Klemmi skrifaði:Mér finnst nú bara ótrúlegast að þessir menn skuli þora þessu, ef þetta reynist satt að menn sem taki að sér tölvuviðgerðir standi í einhverjum tilfellum fyrir þessu.
Ef þetta eru menn á verkstæði eru þeir bæði að gambla með orðspor sitt og vinnuna, þar sem þeir væru ótvírætt reknir ef upp kæmist.
Ef þetta eru einhverjir sem taka að sér heima viðgerðir að þá held ég að þeir eigi von á einhverju mun verra ef upp kæmist, þar sem þá er engin spurning um hvern ræðir, ég fyrir mína parta myndi allavega heimsækja þann aðila ef kærasta eða fjölskyldumeðlimur myndi lenda í þessu.
Svo er samt spurning hvort fólk tengi það saman. Kannski fór tölvan í viðgerð en það gæti verið langt síðan. Fullt af fólki sem hefur haft aðgang að henni í millitíðinni. Og svo má ekki gleyma þessu bévítamíns hökkurum (fólk getur alveg trúað því). Ég held að flesta myndi frekar gruna einhvern fyrrverandi besta vin sem hefur eitthvað trossnað uppúr sambandi við en tölvuviðgerðargæjann sem var farið til fyrir ári síðan.