natti skrifaði:Það er búið að lengja ökunámið þónokkrum sinnum, er það að skila einhverju? Nibb.
Það EINA sem gerist með lengra ökunámi er að ökukennarar fá meiri pening í sinn vasa, og þurfa í mörgum tilfellum samt ekkert að auka við sig.
Afhverju segi ég þetta? Jú, því að ökukennarinn metur það sjálfur hvenær menn fara í próf, algjörlega óháð því hversu marga tíma viðkomandi hefur farið í.
Hann setur svo inn bogus færslur í bókina, og rukkar nemandann fyrir fullt gjald, og allir eru voðalega hamingjusamir.
Það er mjög algengt að heyra eftirfarandi setningu:
"Já ökukennarinn var svo ánægður með mig, og ég stóð mig svo vel, að ég þurfti bara að mæta í 4 tíma, og svo fór ég í próf, hann skrifaði bara upp á að ég hefði farið í alla tímana og ég þurfti að borga fyrir þá alla, en ég slepp þá við að eyða tíma í fullt af ökutímum."
Þetta eru áhrifin sem að lenging ökunáms hefur haft.
Þetta gerist jafnt í bæði ökunámi til bíls og ökunámi til mótorhjóls.
Það er vel hægt að bæta núverandi ökunám án þess að lengja það, með því að gera meiri kröfur.
Berið t.d. saman mótorhjólaprófið og bílprófið. Fyrir mótorhjólapróf þarftu að sýna fram á getu við að nauðbremsa og ýmislegt fleira. En í bílprófinu eru dæmi um að menn þurfi bara að keyra stuttan hring og svo búið (bílprófið mitt náði t.a.m. ekki einum kílómetri).
Eins og Bjosep sagði, hvað er eiginlega langt síðan þú tókst bílprófið ?
Fleiri ökutímar með ökukennara er langt frá því að vera eina leiðin til að lengja ökunám.
Ég tók bílprófið fyrir tæpu ári og þurfti því að fara í Ökuskóla 3, en það var að mínu mati bæði skemmtilegasti ökuskólinn og sá sem fræddi mann lang best.
Í Ökuskóla 3 er skipt niður í tvo hópa, annar hópurinn fer á fyrirlestur um öryggi og svo í veltibílinn, reyna að kasta boltum í fötu með gleraugu sem eiga að líkja eftir áhrifum áfengis sem og bílsæti með belti á rennu sem líkir eftir árekstri á 10 km hraða (að mig minnir (það var verra en maður hélt
)).
Hinn hópurinn fer út á bílaplan í svokallaðann skriðbíl, en það er sjálfskiptur Golf með hjálpardekkjum sem ökukennarinn stjórnar til að líkja eftir t.d. hálku eða bleytu.
Þar færðu t.d. að finna hvernig það er að beygja í hálku með og án skriðvarnar (missir grip á framdekkjunum, svo aftur dekkjunum og svo í þriðja skiptið öllum), hvernig það er að nauðhemla með og án ABS bremsukerfi, bæði á þurru, í "blautu" og í "hálku". Svo skipta hóparnir.
Eins og þetta er núna þarftu bara að fara einusinni í Ökuskóla 3 (nema þú sýnir engann vilja til að fylgjast með, þá þarftu að fara aftur), en mér finnst að það ætti að gera meira úr honum, hafa þetta 2-3 skipti eins og í hinum ökuskólunum.
Meira og lengra verklegt nám og harðara eftirlit með ökukennurum varðandi ökutíma, en þetta tíðkast enn þann dag í dag að ökukennarar skrifi niður að nemendur fari í ökutíma sem þeir fóru aldrei í..
Einnig ætti að leggja meiri áherslu á æfingarakstur og mikilvægi hans.
Seinast en ekki síst finnst mér að fyrstu ökutímarnir ættu að fara fram á sjálfskiptum bílum.
Þannig fær maður tilfinningu fyrir bílnum og lærir betur á umferðina án þess að þurfa að hugsa um og hafa áhyggjur af kúplingu og gírskiptingu..
Í þeim ökutímum ætti nemandinn að læra allt sem tengist því að keyra bíl, hvernig bíllinn virkar og öll nauðsynleg tæki og tól innan sem utan bílsins eins og ljósabúnaður, miðstöðin og fleira sem nauðsynlegt er að læra, sem og að keyra inn í hringtorg og á gatnamótum, skipta um akreinar, inn á fráreinar og aðreinar og svo framvegis.
Það væri ekki fyrr en nemandinn hefði full tök á bílnum og að keyra sem hann ætti að læra á beinskiptann bíl, hvernig kúpling virkar, niðurgírun til að spara bremsur o.s.fv.