En ef þetta er rétt sem þessi kona segir þá þarf Landsbankinn að aðlaga sitt öryggi að þessum aðstæðum og kalla þetta lærdóm og koma til móts við konuna að mínu mati nema að þau vilji að fólk hætti að treysta þeim ef það er ekki hægt að fínstilla öryggið sjálfur.
Finnst frekar áhættusamt að hafa enga bremsu eins og margir hafa komið inná að leggja inná nýja reikninga og þess háttar.
Stundum þarf að eyða tækjum sem hafa heimild til innskráningar í appið með lífkennum (andliti eða fingrafari). Það getur t.d. verið í tengslum við svikamál þar sem óprúttnir aðilar blekkja fólk til að samþykkja svikatæki til innskráningar.
Öryggiskerfið lærir að þekkja hegðun þína við innskráningu og biður um staðfestingu á auðkenni, t.d. með því að svara öryggisspurningu eða símtali úr kerfinu, ef brugðið er út af hefðbundinni notkun. Að öllu jöfnu finnur þú þó ekki fyrir kerfinu.
https://www.landsbankinn.is/oryggi