Tölvutek = Noobs, röfl.

Allt utan efnis
Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek = Noobs, röfl.

Pósturaf roadwarrior » Fim 14. Ágú 2014 18:48

Er ekki málið að á ákveðnum tímapunkti detta svona verslanir úr því að verða litlar sérverslanir fyrir "nördana" og yfir í að verða stórmarkaðir. Verslun eins og Tölvutek gengur á viðskiftavinum sem koma inn og biðja um ferðatölvu til að geta farið á netið og skrifað í Word. Til að selja svona "basic" vöru er nóg að hafa einhvern sem getur "bullað" mátulega mikið í viðskiftavininum og selt honum einhverja vél. Þegar þessum tímapunkti er náð hverfa "nördarinir" úr sölumannahópnum og viðskiftamannahópnum og við taka einstaklingar sem fá dagskipun um að "selja sem mest af þessari týpu, hvað sem tautar og raular vegna þess að það er svo mikið til af henni" sama þótt viðskiftavinurinn hafi ekkert með einhverja ofurvél að gera. Svona verslanir keyra á bæklingum sem eru sendir heim um lúguna, dagblaðaauglýsingum og svo frv. Auglýsingar sem eru meira til að ná athygli heldur en að vera með nákvæmar upplýsingar, td, "ÞESSI VÉL ER FRÁBÆR Í SKÓLANN" og svo lítið meira. Í þessan flokk falla verslanir eins og Elko, Tölvulistinn og Tölvutek. Til allrar hamingju eru enþá til verslanir sem keyra á hugmyndinni að vera ekki of stórar og reyna að veita persónulega þjónustu með starfsmenn sem hafa vit á því sem þeir eru að gera.

Svo er alltaf spurning hvað svona verslanir endast lengi samanber BT sáluga og oftast enda þær á að verða partur af stærra batterí td Tölvulistinn og Heimilistæki.




Skippó
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Mið 17. Apr 2013 18:01
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek = Noobs, röfl.

Pósturaf Skippó » Fös 15. Ágú 2014 08:02

Ég hef nokkrum sinnum átt í viðskiptum við Tölvutek.

Í eitt skiptið var ég að kaupa mér skjá hjá þeim og já ég pantaði hann en svo kom í ljós að hann væri ekki lengur til, þannig að þeir buðu mér "betri" skjá á 2000 króna afslætti þannig að hann var 8000 krónum dýrari en hinn sem að ég pantaði þar sem að ég þurfit skjá sem fyrst þá tók ég þessu "tilboði". Svo seinna meir skoða ég hvað skjárinn sem að ég keypti kostaði og já hann kostaði ekki nema 38.000 krónur sem var nákvæmlega það sem að ég borgaði fyrir hann á svokölluðum "afslætti".

En svo núna fyrir bara 2 dögum ákvað ég að panta mér nýjann stól og leist svolítið vel á þessa sem þeir eru ný byjraðir með í sölu en svo var ég ekki alveg viss hvað ég myndi borga í sendingarkostnað þar sem að stóllinn vegur 15Kg en stendur að "allt að 10Kg, eftir það tekur gjald póstsins við" eða eitthvað álika en ég ákvað bara að henda mér á hann. Þar sem að ég er á næturvöktum að þá missti ég af því að þeir reyndu að hringja í mig og sá svo sms frá þeim þar sem stóð "Leikjastólinn þinn er yfir 10Kg og verður því sentur með Landflutningum án auka kostnaðar" þannig að ég borgaði ekki nema 500kr í sendingarkostnað í stað 3000kr.

Myndi þá kannski segja að ég standi á núlli varðandi þá.


Intel i7 7700k, Gigabyte G1 Gaming GTX1070, 2x8 gb DDR4, PRIME Z270-K, Thermaltake 730W 80 Plus, Fractal Design Define R5.


playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 74
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek = Noobs, röfl.

Pósturaf playman » Fös 15. Ágú 2014 10:55

Ef ég ætti að segja eitthvað hérna þá hef ég ekkert annað en frábærar sögur af þeim að segja, allaveganna hérna á Akureyri en jújú maður hefur
heyrt af fólki útí bæ að það hafi lent í veseni með þá og eitthvað þannig, ekkert stór alvarlegt, en yfirleitt er það vegna miskilnings kúnna.
Allaveganna hefur mér alltaf verið tekið með opnum örmum þarna og þeir alltaf viljað gera allt sem þeir geta gert fyrir mig, alltaf fengið topp
þjónustu hjá þeim.
Þegar að ég hef verið að versla hjá þeim þá hef ég aldrey lent á neinum sem hefur ekki vitað allaveganna grunnþekkingu á tölvubúnaði, þá
er ég að tala um eins og þekkja rafmagns tenginn hvaða snúrur eru hvað og allt það, nú ef ég er erfiður og byð um eitthvað sem annað
hvort er ekki til eða þeir eru ekki alveg vissir um hvað það sem ég er að byðja um þá hafa þeir alltaf spurt annan starfsmann eða googlað það fyrir mig.

