Snjómokstur og göngustígar

Allt utan efnis
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf urban » Mán 19. Des 2022 19:57

rapport skrifaði:http://www.reykjavik.is/snjor

Það eru fleiri en níu tæki að moka...


Þá er spurning um að ein­ing­ar­stjóri vetr­arþjón­ustu hjá Reykja­vík­ur­borg sleppi því að fara með þá þvælu.
bein tilvitnun í hann er að það hafi verið 9 bílar og tæki að ryðja á laugardagsmorgun
Sem hlýtur náttúrulega að vera vitleysa, það bara getur ekki verið að þau hafi verið 9

En ef að það er vitleysa, þá er náttúrulega spurning um að yfirmaður þessarar þjónustu sé ekki að fara með vitleysu :)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf littli-Jake » Mán 19. Des 2022 20:10

Án þess að lýsa mig sérfræðing þá ætla ég að skjóta á að tvennt vegi þyngst í þessu.

Til að riðja göngustíg þarf frekari lítil tæki. Lítil tæki ráða illa við svona svakalegt magn af snjó. Oftast eru þetta ekki tæki með snjóblásara.
Ef að göngustígur væri ruddur væri það bara gjá í snóskafl. Sem verður full af snjó aftur þegar byrjar að blása.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


Gustaf
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Lau 10. Mar 2018 17:51
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf Gustaf » Mán 19. Des 2022 20:18

rapport skrifaði:http://www.reykjavik.is/snjor

Upplýsingar um hvað á að skafa og forgang eru til.

Það eru fleiri en níu tæki að moka...

Fólk sem heldur að færð í húsagötum geti verið með uppitíma 97,5% á Íslandi er með of miklar kröfur.

p.s. 97,5% væru um 9 daga ófærð á ári, að meðaltali.

Nú komast nær allir ferða sinna nema smábílar.

Held að vandinn sé stórlega ýktur.


Sammála, göngustígarnir í 109 eru vel færir núna og rvk á hrós skilið fyrir það. Ég var að enda við að ganga í Krónuna og heim og mín venjulega leið var mokuð.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf hagur » Mán 19. Des 2022 20:29

Ég hef hjólað til og frá vinnu allt árið núna síðan c.a 2018 og heilt yfir er eiginlega ekkert hægt að kvarta yfir mokstri á göngu- og hjólreiðastígum. Einu teljandi vandræðin sem ég man eftir var í eflingar-verkfallinu hérna rétt fyrir Covid. Þá virkilega fann maður fyrir skertri þjónustu, skiljanlega.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Tengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf rapport » Mán 19. Des 2022 20:35

urban skrifaði:
rapport skrifaði:http://www.reykjavik.is/snjor

Það eru fleiri en níu tæki að moka...


Þá er spurning um að ein­ing­ar­stjóri vetr­arþjón­ustu hjá Reykja­vík­ur­borg sleppi því að fara með þá þvælu.
bein tilvitnun í hann er að það hafi verið 9 bílar og tæki að ryðja á laugardagsmorgun
Sem hlýtur náttúrulega að vera vitleysa, það bara getur ekki verið að þau hafi verið 9

En ef að það er vitleysa, þá er náttúrulega spurning um að yfirmaður þessarar þjónustu sé ekki að fara með vitleysu :)


Það fylgir ekki sögunni hvenær hann er spurður en hann sagði líka að bara tvö eða fjögur tæki hefðu verið í vinnu þessa nótt vegna hvíldartímaákvæða starfsfólks + að hafa þreytt og ósofið fólk að operera vinnuvélar er alltaf stupid.

Þannig ef þú setur þetta í samhengi þá segir hann fyrr þennan morgun að fjögur tæki séi í notkun, á þessum tímapunkti eru þau orðin níu... það er ekkert talað um heildarfjölda tækja í notkun.

