Netbanki sem er að bjóða töluvert hærri vexti en allir aðrir.
Þetta hlítur að vera viðskiptamódel sem virkar.
Aðrir bankar hafa aldrei gert þetta áður NEMA til að reyna skaffa sér pening því þeir voru farnir að berjast í bökkum.
Kvika/Gamma lánaði Stoðum 1000 milljónir og fékk 150 milljónir í sinn hlut upp í kostnað -
https://viljinn.is/vidskipti/segir-skam ... neydarlan/Þessi samsuða af fasteignafélögum og fjárfestingabanka er mjög tæp m.v. að 2/3 af öllum nýjum íbúðum í miðbænum (18 milljarðar) eru óseldar.
Ef þetta eru 350 íbúðir sem eru fjármagnaðar á 3,5% vöxtum þá er kostnaðurinn við vexti = ein íbúð á mánuði.
Ef meðal sölutími er kominn yfir 12 mánuði, þá er "break even" punkturinn að selja þessar 350 íbúðir strax á verði c.a. 330 íbúða.
Það er dýrt að bíða og vextir eru ekki eini kostnaðurinn, það eru líka fasteignagjöld, hiti og rafmagn o.þ.h. jafnvel bætist við viðhald og viðgerðir vegna galla sem ágerast þegar enginn býr í húsunum.