Nuketown skrifaði:AntiTrust skrifaði:Nuketown skrifaði:Mer finnst eiginlega labrador ekki koma til greina. Allir teir sem eg hef hitt a gongum minum eru svo arasarhneigdir gagnvart litlum hundum.
Ég veit ekki hvaða labrador hunda þú hefur verið í kringum - en þú finnur varla hunda sem eru jafn umburðarlyndar gagnvart öðrum hundategundum. Aldrei nokkurntímann hef ég séð labrador sýna grimmd gagnvart öðrum hundum, stórum sem smáum.
Þetta liggur líka að mestu leyti í uppeldinu. Ef þú færð þér labradorhvolp sem elst upp með hinum hundinum þínum eru afskaplega litlar líkur á því að þeim komi illa saman.
Ja allavega hafa labrador mjOg oft reynt ad radast a litla hundinn minn tannig ad i dag er minn ordinn frekar paranoid o kringum stora hunda
En haldidi ad border collie myndi henta mer eda vaeri einhver onnur tegund betri? Eg vil ekki storan hund eins og er frekar midlungsstoran
Border Collie er töluvert meira krefjandi hundur en Labbi og verða létt eirðalausir ef þeir fá ekki að smala. Ef ég sleppti mínum lausum í margmenni þá gerði hann allt sem hann gat til að þétta hópinn og þegar ég var í fjallgöngum þá hlóp hann alltaf fram og til baka til að tékka hvort allir væru ekki með á meðan að Labradorinn sem var með tölti bara með okkur.
Border Collie eru æðislegir hundar og ef þú fær þér þannig hund þá er áríðandi að þú finnir áhugamál handa honum, td með því að láta hann reka spor. Eins og ég tók fram fyrr í þræðinum þá fór ég með minn fyrst á námskeið í að rekja spor þegar hann var ca 14 til 16 vikna gamall og faldi ég hans uppáhalds leikfang úti í skógi og hann fann það á 10 mín
RIP Loki
Varðandi það að þeir séu að ráðast eða urra á þinn hund getur stafað af td að Smáhudar eru yfirleytt með Stórt Egó og verða oft á tánum í kringum stærri hunda og getur það valdið því að stóru hundarnir finnst þeim vera ógnað