Pósturaf Henjo » Þri 01. Nóv 2022 19:11
Akkúrat. Við þurfum að viðhalda og passa uppá tækinn okkar betur, krefjast þess að þau séu betur framleitt með lengri ábyrgðatíma. Gera það þannig að það sé mjög auðvelt að gera við þau (eins og er núna, er nánast ómögulegt fyrir notanda að gera við mörg rafæki).
Nota þau lengur og já viðhalda þeim, veit ekki hversu oft ég hef verið beðin um að kíkja á "bilaða" ryksugu hjá eitthv og eina vandamálið er haribo nammi sem er að stífla hana.
síðan er líka samfélagið, að höfuðborgarsvæðið hefur nánast verið byggt upp nánast bara fyrir einkabíllinn er algjörlega sorglegt. t.d. mörg húsnæði búðir og annað sem er ekki einusinni tengt við gangstéttirnar útá götu, bara stórt bílastæði. Að allir eiga keyra um á tveggja tonna faratæki á hverjum degi útum allt er bara klikkun. Og síðan á það að koma á óvart að helmingurinn að þjóðinni eru offituskjúklingar og með alvarleg heilbrigðisvandamál?
Ríkið og sveitafélöginn tala endalaust um umhverfismál og hvað þetta er allt mikilvgæt, en eru síðan rosalega duglegir að hafa skipulagið á þann hátt að búðir og annað mynda kjarna á eitthv absúrd stað. T.d. grandi þar sem bónus, krónan og nettó er allt á sama punktinum. eða skeifan með hagkaup, bónus og krónuna. í staðinn fyrir að hafa þetta allt dreift og leyfa fólki að rölta útí búð frá heimilinu sínu þá er þett allt hannað frá grunni ekki fyrir fólk, heldur risastór mengandi faratæki.
þetta er ótrúlega stórt og mikið vandamál með loftlasgs og umhverfismál, en sumar lausnirnar við því eru kannski ekki eins flókinn; minnka neyslu, kaupa minna, vinna minna og njóta meira. það er t.d. ákveðið fólk í pólítík sem tengir neyslu við lífsgæði, slíkur hugsunarháttur er að mínu mati hræðilegur.
Síðast breytt af
Henjo á Þri 01. Nóv 2022 19:12, breytt samtals 1 sinni.