appel skrifaði:Rússar eru með brenglaða heimsmynd, telja sig stórveldi, en eru ekki það.
Allmennt talið þá eru Rússar taldir vera stórveldi, þegar talað er um stórveldi í heiminum í dag þá er röðin yfirleitt eftirfarandi.
Ameríka, Kína, Rússland, Evrópusambandið, Indland.
appel skrifaði:Einstaklega fámennt land miðað við stærð landssvæðis
9 stærsta land í heimi, og með mikið af landsvæði sem er ekki auðveldlega hægt að búa á.
En með mjög mikið af náttúrulegum auðæfum sem er ein af ástæðunum fyrir því að það er erfitt að setja viðskiptabann á þá.
appel skrifaði:lífskjör margra rússa eru enn á 19. öldinni, heibrigðiskerfið einsog í þriðja heims löndum. Þetta er einstaklega brengluð þjóð með brenglaða leiðtoga.
Hérna er könnun sem var gerð af vestrænni stofnun um lífsgæði, frá 0-10 þá gáfu Rússar 5.5 á meðan meðaltalið í OECD er 6.7 og á íslandi er 7.6
https://www.oecdbetterlifeindex.org/countries/russian-federation/#:~:text=When%20asked%20to%20rate%20their,FAQ%20section%20and%20BLI%20database.
appel skrifaði:enginn hátækniiðnaður eða tækniþekking í þessu landi
Þetta er ekki alveg rétt, fullt af geirum sem þeir eru mjög öflugir í.
En það er rétt að mikið af tæknilærðu fólki flyst frá Rússlandi til að vinna annarstaðar.
En margir eru að flytja aftur heim vegna þess hvernig fólk kemur fram við það í dag.
appel skrifaði:ekkert vegakerfi af marki (þessvegna flytja rússa allan herbúnað á lestum)
Lestakerfi eru best fyrir þungaflutninga eins og skriðdreka og annað, og þeir hafa notað þessa hertaktík í tuga ára að nota lestakerfi til að koma hergögnum á fremstu línu. Þetta gerir þeim kleift að flytja mikið af hergögnum mjög hratt á milli landsvæða.
appel skrifaði:En ef menn eru að verja rússa þá verða þeir að átta sig á því hvað þeir vilja, þeir vilja alla austur evrópu aftur innan sinna vébanda, stjórna þeim allavega einsog "puppet states". Ef menn hafa samúð með því þá verði þeim að góðu.
Það má benda á staðreyndir og vekja fólk til umhugsunar. Hef ekki séð neinn á Íslandi t.d. standa upp og verja ákvörðun Rússlands að byrja þetta stríð.
appel skrifaði:Eina sem er hægt að gera er að fara í hart á móti slíku. Þá tel ég að það ætti að hætta að selja rússum allt, lyf og hvaðeina, og hætta einnig að veita þeim þjónustu í gegnum tæknifyrirtæki einsog Microsoft, Apple, Google o.fl., t.d. einsog að veita þeim Windows uppfærslur, veita þeim þjónustu í iCloud, held að það eigi að enforca tech blackout gagnvart rússlandi, slökkva á öllum þessum búnaði. Annað er að veita rússlandi styrk til að halda þessu stríði áfram.
Ég held að það hafi engin áhrif að slökkva á einhverjum vestrænum þjónustum.