Trump hefur engan áhuga á að hjálpa liði sem hefur engan áhuga á að hjálpa sér sjálfum. Þ.e. evrópu.
Snemma á fyrra kjörtímabili sínu bað hann þessi evrópulönd að auka hernaðarútgjöld, þau gerðu það varla. Í raun voru það rússar sem fengu sum evrópulönd einsog Pólland til að auka hernaðarútgjöld sín. Evrópulönd hafa komist upp með að reiða sig á öryggi frá Bandaríkjunum og kosið að eyða ekki nauðsynlegu í hernaðarútgjöld, þvert á óskir BNA.
Núna er einfaldlega raunveruleikinn og afleiðingarnar að koma blákalt í smettið á þessum evrópuþjóðum vegna þeirra eigin hroka... öryggi frá BNA er ekki pottþétt lengur.
BNA hafa ekki áhuga á að vera barnapía fyrir Evrópu lengur.
Það var einhver þýskur stjórnmálamaður að monta sig af því, í tengslum við tollastríð, að evrópubúar ættu mun meiri sparnað en ameríkumaður.
Myndi fara varlega í þannig monti. Ef evrópubúar eiga svona mikinn sparnað, eru svona ríkir, þá ættu þeir að eiga efni á eigin vörnum.
Ég hef fylgst með Úkraínu-stríðinu frá upphafi einsog margir, og man alveg eftir því hve erfitt var að fá evrópulönd til að senda stuðning. Það voru BNA með sinn stuðning sem komu í veg fyrir að landið myndi falla á fyrstu dögum stríðsins, svo tók við margra mánaða tímabil, líklega heilt ár þar til frakkar fengust til að senda einhver hertæki þangað einsog Ceasar artillery. Enn lengur tók að fá skriðdreka og brynvarin tæki.
Það að ef Úkraína muni tapa þá skrifast ekki á BNA, heldur skrifast á Evrópu og Úkraínu sjálfa sem hefur ekki þorað að kalla til fleiri hermanna. Þetta er á endanum þeirra stríð, ef þeir nenna þessu ekki lengur, vilja ekki fórna til að sigra, þá er þetta búið.
Vilijinn til að sigra stríðið hefur verið takmarkaður, en núna slær um Evrópu ótti og þá er spurning hvað Evrópa gerir.
Kannski brilliant strategía hjá Trump, virðist vera að virka
https://www.visir.is/g/20252690911d/dan ... varnar-mal