pepsico skrifaði:GuðjónR skrifaði:það er ekki spurning hvort heldur hvenær Costco fjölgar verslunum og
Það er ekki að fara að gerast.
Ef þú skoðar hlutfallið milli fólksfjölda og vöruhúsa annars staðar úti í heimi sérðu að við
hérna 200-300 þúsund í nánd við þetta vöruhús erum nú þegar langt yfir eðlilegu hlutfalli.
Já vertu ekki svo viss, þú verður að átta þig á einu að þrátt fyrir að vera undir meðaltalinu sem þú nefnir þá gerðist eitthvað við opnunina sem eigendur og stjórnendur Costco sem er næststærsta smásölukeðjan í heimi óraði ekki fyrir og hafa aldrei séð áður. Þetta var langstærsta verslunar opnun í sögu fyrirtækisins. Og hvergi annarsstaðar heftur hátt í 20% þjóðar keypt sér aðgangskort fyri opnun og aldrei hefur þurft aðstoð frá björgunarsveitum í "crowd control".
Af hverju gerist þetta hérna en hvergi annarsstaðar? Jú af því að annarsstaðar, t.d. í US þá er samkeppni, fólk hefur val og þar verður þú undir ef þú stendur þig ekki, hérna er fákeppni þar sem tveir risar ráða öllu. Það er lítið mál fyrir þá að ákveða, "nú skulum við blóðmjólka fólkið, hækkum allt og verum með dýrasta matarverð í Evrópu" ....
Hvað eigum við að gera? Eigum við að gera eins og Danir keyra til Þýskalands? Eða Litháar að keyra til Póllands? Kannski taka lestina til Færeyja?
Nei við getum ekki gert neitt annað en sætt okkur við þetta eða flutt í burtu. Þangað til núna, núna fáum við VAL í fyrsta sinn og þjóðin er að VELJA!
Við veljum að láta ekki pína okkur lengur, við snúum baki við kvalara okkar og fögnum því að fá samkeppni í fyrsta sinn. Og ég er 1000% viss að þetta er bara byrjunin á einhverju meira og betra.