appel skrifaði:Enginn heimtaði boycott á BNA hérna þegar Ísraelar tortímdu Gaza með vopnum frá BNA. Þ.e. þegar Biden demókrataforseti var við völd, sendi þeim hellings af vopnum sem fjöldamyrtu Gaza búa og heimtaði lítið sem ekkert í staðinn.
En svo þegar Trump repúblikanaforseti vill enda þessi stríð, m.a. Gaza, og þá aðallega Úkraínustríðið, já þá standa menn upp á afturfæturnar, berja hnefanum í borðið og heimta boycott!
Er þetta Twilight Zone? Black Mirror? Vitiði hvað þið eruð að segja? Hafiði hugsað þetta til enda?
En skora á menn að byrja boycottið án tafar, hætta að nota allt frá Google, Apple, og svo auðvitað Microsoft. Vonandi heyrist þá ekkert meira af svona vitleysu
Hvernig er Trump að enda stríðið í Gaza?
Með því að enda tilvist Palestínu, hann er að stroka þjóð og landið þeirra út af landakortinu... rétt eins og Gulf of Mexico.
Hvernig er Trump að enda stríðið í Úkraínu?
Með því að gefast upp fyrir Rússum. Ég segi gefast upp því að hann mun aldrei nokkurntíman fá þá til að bakka frá þeim landsvæðum sem þeir hafa tekið og hann Trump er búinn að gefast upp því hann segir bara "þetta skiptir okkur ekki máli".
Í dag er NATO, WHO, WTO, IMF, Alþjóða glæpadómstóllinn og fleiri alþjóðleg samtök og samstarf í upplausn því að USA er að gefa það út að þau muni ekki standa við sínar skuldbindingar.
Þessar aðgerðir Trump gengisfella trúverðugleika allra þessara stofnana og allra sem hafa treyst á að Bandaríkin standi við sínar skuldbindingar.
Þau lönd sem hafa verið að segja "Bandaríkin eru glæpamenn og lygarar og það er ekki hæhgt að treysta þeim" það eru löndin sem segja núna "I told you so".
Hversu fáránlegt er það að Norður Kórea hafði rétt fyrir sér og Suður Kórea rangt fyrir sér... um hversu gott er að tresysta á USA?
Þessi skaði sem Trump er að valda verður ekki unninn til baka svo auðveldlega, sérstaklega þar sem þetta mun veikja hagkerfi USA, þau munu líklega lenda í greiðsluþroti og þau munu ekki hafa burði til að láta að sér kveða á alþjóðavísu um langt skeið... nema gera eins og Trump hefur hótað, að hefja imperialisma að nýju og hertaka einhverjar nýlendur, eins og Grænland a.k.a. "Red White and Blue land" skv. frumvarpi eins þingmanns repúblikana frá því í seinustu viku.
https://www.congress.gov/bill/119th-con ... /1161/text