Sá líklega a.m.k. fimm tæki nánast samtímis út um gluggann hjá mér á föstudagskvöldinu þar sem það voru tveir strætóar fastir á bakvið "vesalinga", annar í hringtorginu við Reynisvatnsás og hinn í hringtorginu fyrir neðan dýralæknastöðina í Grafarholti, það voru tvæt öflugar hjólskóflur.

Þá voru tveir lögreglubílar sem lokuðu slaufunum við brúnna frá Grafarholti yfir í Grafarvog og þar voru vélar að vinna + það var verið að skafa Skyggnisbraut (trukkur) og gangstéttina traktor.

Veit fyrir víst að það var verið að skafa í fleiri hverfum á sama tíma.

Fann þetta:

https://fundur.reykjavik.is/sites/defau ... ynning.pdf

Og borgin er með þetta "einkavætt" að miklu leiti sbr.

Ef þið leitið að "vetrarþjónusta" á þessari síðu - https://reykjavik.is/opnun-tilboda-2022

Getið þá séð hvaða fyrirtæki var með ódýrasta tilboð og er þá líklega ábyrgt fyrir viðkomandi hverfi.



Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 341
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf oliuntitled » Mán 19. Des 2022 20:45

Ég er í einu af "efri hverfum" í reykjavík og var "fastur" í 1 dag, var allt skafið hér í gær þannig að maður var bara fastur á laugardaginn.
Gerðum bara vel úr þessu, elduðum góðann mat og höfðum það kósí heima að preppa jólin :)




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf Tbot » Mán 19. Des 2022 21:58

Ef rýnt er í gögn frá glærukynningu þá sést að kostnaður við gatnahreinsun er svipaður á milli ára.
Þó hefur Reykjavík stækkað, fleiri götur sem þarf að hreinsa. Þetta gengur ekki upp nema með lélegri þjónusu.
Því verð á olíu hefur hækkað á hverju ári, ásamt fleiri kostnaðurliðum.

En kostnaður við hreinsun stíga hefur rokið upp.

Það sem mér hefur alltaf fundist vanta í þessari umræðu er hvað margir einstaklingar nota gatnakerfið á viðkomandi stað á móti gangandi eða hjólandi.

Tökum t.d. meðfram Miklubraut eða Sæbrautinni.

En það er allt í sömu átt hjá þessum meirihluta, það er stöðugt verið að gera bíleigendum lífið erfiðara.

Sbr. nýjustu vendingar að lækka umferðarhraða á öllum götum í 30 til 40 km. Þetta eru sko breytingarnar sem Framsókn lofaði.

Hversu langt er í það að það verði gangandi einstaklingur að fara fyrir framan hverja bifreið með rauða veifu eins og var í upphafi bílaumferðar.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf urban » Mán 19. Des 2022 22:08

rapport skrifaði:
urban skrifaði:
rapport skrifaði:http://www.reykjavik.is/snjor

Það eru fleiri en níu tæki að moka...


Þá er spurning um að ein­ing­ar­stjóri vetr­arþjón­ustu hjá Reykja­vík­ur­borg sleppi því að fara með þá þvælu.
bein tilvitnun í hann er að það hafi verið 9 bílar og tæki að ryðja á laugardagsmorgun
Sem hlýtur náttúrulega að vera vitleysa, það bara getur ekki verið að þau hafi verið 9

En ef að það er vitleysa, þá er náttúrulega spurning um að yfirmaður þessarar þjónustu sé ekki að fara með vitleysu :)


Það fylgir ekki sögunni hvenær hann er spurður en hann sagði líka að bara tvö eða fjögur tæki hefðu verið í vinnu þessa nótt vegna hvíldartímaákvæða starfsfólks + að hafa þreytt og ósofið fólk að operera vinnuvélar er alltaf stupid.

Þannig ef þú setur þetta í samhengi þá segir hann fyrr þennan morgun að fjögur tæki séi í notkun, á þessum tímapunkti eru þau orðin níu... það er ekkert talað um heildarfjölda tækja í notkun.


