hfwf skrifaði:Klemmi skrifaði:....
...Fáðu þér bara bjór og þegiðu.
Óþarfa dónaskapur að segja mönnum að þegja.
Hvað varðar topicið þá hef ég ekki farið í bíó fyrir sjálfan mig síðan í maí 2003 en þá sá ég Matrix í einhverjum lúxussal.
Hef farið nokkrum sinnum með börnin á teiknimyndir, sá einhverntíman teiknimynd í Smárabíó, hún var ekki í fókus og þegar það kom hlé þá kom upp "pásumerki" og síðan eftir hlé "play" ... þetta var svo mikið crap að það var engu líkara en myndin væri tekin af netinu í lélegum gæðum og sýnd með lélegum sjónvarpsflakkara.
Eftir þetta þá liðu 4 ár þangað til ég fór næst í bíó en það var í fyrra í Egilshöll, hef síðan þá farið þrisvar með börnin þangað og það er alveg toppurinn.
Sætin góð, fínn halli á salnum þannig að manneskja sem er yfir 150cm skyggir ekki á hálft tjaldið.
Persónulega þá finnst mér 100000000x betra að horfa á góðar myndir heima hjá mér, þá get ég tekið pásu þegar mér hentar, horft á atriði aftur ef mér sýnist svo og engin SMS sjúklingur í salnum að trufla mig eða endalaust skrjáf í poppinu hjá næsta manni.