Vá, missti af haug af innleggjum.
Sýnist að appel er á svipaðri skoðun og ég og kom með góðan punkt:
appel skrifaði:Eitt vil ég samt bæta við, "þjónustustig" er ekki það sama og "þjónustulund".
Ég er að hugsa þetta út frá opnunartíma v.s. hvernig verslanir skipuleggja sinn rekstur og að þjónustustigið hér á Íslandi sé í raun ekki svo hátt, en ég gæti verið einn af þessum sem er svo góðu vanur
Þegar ég var hjá 10-11 árið 2002 þá fórum við að opna 8 og loka 24 vegna HM í fótbolta sem var í asíu, til að færa opnunartímann nær áhorfinu.
Það sem við lærðum var að iðnaðarmenn mættu oft á slaginu 8 í flestar verslanir og vildu morgunkaffi + hellingur af fólki á leið til vinnu eða nýlega mætt í vinnu (oft bílstjórar), að fá sér banana og jógúrt.
appel skrifaði:Það er dýrt að halda opinni tómri verslun. Ég hef farið í sumar verslanir yfir daginn, og þær eru galtómar. Hvaða þjónustustig er það? Fyrir hvern? Þessar verslanir eru mannaðar sama fólki og í "rush hour" milli 5-6. Kannast ekki við að það sé þjónustustig að hafa galtóma verslun full mannaða. Ég kalla það klikkun.
Verslun í miðbæ RvK, t.d. Vinnufatabúðin
Mánaðrlegur kostnaður )gróft)
3,5 milljónir í leigu (3 fyrir verslun + 0,5 í lager)
6 milljónir í laun á mánuði = 6 stöðugildi og það er opið 10-18
25 milljónir bundnar í birgðum og birgðahaldskostnaður með rýrnun, þjófnaði, akstri o.þ.h. = 10% = 2,5 milljónir.
= 12 milljónir í kostnað alls.
Segjum að veltuhraði birgða sé 6 = árs sala á kostnaðarverði sé 150 milljónir og meðalálagning sé 100% = framlegðin er aðrar 150 milljónir = heildarvelta 300 milljónir.
Með því að breyta vinnutíma allra í 11-19 og það er 40% álag á þennan eina tíma eftir 18 þá hækkar heildarlaunakostnaður um 300 þ. (5%)
Ef þeir breyta bara vinnutíma 3 af sex starfsmanna í 11-19 þá lengist opnunartíminn um 12,5% og laun hækka um 150þ. á mánuði. (2,5%)
Ef þeri breyta vinnutíma þessara þriggja í 12-20 þá lengist opnunartíminn um 25% en laun hækka um 5%.
Þetta dæmi er líklega ekki fjarri sanni nema... það vinna líklega færri í Vinnufatabúðinni og álagning er oftast nær hærri í fatageiranum.
Það er ekki dýrt að halda úti tómri verlsun ef að manneskjan í búðinni er að vinna fyrir verlsunina hvort sem er. Líkt og í 10-11 dæminu hér að ofan um HM,.. verslanastjórinn var hvort sem er mættur kl.8, af hverju þurfti hann tvo tíma í prepp... af hverju er ekki bara opnað strax og preppað með búðina opna?
Að hafa verlsun opna snýst líka um að hafa vörumóttökuna opna, vörurnar vaxa ekki í hillunum.
urban skrifaði:Þær eru reyndar 3 og ég get alveg lofað þér því að Bónus er ekki að halda búðum opnum þar af tilgangslausu, ef að einhver þeirra væri ekki að reka sig, þá myndu þeir loka versluninni strax, eigendur bónus
Ég gerði ritgerð um þetta í viðskiptafræðinni c.a. 2005 og þá kom svolítið í ljós að samkeppni á matvörumarkaði og hjá bensínstöðvum var ekki háð með eðlilegum hætti, hún var háð í skipulagsmálum = hvaða keðja keypti upp verslanahúsnæðið í nýjum hverfum.
Sagan um Nóatún/Krónuna í Grafarholti er t.d. dæmi um það, þar átti aldrei að vera verslun og Hagar áttu húsnæðið uppá hæðinni sem var skipulagt sem verslunin í hverfinu.
Eða Seltjarnarnes þar sem fyrirséð var að Bónus þyrfti að loka þannig að 10-11 opnaði risa búð sem aldrei gæti borið sig, bara til að tryggja Bónus framtíð... sem fór svo út á Granda því Krónan tók samkeppnina þangað.
Man að þetta var ein heimildin í ritgerðinni -
https://www.samkeppni.is/media/skyrslur ... la2001.pdfjonsig skrifaði:Varst þú ekki EU fan no.1 ? Við erum í EES.. samræmt regluverk. Ég á að geta flutt inn það sem mér sýnist innan EU, þetta byggingaefni er líklega mjög endingargott á Spáni.
Ég var að benda á að verktakar hafa verið að flytja inn beint í sínar byggingar og stórir verktakar eru með hönnunarstofurnar í vasanum og breyta byggingarefnum og hönnuðir breyta teikningum eftirá til samræmis (er að standa í slíku gallamáli í mínu húsfélagi)