GuðjónR skrifaði:Verst hvað við erum orðin háð tengingum, t.d. greiðslumiðlanir og annað. Veit ekki hvernig það er í dag en þegar strætó var að innleiða þetta klapp-rugl sitt þá lá allt niðri um tíma þar sem ekki náðist samband við einhvern klapp þjón í Noregi. Tómt rugl.
Við ættum í raun að fylgjast vel með því hvað Rússar hafa og eru að gera til að halda netkerfum gangandi innanlands hjá sér. Sem ég best veit eru þeir eina þjóðin sem hafa gert prófanir á því að vera ótengdar umheiminum.
Þetta eru mest litlir hlutir sem hafa mikil áhrif eins og; eru nafnaþjónar fyrir .IS lén erlendis (einsstök lén, ekki .IS rótin), er einhver hluti bakenda erlendis (óhugnalega mikið af hlutum hjá hinu opinbera eru í erlendum skýjum), er leyfisskyldur hugbúnaður sem hættir að virka þegar hann nær ekki sambandi út lengur, er farið í gegnum þjónustur sem þótt þær séu með búnað á Íslandi hætta að virka þegar þær ná ekki lengur sambandi við móðurskipið (Cloudflare t.d.). Í netkerfum þarf sérstaklega að gæta þess að stuðst sé við innlenda nafnaþjóna en ekki erlenda (.is ætti að virka þótt við séum sambandslaus við umheiminn). Er verið að sækja CSS eða JS að utan fyrir vefsíðu og það veldur því að hún verður 1mín að loadast eða ónothæf? Eru TLS skírteini með stuttan líftíma og gætu runnið út meðan ekkert samband er við umheiminn? Hérna væri t.d. kjörið tækifæri að setja Íslandsrótina í ACME þjónustu og hafa skilríkin ókeypis fyrir (allaveganna) .IS lén.
Það er í mörg horn að líta og allir ættu að gera það sem fyrst. Þótt aldrei komi til þess að á þetta reyni þá myndu svona betrumbætur vera almennt jákvæðar, þjónustur verði hraðari og vefsíður snarpari.
Þetta gæti í raun verið heilmikið sölutækifæri fyrir hýsingaraðila á Íslandi, hvort sem er í dedicated, VPS eða skýjalausnum. En til þess þurfa þessir aðilar að veita einfalda og sjálfvirka þjónustu, vera með opna, heiðarlega og raunsæa gjaldskrá og sýna að kerfin geti þjónustað og virkað á sambandslausu Íslandi. Bara 1984.is uppfyllir eitthvað þessara skilyrða.