Það vissulega fylgir ekki sögunni hvenær þetta var.
En hérna er önnur frétt um málið.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022 ... reykjavik/
Níu snjóruðnings­tæki voru á göt­um Reykja­vík­ur á laug­ar­dag og sunnu­dag, og þrett­án til viðbót­ar sinntu göngu- og reiðhjóla­stíg­um.


mér finnst ekki skrítið að það sé ófærð í hverfum og vandamál þarna ef að það eru ekki kölluð út fleiri tæki en 9 til þess að sinna öllu gatnakerfinu í reykjavík yfir helgina, það er í raun alveg fáránlega lág tala.


Þess má geta að í dag bætti borg­in held­ur í flot­ann og voru um 20 snjóruðnings­tæki á göt­um Reykja­vík­ur til viðbót­ar við þau 13 sem voru að ryðja stíg­ana.

20 finnst mér meirað segja líka lág tala fyrir 1200 km.

Sér í lagi þegar að km fjöldi hinna sveitarfélagana þarna er skoðaður (og mannsfjöldinn á bak við þau)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf appel » Þri 20. Des 2022 06:59

Á leið minni í vinnuna keyrði ég framhjá strætóskýlum.
Það sem kom mér á óvart var að það voru miklir snjótroðningar og snjóskaflar við þessi strætóskýli. Þarna hefur ekkert verið fjarlægt. Það er líka svona snjóruðningur milli götunnar og stéttarinnar þar sem fólk gengur inn í strætó (á sjálfri Miklubrautinni).

Þarna þarf bara flokkur manna með skóflur að fara á milli skýla og moka þannig frá að fólk komist inn og útúr vögnum án vandkvæða. 5 menn væru kannski 10 mín með eitt strætóskýli, svo keyrðu þeir að því næsta. Ekki flókið. En fókusinn ekki á þessu. Er ekki nóg af fólki að vinna hjá þessum sveitafélögum? Er ekki hægt að reka eitthvað af þessu skrifstofufólki út í bíla með skóflur? Segi svona.

Ég held að bílagötur og bílaplön séu almennt vel sköfuð. En einhvernveginn hefur fókusinn ekki verið á gangandi fólki, það hefur ekki verið hátt í forgangsröðinni. Held að þeir sem stjórna þessum málum séu bara ekkert að átta sig á að þetta þurfi, hugsi bara um gatnakerfið númer 1, 2 og 3.

Held að það þurfi smá vitundavakningu um þetta.
Síðast breytt af appel á Þri 20. Des 2022 07:00, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Tengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf rapport » Þri 20. Des 2022 10:42

Það er virkilega margt sem hægt er að bæta hjá Reykjavíkurborg og það er verið að reyna það.

En borgin er ekki að ná að halda í talent og viðhalda þekkingaruppbyggingu því að gagnrýni pólitíkusa og borgara er oft persónuleg, óvægin og einstaklega ófagleg.

Nú er verið að reyna byggja upp slíka innviði og þá koma lepja Samtök Iðnaðarinns upp einhverja pólitískar rangfærslur - https://www.si.is/frettasafn/si-gagnryn ... g-hardlega

Það fara gríðarlegir peningar og vinna í að viðhalda gegnsæi, tryggja rétta skjalavörslu og aðgang að gögnum og svara gríðarlegu magni fyrirspurna og kvartana bæði pólitíkusa, fyrirtækja, samtaka og íbúa.

Hvað ætli stjórnandi "snjómokstursdeildarinna"r hafi þurft að eyða miklum tíma í annað en að stjórna snjómokstri undanfarna viku?



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf appel » Þri 20. Des 2022 10:52

Heyrði að snjómokstursaðilarnir fá greitt þó það sé enginn snjómoksturs, væntanlega kallað einskonar "retainer" gjald, og fá þá greiddan bónus þegar það loksins snjóar.


Svo er spurning hvort það séu ekki einhver samlegðaráhrif með sorphirðudeildinni og snjómokstursdeildinni. Því sorphirða er stopp þegar allt er ófært og erfitt. Er þá ekki ráð að nota þá starfsmenn í snjómokstur einhvern?


