025 07:49

Trump vandar betlaranum í Kíev ekki kveðjurnar.

https://youtube.com/shorts/EFej8ICaR0k? ... QB5WIsZB4J



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7906
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1271
Staða: Ótengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf rapport » Fim 20. Feb 2025 07:56

GuðjónR skrifaði:Trump vandar betlaranum í Kíev ekki kveðjurnar.

https://youtube.com/shorts/EFej8ICaR0k? ... QB5WIsZB4J


Trump veit ekki hvernig svona milliríkjastuðningu virkar.

USA var ekki að millifæra $$$ á Úkraínu.

USA keypti dót og sendi til Úkraínu og spurning er því "hvar er dótið".

Ef dótið komst aldrei ekki til Úkraínu, er það þá spilling hjá Úkraínu eða USA?



Skjámynd

Henjo
Geek
Póstar: 806
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 307
Staða: Ótengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf Henjo » Fim 20. Feb 2025 08:10

GuðjónR skrifaði:Trump vandar betlaranum í Kíev ekki kveðjurnar.

https://youtube.com/shorts/EFej8ICaR0k? ... QB5WIsZB4J


Enn og aftur, talar eins og allt stríðið sé bara Zelensky að kenna. Talar um að það séu ekki kosningar í Úkraníu og að hann sé einræðisherra. En ekki eitt einasta orð um villmennina sem rússar og pútin er. Það bókstaflega hafa ekki verið alvöru kosningar í Rússland í marga áratugi og Pútin er augljógslega einræðisherra. En ekki orð um það.

Vá hvað þessi gaur er bara algjörleg glataður.

Zelensky er btw með 57% approval rating, sem er hærra en Trump hefur nokkurntíman verið með.



Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1049
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 213
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf Jón Ragnar » Fim 20. Feb 2025 08:25

Sé að stjórnendur hérna eru að verða málgagn Trump og Rússlands.


Spurning hvort vaktin þurfi að finna sér nýjan fríhýsingaraðila..



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16708
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2170
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf GuðjónR » Fim 20. Feb 2025 09:02

Jón Ragnar skrifaði:Sé að stjórnendur hérna eru að verða málgagn Trump og Rússlands.


Spurning hvort vaktin þurfi að finna sér nýjan fríhýsingaraðila..

Ójá alveg rétt, það er bara ein skoðun leyfileg á spjallinu. Takk fyrir að minna mig á það. :-$



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7906
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1271
Staða: Ótengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf rapport » Fim 20. Feb 2025 10:00

GuðjónR skrifaði:
Jón Ragnar skrifaði:Sé að stjórnendur hérna eru að verða málgagn Trump og Rússlands.


Spurning hvort vaktin þurfi að finna sér nýjan fríhýsingaraðila..

Ójá alveg rétt, það er bara ein skoðun leyfileg á spjallinu. Takk fyrir að minna mig á það. :-$


Ha? Er eitthvað DOGE á Íslandi?

Er Vaktin eitthvað DEI?



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1475
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 230
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf nidur » Fim 20. Feb 2025 10:06

BudIcer skrifaði:
nidur skrifaði:
asgeirbjarnason skrifaði:
nidur skrifaði:Væri til í að sjá hann segja þetta, fyrirsagnirnar eru oft bara hype.


https://truthsocial.com/@realDonaldTrum ... 2924234939


Takk fyrir þetta, var að sjá þetta núna.

Ekkert af því sem hann segir þarna er ósatt.


Fyrir utan það að flest sem hann segir er ósatt eins og venjulega, þarft ekki að fara lengra en í fyrstu setningu til að finna lygi. Fáðu þér aðeins minna maga koolaid og skoðaðu sjálfur staðreyndirnar.


?




Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 944
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf Orri » Fim 20. Feb 2025 10:19

GuðjónR skrifaði:
Jón Ragnar skrifaði:Sé að stjórnendur hérna eru að verða málgagn Trump og Rússlands.


