Cascade skrifaði:urban skrifaði:
Já þetta er allt gott og blessað, ég skil alveg útreikninginn sem að þú ert að koma frá þér.
En málið er að með óverðtryggðalánið geturu tekið með föstum vöxtum til allavega 5 ára jafnvel út lánstímann.
Með verðtryggða lánið í 18% verðbólgu ertu að bæta helvíti mikið á lánið, þú ert semsagt að bjarga þér hugsanlega þegar að það kemur, en það er ekki einsog þessi 18% verðbólga bara hverfi, þetta bætist allt á lánið hjá þér og gerir árin seinna bara ennþá erfiðari.
Það er einhver ástæða fyrir því að fólk hefur viljað losna við verðtrygginguna.
Mér persónulega finnst dæmið hjá isr og g0tlife segja allt sem að segja þarf.
Annar lækkaði lánið sitt um 7 millur á 6 árum með afborgunum á meðan að hinn borgaði af því í 9 ár og það hækkaði um 7 millur.
Segujum að munur á afborgun á verðtryggðu og óverðtryggðu sé 100þús á mánuði (Þægileg tala, og getur mjög oft verið svo há). Á 8 árum er það 8.4 milljónir.
Það er semsagt 8.4milljónir sem greiðast aukalega inn á óverðtryggða lánið, fyrir utan allt sem sparast í vexti, þar sem höfuðstóllinn hefur lækkað.
Svo hrópar fólk halelúja fyrir óverðtryggðu, eins og það sé ástæðan. Nei, fólkið borgaði einfaldlega miklu meira á mánuði og er af þeim sökum að njóta lækkunar á höfuðstól.
Annars varðandi lengd á föstum vöxtum, þá er það lengsta sem ég hef séð er 5 ár, sem er full stutt tímabil fyrir fasteignalán.
Eins og ég túlka þetta, þá eru sérfræðingar sem vinna hjá þessum stofnunum sem ákvarða hvaða föstu vexti þeir bjóða upp á, og þeir svo sannarlega vilja græða á því.
Svo í raun ertu að taka veðmál við þessa sérfræðinga um að þetta endi á að vera ódýara en að hafa breytilega vexti
Ég er annars smá litaður af þessu.
Ég tók óverðtryggt lán með 5 ára föstum vöxtum árið 2014. Þá voru þeir 7.7% (lægsta sem var til þá). Eftir 2 ár voru þessir vextir komnir niður í 5.7% og mínir vextir voru áfram 7.7%. Til að bæta gráu ofan á svart þá var 1% uppgreiðslugjald á þessu, eingöngu útaf því að þetta voru fastir vextir.
En það svosem skipti engu máli, það sem skipti raunverulega máli þar að ég kom mér inn á fasteignamarkaðinn á heldur betur góðum tíma. Fasteignaverð síðan þá hefur heldur betur tekið mikinn kipp. Svo ég er bara ánægður með að hafa tekið stökkið þarna
Árið 2016 tek ég svo verðtryggt lán með breytilegum vöxtum. Síðan þá hafa mínir vextir lækkað um sirka 0.7%. Í þessum útreikningi munar alveg svakalega mikið um þessi brot af prósenti.
Mér finnst þetta góður punktur með að greiða inn á lánið "hækkun höfuðstóls". Þannig enda verðtryggð lán töluvert hagstæðari - háð því að vera með engar kvaðir á uppgreiðslu. Þá endar veðmálið nákvæmlega eins og þú segir á að snúast um verðbólgu til 5 ára í raun.
Varðandi að 5 ár sé full stutt tímabil fyrir fasteignalán, þá er ég ekki viss um að ég sé sammála því. Það þarf hinsvegar hver og einn að horfa rosalega mikið á akkúrat þennan punkt - hvað er lánið mitt til langs tíma og velja sér það sem hámarkar eignarmyndum á þeim tíma. Allt of margir sem eru að stíga fyrstu skref á fasteignamarkaði og eru að kaupa sér eign sem er aldrei að fara að endast þeim meira en 5 ár hegða sér og taka ákvarðanir eins og þeir verði með sama lán næstu 40 árin.
Ég keypti mína fyrstu eign fyrir 4 árum, er núna að flytja í næstu eign, ofan á það er ég búinn að endurfjármagna á síðustu 4 árum. Ég býst við að búa á nýja staðnum í 5-10 ár og finnst ekkert ólíklegt ég endurfjármagni á þeim tíma. Í mínu tilfelli eru því 5 ár bara væntur líftími láns og óþarfi að vera að horfa eitthvað lengra. Jafnframt er lánið tekið til 10 ára þannig það endist amk aldrei lengur en það þá.