*-*

Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf MatroX » Þri 20. Des 2022 12:22

appel skrifaði:Heyrði að snjómokstursaðilarnir fá greitt þó það sé enginn snjómoksturs, væntanlega kallað einskonar "retainer" gjald, og fá þá greiddan bónus þegar það loksins snjóar.


Svo er spurning hvort það séu ekki einhver samlegðaráhrif með sorphirðudeildinni og snjómokstursdeildinni. Því sorphirða er stopp þegar allt er ófært og erfitt. Er þá ekki ráð að nota þá starfsmenn í snjómokstur einhvern?


nei þeir fá greitt útaf þeir þurfa að vera með tækin öll tilbúin og hægt að hoppa upp í þau þegar það fer að snjóa, það er enginn að fara taka þetta að sér ef það er ekki þannig útaf tækin standa þegar það er ekki snjór og ekki hægt að nota þau í annað þar sem þau verða að vera 100% tilbúin ef það snjóar, þetta er búið að vera svona síðan ég veit ekki hvenær og hjá öllum þar á meðal vegagerðinni þar sem þú getur ekki ætlast til að fyrirtæki hafi tæki standandi og tapi á þeim

appel skrifaði:Á leið minni í vinnuna keyrði ég framhjá strætóskýlum.
Það sem kom mér á óvart var að það voru miklir snjótroðningar og snjóskaflar við þessi strætóskýli. Þarna hefur ekkert verið fjarlægt. Það er líka svona snjóruðningur milli götunnar og stéttarinnar þar sem fólk gengur inn í strætó (á sjálfri Miklubrautinni).

Þarna þarf bara flokkur manna með skóflur að fara á milli skýla og moka þannig frá að fólk komist inn og útúr vögnum án vandkvæða. 5 menn væru kannski 10 mín með eitt strætóskýli, svo keyrðu þeir að því næsta. Ekki flókið. En fókusinn ekki á þessu. Er ekki nóg af fólki að vinna hjá þessum sveitafélögum? Er ekki hægt að reka eitthvað af þessu skrifstofufólki út í bíla með skóflur? Segi svona.

Ég held að bílagötur og bílaplön séu almennt vel sköfuð. En einhvernveginn hefur fókusinn ekki verið á gangandi fólki, það hefur ekki verið hátt í forgangsröðinni. Held að þeir sem stjórna þessum málum séu bara ekkert að átta sig á að þetta þurfi, hugsi bara um gatnakerfið númer 1, 2 og 3.

Held að það þurfi smá vitundavakningu um þetta.


þetta er einfalt en fólk sem getur ekki sett sig i spor annara skilur ekki, þú hefur ekkert með það að gera í svona veðri að reyna halda stígum fyrir hjólandi og labbandi opnum, allt þröngt og tekur mun meiri vinnu, tíma og mannskap til að halda opnu en vegum, vegir skipta 100% meira máli en allt annað þegar veðrið er svona útaf þú þarft ekki strætóskýli eða hjólastíg til að koma sjúkrabílum eða öðrum neyðartækjum á milli staða, þessi gísla marteinn hugsunarháttur sem er kominn í borgina er orðinn alltof mikill......

ef þú sérð í alvöru ekki að gatnakerfið sé númer 1,2 og 3 þá er eitthvað að sorry


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 341
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf oliuntitled » Þri 20. Des 2022 12:23

appel skrifaði:Heyrði að snjómokstursaðilarnir fá greitt þó það sé enginn snjómoksturs, væntanlega kallað einskonar "retainer" gjald, og fá þá greiddan bónus þegar það loksins snjóar.


Svo er spurning hvort það séu ekki einhver samlegðaráhrif með sorphirðudeildinni og snjómokstursdeildinni. Því sorphirða er stopp þegar allt er ófært og erfitt. Er þá ekki ráð að nota þá starfsmenn í snjómokstur einhvern?