Þannig að já, ég hef ekkert annað en frábærar sögur af þeim að segja.

PS.
Þarf nú varla að taka það fram að ég tengist þeim ekki á nokkurn hátt nema að því
leiti að ég er viðskipta vinur þeirra.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 725
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 42
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek = Noobs, röfl.

Pósturaf gRIMwORLD » Fös 15. Ágú 2014 11:06

Svona til að svara fyrsta ræðumanni þá eiga velflestar verslanir við það vandamál að stríða að á einhverjum tímapunkti fær viðskiptavinur að bíða að óþörfu eftir nkl engum upplýsingum. Án efa mega verslanir vera með betur þjálfað starfsfólk í vinnu. Mér finnst betra að heyra "hinkraðu aðeins fyrir mig, ég þekki þetta ekki nægilega vel sjálfur" í staðinn fyrir "hmm já andartak". Hef alveg lent í því fyrir löngu að fara með prentborða í verslun og spyrja hvort þeir eigi slíkt til og fengið til baka...."er þetta svona prentthingy?" Man enn hvað ég varð pirraður þegar ég heyrði það en með tíð og tíma þá hef ég komist að því að ég vil frekar heyra að starfsmaður eigi eftir að kynna sér hlutina heldur en að hann bulli einhverja tóma steypu og eyði bæði mínum tíma og hans. Bottom line, verslanir mega ekki gleyma að mennta starfsmenn í starfi en þangað til þá eru einfaldar samskiptareglur sem hægt er að hafa í huga til að komast í gegnum samtöl þar sem viðskiptavinur er greinilega með fyrirspurn sem er fyrir ofan þekkingarsvið viðkomandi starfsmanns.


IBM PS/2 8086

Skjámynd

Höfundur
inservible
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 322
Skráði sig: Mán 13. Sep 2010 11:04
Reputation: 8
Staðsetning: Jörðin
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek = Noobs, röfl.

Pósturaf inservible » Fös 15. Ágú 2014 11:19

Vitiði hvort að fleiri verslanir séu með þetta tryggingar scam í gangi eins og tölvutek? Sá strák kaupa skjá á undan mér og hann var plattaður til að kaupa 3 ára tryggingu á tæp 8.000kr. Þannig að hann borgaði í raun 8.000kr fyrir 1 auka ár. Betra væri nú að geyma það cash í annan skjá eftir 2 ár ef þessi 35-40.000kr. væri dauður. Ég kalla þetta scam og þetta ætti að vera bannað.




TraustiSig
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 12:46
Reputation: 4
Staðsetning: Now back to the bottom
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek = Noobs, röfl.

Pósturaf TraustiSig » Fös 15. Ágú 2014 13:53

inservible skrifaði:Vitiði hvort að fleiri verslanir séu með þetta tryggingar scam í gangi eins og tölvutek? Sá strák kaupa skjá á undan mér og hann var plattaður til að kaupa 3 ára tryggingu á tæp 8.000kr. Þannig að hann borgaði í raun 8.000kr fyrir 1 auka ár. Betra væri nú að geyma það cash í annan skjá eftir 2 ár ef þessi 35-40.000kr. væri dauður. Ég kalla þetta scam og þetta ætti að vera bannað.


Það sem er væntanlega verið að selja honum þar er kaskó trygging á skjáinn. Varinn fyrir höggi, vatnsskemmdum og fleiru í öll þessi þrjú ár. Ef hann deyr á tímabilinu eftir 2 ár upp að 3 árum þá færðu hann bættan þrátt fyrir að hann bili vélbúnaðarlega séð.


Now look at the location

Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 725
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 42
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek = Noobs, röfl.

Pósturaf gRIMwORLD » Fös 15. Ágú 2014 14:27

inservible skrifaði:Vitiði hvort að fleiri verslanir séu með þetta tryggingar scam í gangi eins og tölvutek? Sá strák kaupa skjá á undan mér og hann var plattaður til að kaupa 3 ára tryggingu á tæp 8.000kr. Þannig að hann borgaði í raun 8.000kr fyrir 1 auka ár. Betra væri nú að geyma það cash í annan skjá eftir 2 ár ef þessi 35-40.000kr. væri dauður. Ég kalla þetta scam og þetta ætti að vera bannað.


Það er bara scam ef hann fær ekkert fyrir það sem hann borgar. Hvort sem það nýtist honum eða ekki er svo bara eðli trygginga yfir höfuð. Getur ekki sagt að bílatrygging upp á 100 þúsund á ári sé scam þó þú hafir lifað í gegnum árið tjónlaus.


IBM PS/2 8086

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Tengdur

Re: Tölvutek = Noobs, röfl.

