rapport skrifaði:
Er þetta ekki nákvæmlega sama verklag og ég lýsti hérna áður, "babysteps"?
Nema yfirskriftin hjá mér var "5000 max" en hjá þér er ekkert hámark...
Af hverju að hafa 5000 sem markmið?
Af því að með því að hafa markmið sem þetta strax í upphafi þá er allt kerfið hannað með það að leiðarljósi og það gefur auga leið að ef kerfið er hannað með stærðarhagkvæmni í huga þá verður kostnaður pr. einstakling ekki jafn hár.
Þetta er svona "capacity planning" dæmi.
Einnig mun markmiðið hafa áhrif á stefnumótun í málaflokknum og fjárlög.
Það var talað um að standa vel á málunum og fyri mér er þetta eitt af því sem hefur alltaf vantað, að gera langtímaáætlun "ramma" og svo aðlaga smærri tímabil innan rammans.
Þó er þetta farið að sjást hjá ríkinu í auknu mæli...
Hjá þér er max 5000 miðað við að taka þetta síðan í skrefum.
Hjá mér er max 250 þangað til að reynsla er komin á málin.
Semsagt, ekki að lofa einhverju sem að er ekki hægt að standa við, það er megin málið.