Já verður ekkert gjaldþrota ef þeir eiga ekki þennan gagnagrunn. Já er ennþá eigandi Já.is og er handhafi 118. Þetta fyrirtæki er að gera svo marga hluti rétt að það ætti ekki í neinum vandræðum með að vera í samkeppni við önnur fyrirtæki á þessum markaði.Moldvarpan skrifaði:En hvernig á að leysa þetta? Gera Já gjaldþrota með að rífa af þeim gagnagrunninn tilbaka? Þeir keyptu þennan gagnagrunn á sínum tíma, fyrir ca. milljarð. Svo hefur þetta fyrirtæki vaxið, og viðskiptin aukist gríðarlega frá því þetta var keypt.
Það eina sem myndi breytast er að þá væri ekki hægt að borga eigendum hundruð milljóna í arð (það er hægt að reka fyrirtæki, líka ung fyrirtæki eins og þetta, án þess).
Annars held ég að þó svo að það væri "best" að þessi gagnagrunnur væri alveg opinn að það myndi bara kosta miklu meiri pening fyrir skattborgara að ætla að gera þetta "hjá hinu opinbera". Hvaða stofnun ætti að sjá um hann? Er sú stofnun tilbúin í það álag sem því fylgir eða þyrfti að bæta við stöðugildum? Ég held það yrði flop.
Það ætti bara að loka þessari holu í lögunum og skikka Já.is til að rukka bara sanngjarnt verð fyrir uppflettingar.
Það er fyrir númerið 118 skildist mér. Sem er náttúrulega skammarlega lítið.GuðjónR skrifaði:Var ég að misskilja eitthvað í Kastljósi? var ekki sagt að þei borgðuð 1 milljón á ári í leigu til ríkissins fyrir afnot af þessum grunni? Veltan væri um 1000 milljónir og hagnaður yfir 250 milljónir á ári.