Spurning hvort vaktin þurfi að finna sér nýjan fríhýsingaraðila..

Ójá alveg rétt, það er bara ein skoðun leyfileg á spjallinu. Takk fyrir að minna mig á það. :-$

Getur haft 100 mismunandi skoðanir og samt ekki þurft að styðja/verja menn eins og Trump, Musk, og Putin.

Heyrði um daginn frábæra athugasemd að fólk sem aðhyllist milljarðamæringa er svolítið eins og þessir sem halda að stripparinn á strippklúbbnum sé ástfanginn af sér :lol:



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16708
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2170
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf GuðjónR » Fim 20. Feb 2025 10:39

Orri skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Jón Ragnar skrifaði:Sé að stjórnendur hérna eru að verða málgagn Trump og Rússlands.


Spurning hvort vaktin þurfi að finna sér nýjan fríhýsingaraðila..

Ójá alveg rétt, það er bara ein skoðun leyfileg á spjallinu. Takk fyrir að minna mig á það. :-$

Getur haft 100 mismunandi skoðanir og samt ekki þurft að styðja/verja menn eins og Trump, Musk, og Putin.

Heyrði um daginn frábæra athugasemd að fólk sem aðhyllist milljarðamæringa er svolítið eins og þessir sem halda að stripparinn á strippklúbbnum sé ástfanginn af sér :lol:

100%
Enda hef styð ég engan af þessum mönnum, ég efast ekkert um að þeir eru allir stórhættulegir.
En að því sögðu þá hef ég amk. (get ekki talað fyrir aðra) ekki hugmynd um hvað raunverulega er að gerast þarna í Úkraínu.
Það fyrsta sem fer í stríði er sannleikurinn.



Skjámynd

Baldurmar
Geek
Póstar: 815
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf Baldurmar » Fim 20. Feb 2025 10:50

GuðjónR skrifaði:Trump vandar betlaranum í Kíev ekki kveðjurnar.

https://youtube.com/shorts/EFej8ICaR0k? ... QB5WIsZB4J


Það er alltaf eins og hann sé lyfjaður undanfarið. Hann á erfitt með orð og talar algjörlega mónótónískt. Svo er hann orðinn svakalega þvoglumæltur. Hann var ekkert svona fyrir 2019
Eru Trump aðdáendur ekkert með áhyggjur af þessu ?


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - AMD 7900XTX

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16708
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2170
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf GuðjónR » Fim 20. Feb 2025 11:10

Baldurmar skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Trump vandar betlaranum í Kíev ekki kveðjurnar.

https://youtube.com/shorts/EFej8ICaR0k? ... QB5WIsZB4J


Það er alltaf eins og hann sé lyfjaður undanfarið. Hann á erfitt með orð og talar algjörlega mónótónískt. Svo er hann orðinn svakalega þvoglumæltur. Hann var ekkert svona fyrir 2019
Eru Trump aðdáendur ekkert með áhyggjur af þessu ?


Elon Musk hefur verið opinskár um notkun sína á ketamíni, spurning hvort Trump taki það líka? :shock:

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/ ... tum_i_hag/



Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1260
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 75
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf demaNtur » Fim 20. Feb 2025 12:27

Oh það er svo gaman að koma hingað inn og lesa margt sem er skrifað hér :megasmile



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7906
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1271
Staða: Ótengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf rapport » Fim 20. Feb 2025 12:45




Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1475
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 230
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: USA Kosningaþráðurinn

Pósturaf nidur » Fim 20. Feb 2025 13:24

rapport skrifaði:https://www.visir.is/g/20252690992d/trump-fetar-i-fot-spor-breivik

Sækjast sér um líkir


Er ekki kominn tími á smá pásu, bara slökkva á fréttunum, logga sig út af öllum vefsíðum og fá sér ferskt loft, hreinsa hugann.