Pósturaf chaplin » Fös 15. Ágú 2014 15:43

@TraustiSig&gRIMwORLD: Ég held að það sem Inservible sé að meina að heimilistrygging cover-ar þetta almennt, hann er í raun að kaupa tryggingu ofaná tryggingu, ég er ekki viss um að þessi trygging cover-i eðlilega bilun, þeas. ef skjárinn hættir að virka vegna þess að hann er bilaður eftir að ábyrgðartími sé liðinn, starfsmenn Tölvutek mega endilega leiðrétta mig.

Það sem mér finnst þó vera mesta "scam"-ið við þetta allt saman er "100%" Pixlaábyrgðin, sem ætti í raun að vera kölluð "100% Pixlaábyrgð fyrstu tvær vikurnar".

Tölvutek er með 100% Pixlaábyrgð á nýjum LCD og LED skjám svo ef gallaður pixell reynist vera í skjá hefur viðskiptavinur 14 daga frá kaupdegi til að gera athugasemd og fá honum skipt út.


100% Pixlaábyrgð á skjám er nýjung á íslandi sem Tölvutek býður upp á. Hún virkar þannig að ef viðskiptavinur kaupir nýjan skjá hjá Tölvutek, fer með hann heim og finnur gallaðan pixel í honum má hann skila honum strax og fá nýjan skjá.

Athugið að ábyrgðin nær aðeins yfir nýjan skjá


Þannig þú kaupir glænýjan skjá, á 15 degi byrja pixlar að deyja og þú færð hann ekki bættan, þú í raun færð hann ekki bættan nema skjárinn sjálfur hætti að virka. Ég man að hafa lesið útskýringuna á þessu þar sem mönnum fannst það ólíklegt að þetta væri löglegt, en BenQ eru í gæðaflokki C (minnir mig) og eru því minni kröfur á gæðin og flokkast ekki bilaður nema hann bili X mikið, á meðan skjári eins og Samsung og Dell sem eru almennt með 3 ára ábyrgð er flokkaðir bilaðir ef pixil bilar á síðasta ábyrgðardegi því þeir falla undir gæðaflokk A. Mig minnir einnig að hafa lesið að ef +15 pixlar bila/deyja á BenQ skjá þá eru þeir flokkaðir bilaðir og eiga að vera skipt út sama hvað "100%" Pixlaábyrgðin segir.

Gæti svo sem trúað að BenQ séu búnir að hætta um gæðaflokk, en þá þyrftu Tölvutek að uppfæra skilamála Pixlaábyrgðarinnar.

edit Forvitnin fékk mig til að skoða þetta mál, finn ekki Europe ISO Standard greinina, en í Bandaríkjunum er þetta allt annað mál og virðist Tölvutek vera fylgja þeirra fordæmi og sýndist mér allir framleiðendur vera með reglur eins og "Það verður að tilkynna dauðan pixel innna við 14 daga" eða "Amk. 15 pixlar verða að vera gallaðir svo honum sé skipt". Ég væri í raun til að vita hvort skilmálar Tölvuteks séu löglegir yfir höfuð þar sem neytendalög í Evrópu eru allt önnur en í Bandaríkjunum. Er ekki einhver lögfræðisnillingur hérna sem þekkir þetta betur?


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 725
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 42
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek = Noobs, röfl.

Pósturaf gRIMwORLD » Fös 15. Ágú 2014 17:30

@Chaplin

Pixlaábyrgð hefur verið mjög á reiki hjá seljendum og oft var reglan að til að skipta út skjá þyrfti að vera dauður pixel í miðjum skjánum. Framleiðendur eru einnig með mismunandi áherslur á þessu. Mín reynsla er einnig sú að pixlar "deyja" ekki svo gjarnt heldur eru afrakstur framleiðslugalla og koma því í ljós strax eftir kaup. Að bjóða upp á 100% pixlaábyrgð þýðir einmitt að þú getur fengið nýjan skjá þó stakur pixli sé óvirkur efst upp í horninu, sem er ekki sjálfsagt að framleiðendur taka ábyrgð á þó um nýja vöru sé að ræða. Tölvutek þyrfti því hugsanlega að selja þann skjá með afföllum.


IBM PS/2 8086

Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 725
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 42
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek = Noobs, röfl.

Pósturaf gRIMwORLD » Fös 15. Ágú 2014 17:42

Hvað er annars málið með þennan þráð? Er verið að pikka út allt sem Tölvutek gerir "vitlaust"?? Ef fyrsti ræðumaður er búinn að pústa og fá sín svör, þarf eitthvað að halda þessu röfli á lofti.

Er ekki starfsmaður og langt síðan ég verslaði hjá þeim seinast en mér finnst stundum að svona neikvæðir þræðir hafa ekkert með uppbyggilega gagnrýni að gera.


IBM PS/2 8086


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek = Noobs, röfl.

Pósturaf Klemmi » Fös 15. Ágú 2014 17:51

gRIMwORLD skrifaði:Hvað er annars málið með þennan þráð? Er verið að pikka út allt sem Tölvutek gerir "vitlaust"??


Langt frá því allt, þá væri þráðurinn talsvert lengri :fly