Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?

Allt utan efnis

SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?

Pósturaf SteiniP » Mán 19. Nóv 2012 18:05

dori skrifaði:Pæling að gera hugbúnað fyrir opinn torrent hugbúnað (t.d. Deluge) þannig að þú getir valið að nota bara einhvern tracker ef hann er til staðar (eða eitthvað í þá áttina). Þannig að ef maður sækir torrent sem er með mörgum trackerum þá myndi það reyna að nota bara tot.is og ef það gengur ekkert þá væri kannski leitað annað. Ef svona plugin eru til þá er það bara ennþá betra.

Hef ekki fundið svona plugin, en það væri algjör snilld.
Mátt endilega henda þessu á github eða ehv ef þú byrjar á þessu og ég myndi hjálpa eða skemma fyrir eins og ég get. :)



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?

Pósturaf tdog » Þri 20. Nóv 2012 18:52

Þú getur eytt trackerum út úr torrentum í flestum forritum



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?

Pósturaf dori » Mið 21. Nóv 2012 08:21

Já, það er bara ekki nógu fallegt. Og maður myndi gleyma að það væri það sem maður ætlaði alltaf að gera eftir viku.

Það væri betra ef við myndum sjálfkrafa gefa lista af trackerum (tot.is,) X langan tíma til að skaffa peers til að sækja frá. Ef það finnst ekkert þá væri farið í aðra (hafa þetta tímabil stillanlegt).

Ég nota deluge (web based svo að ég kemst inná það t.d. úr vinnunni) og það er skrifað í twisted sem ég hef aldrei notað en er alveg spennandi. Um að gera að skoða að gera eitthvað skemmtilegt og læra af því.




TheThing
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Lau 29. Ágú 2009 14:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?

Pósturaf TheThing » Mið 21. Nóv 2012 12:22

Gúrú skrifaði:
TheThing skrifaði:
Gúrú skrifaði:
TheThing skrifaði:Hægt er að skoða network traffíkina hér: http://tot.is/mrtg/ (var sett upp bara fyrir klukkutíma síðan eða svo)

Veit ekki hvort að ég er að misskilja þetta graf en ef þetta er eins og mér sýnist, 700kB/s umferð, þá er það ekkert til að kalla "vinsældarsprengingu". :)

Veit ekki alveg hvort þú hafir lesið þetta en þá voru þetta 1.4 milljón seederar og 1.2 milljón leecherar fyrir minna en 900 fæla. Þegar ég skoðað opened connections að þá var hún í stöðugu 180.000 simultaneous connections.
Það er pínu vinsældarsprengja hefði ég haldið :) miðað við að að það var að vaxa um 500.000 fleira leecherar/seederar og torrent fæla vaxa um 40 fæla fyrir hvern 6 klukkutíma (þ.e.a.s. þá breyttist þetta um það mikið frá 6 um morgunin til 12 á hádegi)


Hélt þetta væri að mæla innbyrðis umferð jafningjanna. Mea culpa. :)

Það gæti samt vissulega verið er það ekki að einhvað eitt group hafi ákveðið að bæta inn eins mörgum trackers og það getur á torrent releasin sín og það inniheldur þá tot.is?

Þú værir þá að "deila" þessum peers með fullt af stærri trackerum.

Ber að taka það fram að mér stórlíkar þetta framtak. :)


https://www.google.is/search?q=tot.is%3A6969

Það er eiginlega oftast þannig, maður setur nokkra trackera. Þess ber að geta að ég eiginlega varð að slökkva á public trackernum rétt á meðan ég er að stilla network stillingarnar því hún var að overloada network connections töflunna á vélinni (þarf bara fara í að fínstilla stillingarnar og optimiza þá).

Þess ber að geta að íslenski torrent gaurinn er enn virkur og hefur verið það :D Ég reyndar hef alltaf ætlað að búa til íslenska torrent index síðu og hef verið með skemmtilegar hugmyndir hvað það varðar.


(USER WAS BANNED FOR THIS POST)

Skjámynd

C2H5OH
Ofur-Nörd
Póstar: 276
Skráði sig: Mið 08. Des 2010 14:30
Reputation: 24
Staðsetning: Rannsóknarstofan
Staða: Ótengdur

Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?

Pósturaf C2H5OH » Mið 21. Nóv 2012 14:20

dori skrifaði:Já, það er bara ekki nógu fallegt. Og maður myndi gleyma að það væri það sem maður ætlaði alltaf að gera eftir viku.

Það væri betra ef við myndum sjálfkrafa gefa lista af trackerum (tot.is,) X langan tíma til að skaffa peers til að sækja frá. Ef það finnst ekkert þá væri farið í aðra (hafa þetta tímabil stillanlegt).

Ég nota deluge (web based svo að ég kemst inná það t.d. úr vinnunni) og það er skrifað í twisted sem ég hef aldrei notað en er alveg spennandi. Um að gera að skoða að gera eitthvað skemmtilegt og læra af því.


Smá off topic, hvernig ertu að fíla deluge? er það betra(hraðara, stöðugra) en t.d.rutorrent+rtorrent?
þegar ég sett mitt kerfi upp þá var ég einmitt að spá í deluge...



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Concept: Opinn íslenskur torrent tracker?

Pósturaf dori » Mið 21. Nóv 2012 14:59

Satt að segja þá gerði ég ekki nógu mikinn samanburð á þessum lausnum þegar ég setti þetta upp. Ég fór á Wikipedia og sótti lista yfir open source torrent clienta, lista yfir clienta sem hafa webui (og eitthvað fleira sem ég vildi) og svo lista yfir clienta sem keyra á linux. Svo gerði ég bara intersection á þessi set og setti upp og prufaði það fyrsta sem ég fann. Ég held að einhver hafi verið búinn að tala ágætlega um Deluge fyrir svo að það var það sem ég valdi fyrst (og það virkaði fyrir mig).

Þetta var aðallega magnet linka stuðningur og webui sem skipti mig máli. Það fyrra minnkaði listann alveg rosalega.

Ég er með þetta sett upp á Debian boxi (sem ég setti upstart upp á) og ég er að keyra deluge 1.3.5 sem er held ég nýjasta útgáfa, var það allavega um tíma. Ég keyri þetta svo með upstart scriptum. Það mikilvægasta sem ég þurfti að gera var að setja umask=000 svo að hver sem er gæti lesið skrána. Annars eru þær bara standard eins og á Deluge wiki síðunni.

Reyndar hefur það krassað hjá mér en ég restartaði því bara. Það hefur ekki verið vandamál svo að ég hef ekki ennþá bætt respawn flagginu við upstart scriptið.

webui sem kemur með því er frekar vangefið (rosalega mikið að herma eftir GTK útlitinu) og það eru nokkrir hlutir við það sem ég fíla ekki. En á meðan þetta virkar og ég get m.a.s. sett torrent inn í gegnum símann hjá mér þá er mér bara sama og læt þetta duga. :)