Finnur þyrlan síma án SIM korts?

Allt utan efnis

Höfundur
Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?

Pósturaf Hizzman » Fös 09. Des 2016 09:52

Snorrmund skrifaði:
Sæll. Við sendum þér hér með svar frá okkar sérfræðing í málinu. GSM leitarkerfi LHG getur staðsett síma þó hann hafi ekki SIM kort. Það takmarkar hins vegar möguleika áhafnarinnar að hafa samband við viðkomandi þar sem ekki er hægt að senda SMS skilaboð beint á símann og ekki er hægt að hringja til baka í hann ef samband rofnar. Símtalið þarf s.s. alltaf að hefjast í símtækinu. Og þeir símar sem við höfum skoðað eru þannig að ekki er hægt að senda SMS úr þeim nema með SIM korti.

Að auki er rétt að nefna að leit miðast að jafnaði við símanúmer þess týnda og kerfið er sett upp til að einbeita sér að honum sérstaklega. Þetta ferli lágmarkar áhrif leitar á aðra síma sem hugsanlega ná merki þyrlunnar og hjálpar áhöfninni við að greina týnda einstaklinginn frá öðrum sem varða ekki leitina.

Loks er vert að minnast á að leitarkerfið notast við 2G samband við símann. Það er því ástæða til að forðast að stilla síma með þeim hætti að þeir séu fastsettir á að nota aðeins 3G eða 4G (LTE) net sé ferðast utan alfaraleiðar.


Ég var einmitt að forvitnast með þetta eftir útkallið á egs um daginn. Hérna er svarið sem kom við minni fyrirspurn til LHG. Annars finnst mér reyndar neyðar sendir þó hann sé sniðugur kannski ekki nauðsynlegur samt. gps, sími vara rafhlöður og auðvitað átta vití og kunnátta á þetta allt saman er mun mikilvægari.


Takk, frábært að fá upplýsingar beint frá LHG.

Sem sagt, ef aukasími er tekinn með í öryggisskini, þarf að passa að mögulegt sé að ná SIM kortinu úr aðalsímanum, bréfaklemma bætist á listann.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?

Pósturaf urban » Fös 09. Des 2016 10:41

Hizzman skrifaði:Takk, frábært að fá upplýsingar beint frá LHG.

Sem sagt, ef aukasími er tekinn með í öryggisskini, þarf að passa að mögulegt sé að ná SIM kortinu úr aðalsímanum, bréfaklemma bætist á listann.


Farðu og splæstu frekar í ódýrasta simkortið sem að þú færð með inneign.
Láttu síðan bara einhvern hafa það númer, vitandi að því verði aldrei svarað.

Kostar þig semsagt ca 1000 - 2000 krónur og þú hendir inneign á það aftur eftir 6 mánuði og hringir eitt símtal í millitíðinni (ágætt t.d. þegar að pakkað er í tösku)
Þá er síminn kominn með númer sem að hægt er að leita af fyrir svo gott sem engan kostnað.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?

Pósturaf dori » Fös 09. Des 2016 11:12

urban skrifaði:
Hizzman skrifaði:Takk, frábært að fá upplýsingar beint frá LHG.

Sem sagt, ef aukasími er tekinn með í öryggisskini, þarf að passa að mögulegt sé að ná SIM kortinu úr aðalsímanum, bréfaklemma bætist á listann.


Farðu og splæstu frekar í ódýrasta simkortið sem að þú færð með inneign.
Láttu síðan bara einhvern hafa það númer, vitandi að því verði aldrei svarað.

Kostar þig semsagt ca 1000 - 2000 krónur og þú hendir inneign á það aftur eftir 6 mánuði og hringir eitt símtal í millitíðinni (ágætt t.d. þegar að pakkað er í tösku)
Þá er síminn kominn með númer sem að hægt er að leita af fyrir svo gott sem engan kostnað.
Þetta klárlega. Annars getur verið ferlegt vesen að láta nano sim kortið úr nýja fína símanum þínum passa í mini sim slottið í gamla Nokia (eða hvað sem er). Það er hægt að fá svona "adapter" en þá ertu kominn með enn annan lítinn hlut sem þarf að passa uppá og nota til að skipta á milli í væntanlega suboptimal aðstæðum.




Höfundur
Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?

Pósturaf Hizzman » Fös 09. Des 2016 11:25

það er líka hugmynd, ef það er að safnast inneign sem nýtist ekki, að hringja í söfnunnarnúmer fyrir eitthvert gott málefni. Eru björgunnarsveitirnar etv með þannig númer?