rapport skrifaði:urban skrifaði:rapport skrifaði:Þetta er bara svo einstaklega andskot fjandi viltaus hugsunar háttur að mínu mati og er alveg gersamlega út í hött.
Það virðist vera rétt, að það eina sem kom körlum inn í þessa keppni var tippið og þátttökuleysi kvenna.
Snúum þessu alveg akkurat við.
Það eina sem að hélt stelpum frá þessari keppni var þáttökuleysri þeirra sjálfra, taktu eftir, ekkert tengt kynfærum þeirra eða strákanna, enda var það ekki tippið sem að kom strákunum inn, það var þáttaka þeirra og það að þeir voru efstir.
það eina sem að hélt þeim frá því að taka þátt í undankeppnunum í skólunum var þeirra eigin áhugaleysi, þar sem að ef að 3 stelpur hefðu verið í efstu sætunum, þá væru 3 stelpur að taka þátt fyrir hönd skólanna.
það er ekki strákum að kenna og á þess vegna ekki að bitna á stráknum í 3. sæti ef að sterkustu stelpurnar tóku ekki þátt.
í svoleiðis tilfelli var það einfaldlega málið að hann er þriðji hæfasti aðilinn til þess að taka þátt og vegna jafnréttis þá á hann að taka þátt.
það er ekki jafnrétti að meina honum að taka þátt vegna þess að hann pissar standandi.
það var jafnrétti í öllum undanfara, hann fer alla leið, stelpurnar sem að gátu unnið hann gerðu það ekki og þess vegna á ekki að velja einhverja aðra sem að gat ekki unnið hann.
og þetta snýr nákvæmlega eins ef að það eru stelpur í 3 efstu sætunum, þá á ekki sú sem að er í þriðja sæti að líða fyrir það að pissa sitjandi, hún vann efsta strákinn og á þess vegna að taka þátt, hún er þá hæfasta manneskjan til þess.
það að laga misrétti með misrétti er hægt að skilja.
en það sem að fólk þarf að átta sig á að það er ekki verið að laga neitt misrétti þarna, þar sem að það var ekkert misrétti í upphafi.
þáttökuleysi karla á ekki að bitna á konum
þáttökuleysi kvenna á ekki að bitna á körlum.
Síðan að öðru.
Vilt þú taka þátt í svona löguðu bara vegna þess að þú ert með getnaðarlim ?
setjum þig í þessi spor, þú tókst þátt í undankeppni, það voru 50 konur sem að tóku þátt og 50 karlar sem að tóku þátt (algert jafnræði)
konur eru í efstu 20 sætunum og 3 manneskjur sem að eiga að taka þátt, síðan ert þú hæfasti karlinn en númer 21
vilt þú, vitandi að það séu 18 hæfari stelpur en þú, taka þátt í þessu verkefni ?
eina ástæðan fyrir því að þú færð að taka þátt er bara vegna þess að þú hefur þann hæfileika að vera með tittling, hinar i sætum 3 - 20 eru allar betri í verkefninu, en eru bara ekki með tittling og fá þess vegna ekki að taka þátt.
Ég veit það að ég mundi ekki vilja taka þátt í svona verkefni vitandi það.
þetta er bara svo stjarnfræðilega rangt að það nær ekki nokkurri átt.
og já, það að flestar stelpur skuli vera dúxar og virðast vera þar að ættu að vera hæfustu manneskjurnar til að taka þátt.
þá er að hvetja þær til þess að taka þátt í undankeppnum.
rétta leiðin til þess er ekki að setja kynjakvóta á keppnina
Það má alveg ræða það að breyta keppninni á einn eða annan hátt, t.d. hvort að spurningar séu einfaldlega of miðaðar út frá körlum en konum (á samt erfitt með að trúa því þegar að það er spurt um allan andskotann þarna)
en þetta helvítis kjaftæði með kynjakvóta þegar að það er ekki ójafnrétti á milli kynjanna, bæði kyn hafa sama möguleika á að komast áfram, það er ekki rétt leið.