Þeir eru ráðnir til sorphirðu ekki snjómoksturs, ég yrði ekki hamingjusamur ef minn yfirmaður myndi mæta til mín með skóflu og senda mig út að moka fyrir framan skrifstofuna.

Hvað varð um það sem kallaðist bæjarvinnan í gamla daga ? eru þannig vinnuflokkar ekki lengur í gangi á hverfastöðvum og slíku ? þeir eru ráðnir til að fegra og viðhalda hverfum og gætu því verið nýttir í svona verkefni.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf urban » Þri 20. Des 2022 13:11

appel skrifaði:Heyrði að snjómokstursaðilarnir fá greitt þó það sé enginn snjómoksturs, væntanlega kallað einskonar "retainer" gjald, og fá þá greiddan bónus þegar það loksins snjóar.


Svo er spurning hvort það séu ekki einhver samlegðaráhrif með sorphirðudeildinni og snjómokstursdeildinni. Því sorphirða er stopp þegar allt er ófært og erfitt. Er þá ekki ráð að nota þá starfsmenn í snjómokstur einhvern?


Nú vinn ég á skotbómulyftara, vill þannig til að hann er nýr og ég veit að hann kostaði ca 13 milljónir, þetta tæki er notað til vinnu sem að tengist snjómokstri akkúrat ekki neitt, við mokum vissulega fyrir okkur þegar að við þurfum, en tækið er annars tilbúið til vinnu í fyrirtækinu sem að ég vinn hjá.

Myndir þú vilja láta 13 milljóna króna tæki standa ónotað tilbúið til vinnu og fá ekkert borgað fyrir það ?
Vinnan mín nefnilega gengur fyrir, alveg sama þó svo að það þurfi að moka snjó uppí bæ, þá get ég unnið á tækinu mína vinnu.
EF að þetta tæki ætti að vera notað til snjómoksturs, þá þyrfti fyrirtækið að eiga annan til að nota til vinnu og vera með annan mann til að vinna á því tæki.
Flest tæki sem að notuð eru til snjómoksturs eru þó mun stærri og dýrari en þessi skotbómulyftari sem að ég vinn á, ætli það séu ekki 15 - 30 milljóna tæki.

Eðlilega þarf að greiða mönnum fyrir að hafa tæki og fólk tilbúið til snjómoksturs þegar að það snjóar, vegna þess að annars væru þessi tæki og þessir menn bara í öðrum störfum.

Þetta með ruslið og snjómoksturinn, eiga þeir þá að moka eina götu, sækja svo ruslabílinn og hirða rulsið þar og moka svo næstu götu ?
Eða ætti bara að vera að moka fram að jólum og sækja ruslið einhvern tíman seinna ?
Eitthvað myndi heyrast í fólki ef að það væri ekki tæmt fyrir jól.

Það þarf einfaldlega að vera fólk í báðum störfum, vegna þess að um leið og það er hægt að sækja í einhverri götu, þá þarf líka að vera hægt að moka í hinu hverfinu.
Síðast breytt af urban á Þri 20. Des 2022 13:12, breytt samtals 1 sinni.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Uncredible
Nörd
Póstar: 135
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf Uncredible » Þri 20. Des 2022 13:56

Skil bara ekki afhverju fólkið sem vinnur í sundlaugunum var ekki ræst út til að fara hjálpa Veitum að lagfæra dælurnar eða hvað esm nú bilaði þarna hjá þeim á Hellisheiðinni bara skil það ekki.

Og hvenær ætla þeir að setja Reykjanesbrautina í stokk svo að þetta gerist nú ekki aftur?!



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2581
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Ótengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf Moldvarpan » Þri 20. Des 2022 14:45

Þetta ástand tekur á geðheilsuna, það er ekki nokkur spurning.

En það er alltaf stíf krafa um sparnað allsstaðar og því kannski eðlilegt að þetta taki aðeins lengri tíma.
Ég man ekki eftir öðru samskonar frost roki og er núna. Þetta eru búnir að vera alveg skelfilegir dagar veðurlega séð.

