jonsig skrifaði:Sá getur ímyndað sér lithium rafhlöður verði 20ára veit ansi takmarkað um þessa tækni.
Mótorarnir ódýrari.
ertu að hugsa um nissan leaf ? Ég fletti upp retail price á bat.pak fyrir hans bíl.
Flytur það ekki beint inn með aliexpress postal service. Síðan grimm álagning þar sem þú kemst ekki hjá umboðinu útaf tesla anti diy repair.
Útskipti á eldri og minni rafhlöðum er mun ódýrara en á þessum nýrri stærri pökkum.. ef það verður hægt yfir höfuð.
Ég get alveg debunkað þig ef þú vilt, en ég nenni ekki mikið svona passive aggressive fólki.
Hef 13ára súkku sem vinnubíl. Ek 160k
Átt hana í 8 ár, sem ég laga sjálfur.
Og heildar kostnaðurinn við það er krimgum 30þkr. (Thermostat og demparar)
Þú hefur nú oftast verið nokkuð rök góður í flestum umræðum sem ég hef séð til þín hérna á spjallinu en í þessum þræði virðist þú rosa mikið vera að berja hausnum í vegginn og sýna af þér þröngsýni ásamt því að venjulega er talað um að fólk sé að bera saman epli og appelsínur en þú ert alltaf að bera ekkert saman við rafmagnsbíla.
Fyrir venjulegt fólk þá er viðgerðarkostnaður á bílum bara nokkuð stór biti á hverju ári nema það sé með bíl í ábyrgð svo þótt þú getir gert við bílinn þinn og sloppið vel hingað til þá er það venjulega ekki svoleiðis hjá fólki og sérstaklega ekki ef það keyrir hátt í 30 þús km á ári.
Varðandi þetta sem þú kallar Tesla andi diy repair þá á það við nokkra einstaka hluti tengda high voltage kerfinu en annars eru allar varahlutabækur opnar hjá þeim, með öllum varahlutanúmerum og ekkert mál fyrir þig að kaupa næstum alla varahluti í bílinn.
https://epc.tesla.com/is-IS/landingpageÞess til viðbótar þá er Tesla með ódýrustu varahluti sem hægt er að fá vegna þess að þeir líta á varahluti sem þjónustu en ekki eitthvað til að verða feitir á.
Á Tesla spjallinu á FB sér maður stundum fólk hérna heima sýna myndir af einhverju sem það var að kaupa og þessi verð eru þannig að maður hélt að það væri ekki hægt að framleiða hlutinn fyrir svona lítinn pening, hvað þá flytja hann líka hingað og selja hann.
Sá t.d. einn sýna mynd af nótu þegar hann þurfti að kaupa litlu hliðarrúðuna afturí og hún kostaði 5700 með vsk og öllu.
Ég þurfti nýjann drullusokk því ég braut hann af í snjóskafli seinasta vetur og hann kostaði 1.900 með poka með boltum og plastsmellum sem þurfti til að festa hann á.
Það er einhvern vegin ekki hægt að keppa við þetta.
Ef allt er tekið saman þá verður alltaf rafmagnsbíllinn ódýrari til langs tíma litið og sérstaklega í ljósi þess að þegar rafhlöðurnar eru komnar í 70% í bílunum og eru þá dæmdar ónýtar þá tekur við frammhaldslíf næstu 10-15 árin sem storage fyrir sólarorku oþh.
t.d. er cirka 30% af heimilum í Bretlandi sem eru með sólarsellur með endurunnar bílarafhlöður sem storage fyrir orkuna og núna er að byrja stórt svona átak í Þýskalandi, Hollandi og Belgíu.
Þú tekur framm að þú eigir gamla súkku sem er komin í 180 þús km og að hún hafi ekki kostað þig nema 30 þús sem meikar aldrei sens.
Fyrstu árin þurfti þessi bíll að fara í margar þjónustuskoðanir sem kostuðu frá 25-80 þús.
Ef við segjum að svona bíll hafi farið á cirka 8 þús km fresti í smurningu og þú ekki gert það sjálfur þá eru það tæplega 600 þús.
Þú ert samt með bíl sem er alveg á síðasta snúning og þegar næsta hraustlega bilun gerist hjá þér þá verður bílnum bara hent og enginn spáir neitt í það.
Við erum hinsvegar með næstum allann Teslu flotann á götunum ennþá og góðar líkur á að svo verði í langan tíma ennþá.
Ég sá t.d. auglýsta fyrstu Tesluna sem kom til landsins 2013 auglýsta um dagin og hún fór á 5,7m sem ég held að sé ekkert mikið lægri tala en hún kostaði þegar hún kom hingað ný á sínum tíma.
Varðandi bilanir á þessum bílum í dag þá er það alltaf að verða auðveldara með hverju árinu.
Bílarnir segja þér alltaf um leið hvað er að svo bilanaleit er orðin einfaldari.
í Teslunum ef þig vantar eitthvað unit og vilt kaupa það notað þá skiptir í rauninni engu máli hvað sá hlutur er gamall eða nýr eða hvaða partanúmer er á honum, þú bara skiptir honum út, restartar bílnum og hann sér nýja hlutinn og lódar dræverum fyrir nýja hlutinn og allt byrjar að virka.
Ólíkt flestum öðrum bílum þar sem allir heilar og rafmagnshlutir verða alltaf að vera nákvmælega sama núner og týpa.
Það væri hægt að halda endalaust áfram með hvað þetta er orðið mikið betra í dag og allir sem hafa kynnt sér þetta eitthvað að ráði sjá að svoleiðis er en svo má líka alltaf bara berja hausnum við vegginn og tuða eitthvað innihaldslaust án rannsóknar um hvað þetta sé allt flókið og hræðilegt og muni aldrei þola íslenskt veðurfar og svoleiðis.