Síðustu forvöð að kaupa sér high-end sjónvarp?

Allt utan efnis
Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 689
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Síðustu forvöð að kaupa sér high-end sjónvarp?

Pósturaf Henjo » Þri 01. Nóv 2022 16:02

rapport skrifaði:Eftir situr að orka og auðlindir á jörðinni eru svo takmörkuð að það verður að gera fáránlegustu hluti til að reyna tryggja sem besta nýtingu þeirra.

ESB forgangsraðar umhverfinu og nýtingu umfram þægindi og vinsældir.

Það er ljóst að engin önnur lönd eru að fara keyra þessa þróun áfram í rétta átt...


En.. en.. ryksugan mín getur ekki ryksugað nógu vel, og skjákortið mitt má kannski í framtíðinni ekki nota 400w power og og myndgæðin í sjónvarpinu mínu munu kannski ekki verða betri... hvernig á ég hugsanlega lifa slíku lífi?!



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Síðustu forvöð að kaupa sér high-end sjónvarp?

Pósturaf appel » Þri 01. Nóv 2022 18:24

Oftast er vandamálið með ryksugur að rykpokinn í henni er orðinn fullur og þá er ekkert loftflæði í gegn. Svo þarf jú að þrífa hana og skipta um filtera og svona, margir gera aldrei neitt slíkt.

En ég man þegar ég keypti mér nýjan flottan örbylgjuofn. En hann reyndist algjörlega gagnslaus þar sem hann gat ekki einu sinni poppað örbylgjupopp. Stundum þurfa hlutir bara ákveðinn fjölda af wöttum til að virka rétt.

En jú það eru margir hlutir sem geta verið meira orkusparandi, og svo eru til tilgangslaus raftæki, t.d. þurrkarar eru tilgangslausir, nota mikla orku. Þeir stytta bara tímann sem tekur fyrir fatnað að þorna, en gríðarlega mikil orka fer í það. Betra bara að hengja upp, kostar núll orku.

Svo er merkilegt hvað þessir bílar eru stórir og þungir, oftast bara til að flytja eina manneskju til og frá vinnu. Ímyndið ykkur orkusóunina, mengun og allt tengt þessum einkabíl, frá námugröfti til förgunar. Það væri hægt að hanna miklu einfaldara farartæki, léttara, og með miklu minna fótspor heldur en nútíma einkabíll. En það virðist ekki vera pælt mikið í því, að endurhanna þessi farartæki. Afhverju þurfa allir bílar að vera með sæti fyrir 5 manns? Makes no sense.


*-*

Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 689
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Síðustu forvöð að kaupa sér high-end sjónvarp?

Pósturaf Henjo » Þri 01. Nóv 2022 19:11

Akkúrat. Við þurfum að viðhalda og passa uppá tækinn okkar betur, krefjast þess að þau séu betur framleitt með lengri ábyrgðatíma. Gera það þannig að það sé mjög auðvelt að gera við þau (eins og er núna, er nánast ómögulegt fyrir notanda að gera við mörg rafæki).

Nota þau lengur og já viðhalda þeim, veit ekki hversu oft ég hef verið beðin um að kíkja á "bilaða" ryksugu hjá eitthv og eina vandamálið er haribo nammi sem er að stífla hana.

síðan er líka samfélagið, að höfuðborgarsvæðið hefur nánast verið byggt upp nánast bara fyrir einkabíllinn er algjörlega sorglegt. t.d. mörg húsnæði búðir og annað sem er ekki einusinni tengt við gangstéttirnar útá götu, bara stórt bílastæði. Að allir eiga keyra um á tveggja tonna faratæki á hverjum degi útum allt er bara klikkun. Og síðan á það að koma á óvart að helmingurinn að þjóðinni eru offituskjúklingar og með alvarleg heilbrigðisvandamál?

Ríkið og sveitafélöginn tala endalaust um umhverfismál og hvað þetta er allt mikilvgæt, en eru síðan rosalega duglegir að hafa skipulagið á þann hátt að búðir og annað mynda kjarna á eitthv absúrd stað. T.d. grandi þar sem bónus, krónan og nettó er allt á sama punktinum. eða skeifan með hagkaup, bónus og krónuna. í staðinn fyrir að hafa þetta allt dreift og leyfa fólki að rölta útí búð frá heimilinu sínu þá er þett allt hannað frá grunni ekki fyrir fólk, heldur risastór mengandi faratæki.

þetta er ótrúlega stórt og mikið vandamál með loftlasgs og umhverfismál, en sumar lausnirnar við því eru kannski ekki eins flókinn; minnka neyslu, kaupa minna, vinna minna og njóta meira. það er t.d. ákveðið fólk í pólítík sem tengir neyslu við lífsgæði, slíkur hugsunarháttur er að mínu mati hræðilegur.
Síðast breytt af Henjo á Þri 01. Nóv 2022 19:12, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Síðustu forvöð að kaupa sér high-end sjónvarp?

Pósturaf Minuz1 » Þri 01. Nóv 2022 20:53

GuðjónR skrifaði:Forræðishyggjan „next level“...
Næst verður það kjöt og grænmeti...
Búið ykkur undir kakkalakka, orma og aðra ljúffenga rétti.



Það er búið að banna sölu á skordýrum til manneldis á Íslandi, frá 2015

Getur lesið frétt um það hér:
https://www.visir.is/g/2017170309199

Linkur í lögin:
https://www.reglugerd.is/reglugerdir/ef ... /0990-2015


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það