En þá reynir á þrautseigjuna og útsjónarsemina. Það verður skaplegt veður núna frá fimmtudegi fram yfir annan í jólum, þá kemur önnur lægð :happy2




mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf mikkimás » Þri 20. Des 2022 14:54

Moldvarpan skrifaði:Þetta ástand tekur á geðheilsuna, það er ekki nokkur spurning.

En það er alltaf stíf krafa um sparnað allsstaðar og því kannski eðlilegt að þetta taki aðeins lengri tíma.
Ég man ekki eftir öðru samskonar frost roki og er núna. Þetta eru búnir að vera alveg skelfilegir dagar veðurlega séð.

En þá reynir á þrautseigjuna og útsjónarsemina. Það verður skaplegt veður núna frá fimmtudegi fram yfir annan í jólum, þá kemur önnur lægð :happy2


Ég man vel eftir frostroki á undanförnum árum, bara ekki jafn langivinnu og hefur verið.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf appel » Þri 20. Des 2022 16:25

Já, það er doldið einsog við séum enn að læra að búa á þessu landi.


*-*


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf Tbot » Mið 21. Des 2022 16:10

Held að þetta segi ansi mikið um ástandið hjá Reykjavíkurborg.

https://www.dv.is/frettir/2022/12/21/gu ... tbraedrum/

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022 ... reykjavik/


Spurning hvort rapport geti ekki fengið sæti í þessari stýrinefnd Alexöndru.
Verður ábyggilega flott samsafn af þið vitið hverju. (Má ekki segja Guðjón gæti fengið kæru á sig).
Síðast breytt af Tbot á Mið 21. Des 2022 16:11, breytt samtals 1 sinni.




Peacock12
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf Peacock12 » Fim 22. Des 2022 10:22

Get ekki tekið undir að götur virðist fá einhvern forgang umfram göngustíga. Hér var helsti göngustígurinn ruddur amk degi áður en gatan var rudd. Nokkuð kómískt samt: 500 metra göngustígur vel ruddur, en á sitt hvorum enda staflar af snjó, og hvorki hægt að komast að eða frá nema kljúfa óruddar gangstéttir eða götur. Datt helst í hug að þetta væri flugbraut fyrir sjúkraflug, því ekki komust neyðarbílar inn götuna mína. Og nei – ég er ekki að tala um stuttan botnlanga með nokkrum húsum. Búa sennilega fleiri við götuna mína en mörgum þorpum á landsbyggðinni.

Í hverfinu mínu fengu stofnbrautir forgang, en jafnvel þótt ég hefði klofað skaflana (hvort heldur eftir götunni eða göngustig) að næsta strætóskýli hefði það dugað stutt því strætó hætti að ganga um tíma vegna færðar. Þetta er leiðinlega algengt og ég hef amk 2 lent í að vera fastur í vinnu í Miðbæ vegna þess að strætóleiðirnar í hverfið mitt hætta, og þegar það gerist er leiðin ALVEG hætt. Það er t.d. ekki farið frá Lækjartorgi að Mjódd eða Ártún heldur bara er leiðin í heild lögð af. Þetta er ein af ástæðunum fyrir að ég gafst upp á að nota strætó.

Í fyrra sá verktaki um göngustigana. Hann mátti alveg eiga það að hann kom reglulega og á einhverjum smátraktor með sköfu. Nema hvað skafan var alltaf stillt á 40 sm frá yfirborði, þannig að hann skildi eftir sig 2 gróf hjólför og hrygg í miðjunni. Eina góða við þetta var að eftir viku eða svo var búið að þjappa hrygginn þannig að var hægt að labba á honum.

Sennilega er það besta sem hefur gerst fyrir gatnakerfið, umferð og umhverfið það hvað margir geta unnið heima eftir Covid. Bæði vinnuveitendur og starfsmenn búnir að átta sig á að það gangi, og ég t.d. fer ekki í umferðina nema kannski 1-2 í hverri viku. Er ekki stefnt að því að 5% þeirra sem fari í umferðina noti strætó, og ef við náum svipuðu með því að 5% geti unnið heima þá er það ódýr árangur.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2581
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Ótengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf Moldvarpan » Fim 22. Des 2022 11:23

Hvernig hefur batterís endingin verið hjá ykkur á rafmagnsbílnunum í þessum frost hörkum? -5 niðrí -15 ?



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2581
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Ótengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf Moldvarpan » Fim 22. Des 2022 13:09

Engar hetjusögur af þeim núna?




kelirina
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Fim 03. Sep 2009 12:48
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf kelirina » Fim 22. Des 2022 13:37

Moldvarpan skrifaði:Engar hetjusögur af þeim núna?


Ég á nú bæði jarðefna og rafmangsbíl.

Jarðefnabíllinn á það til að vera erfiður í gang og dýrt að kaupa eldsneytið á gripinn en marga aðra kosti s.s. drægnin nánast óbreytt miðað við sumarnotkunina.

Rafmagnsbíllinn heitur á morgnana og ekkert vandamál að ræsa hann en ef ætlunin er að blasta miðstöðina i botn og aka í þessum kulda er drægnin búin að minnka um allt að 40-80km og stundum jafnvel meira miðað við sumardrægnina.

Aðalkosturinn við rafmangsbílinn er að þetta er eins og skiðdreki í færðinni þrátt fyrir að vera einungis afturhjóladrifsbíll.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Tengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf rapport » Fim 22. Des 2022 13:50

Tbot skrifaði:Held að þetta segi ansi mikið um ástandið hjá Reykjavíkurborg.

https://www.dv.is/frettir/2022/12/21/gu ... tbraedrum/

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022 ... reykjavik/


Spurning hvort rapport geti ekki fengið sæti í þessari stýrinefnd Alexöndru.
Verður ábyggilega flott samsafn af þið vitið hverju. (Má ekki segja Guðjón gæti fengið kæru á sig).


Margur heldur mig sig.

Ég bý í ystu götu borgarinnar og í götunni bakvið hjá mér, sem er líklega 500m eru þrjár 50-60 bíla bílageymslur sem keyra út í götuna + um 100-150 bílastæði í götunni til viðbótar (við önnur hús og almenningsstæði).

Blessunarlega erum við á tveim bílum og annar nokkuð hár, annars færum við ekki neitt.. og þannig er staðan enn þegar þetta er skrifað.

Ég er alveg sammála því að það gangi illa að skafa hjá Reykjavíkurborg.

Ég bara lít ekki á það sem svo að verið sé að brjóta gegn mannréttindum eða stjórnarskrá. Þetta er bara snjór og smá ófærð.

Það eru 200m í næstu strætóstoppustöð og ég á föt til að fara út í kuldann eða get pantað leigubíl, verslað heimsent af Krónunni ofl. ofl.


Og við rólegu týpurnar, við erum ekki líklegar að fara kæra einn eða neinn, það eru "snjókornin" sem eru með allt á hornum sér og búa til drama úr öllu... Ófærð season 3 virðist komið í hús.




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Snjómokstur og göngustígar

Pósturaf blitz » Fim 22. Des 2022 13:58

Fór út að hlaupa kl 07:30 á laugardag, búið að moka nokkra lykilgöngustíga í hverfinu. Sama dag var búið að moka botnlangan hjá mér upp úr 10:30. Það var svo grafa hérna í gær að moka götuna í annað sinn til að færa til snjó o.fl.

Hjólaði úr 201 -> 101 á mánudaginn - viðunandi færi á stofnstígum (það sem er í fyrsta forgangi)

Er í Kópavogi - flutti hingað 2015 og hef ekki skynjað annað en að vetrarþjónusta (götur og stígar) sé almennt mjög góð.
Síðast breytt af blitz á Fim 22. Des 2022 13:59, breytt samtals 1 sinni.


PS4