Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Allt utan efnis

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf AntiTrust » Fös 10. Des 2010 13:45

Dazy crazy skrifaði:Flott bréf, á samt ekki síðasta orðið að vera "neytendum"?

En það er samt með þessa auglýsingu með Eddu Björgvins
Ég borða spínatjukk svo ég fái ekki vírusa, eins og apple tölvan mín. Þetta er alveg hægt að túlka þannig að apple tölvan hafi fengið vírus, allavega ef þetta er orðrétt :D


Neytandi / Notandi er auðvitað sitthvort orðið, þá má vel vera að neytandi hafi átt betur við. Mér finnst við vera notendur þegar kemur að tölvum, frekar en neytendur, getur verið að lagalega séð sé það vitlaust.

Þetta átti ekkert sérstaklega við um orð/setningu einnar manneskju heldur þessi ongoing markaðsherferð sem hefur verið í gangi í nokkra mánuði, og aðal setningin í þessum auglýsingum er yfirleitt á þá leið að Apple tölvur séu víruslausar. Það er hægt að túlka setninguna hennar Eddu á þennan veg já, eða jafnvel á þann hátt að að hún OG Apple tölvan hennar borði spínatboozt til að koma í veg fyrir vírusa.

Takk strákar fyrir hrósin, verður spennandi að sjá hver svörin verða.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf Daz » Fös 10. Des 2010 13:51

Væri ekki eðlilegast að fara í mál við forsvaramenn þessarar herferðar, þar sem apple tölvan mín eyðilagðist eftir að ég gaf henni spínat :(



Skjámynd

BjarkiB
Of mikill frítími
Póstar: 1947
Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
Reputation: 15
Staðsetning: C:\Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf BjarkiB » Fös 10. Des 2010 14:31

Frábært bréf hjá þér, þeir hjá neytandastofunni gætu ekki annað en að taka mark af því.
Síðast breytt af BjarkiB á Fös 04. Nóv 2011 13:59, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

kjarribesti
1+1=10
Póstar: 1145
Skráði sig: Fim 04. Jún 2009 01:55
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogurinn, reglulega fyrir norðan
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf kjarribesti » Fös 10. Des 2010 14:44

Haha já gefðu tölvunni þinni smá spínatboozt og gáðu hvort þú getir ekki plokkað peninga úr liðinu,
annars vel gert AntiTrust... :santa :happy
fáránlegar auglýsingar af mínu mati, einn frændi minn fékk einhvern vírus í sína tölvu
og hún hefur verið í rusli síðan viðgerð og hreinsun...


_______________________________________


zdndz
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Sun 13. Apr 2008 14:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf zdndz » Fös 10. Des 2010 14:47

Snilldarbréf AntiTrust


Ég ákvað að spurjast fyrir hjá þeim hvort þetta væri ekki rangt að halda þessu fram og langar að deila svarinu með ykkur:


Sæll ----------,

Það sem við erum að vísa er það sem framleiðandinn segir, sjá : http://www.apple.com/why-mac/better-os/#viruses

Appe fær ekki Pc vírusa, einföld staðreynd sem fer í taugarnar á sumum


Kommon, ég gæti selt bara einhverja tölvu og sagt að hún fær ekki vírusa því hún fær ekki ákveðna gerð vírusa. Svo mikið kjaftæði.




EDIT: og þetta var framkvæmdastjóri epli.is sem svaraði!
Síðast breytt af zdndz á Fös 10. Des 2010 15:11, breytt samtals 1 sinni.


Intel E5200 @ 2.5 GHz | Radeon HD 4850 | Corsair 2x2 GB RAM 1066 MHz | 480 W aflgjafi | Móðurborð Micro-Star P43 NEO | 500GB Samsung | Windows 7 / Ubuntu
Ruddaleg túpuskjátölva!


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf AntiTrust » Fös 10. Des 2010 14:51

zdndz skrifaði:
Sæll ----------,

Það sem við erum að vísa er það sem framleiðandinn segir, sjá : http://www.apple.com/why-mac/better-os/#viruses

Appe fær ekki Pc vírusa, einföld staðreynd sem fer í taugarnar á sumum



Og hvað? Er bíll vatnsheldur ef hann getur keyrt út í vatn en ekki fengið á sig rigningu?

Hræðilegt svar, og verr rökstutt. Þeir taka hvergi fram í auglýsingum að þeir séu að tala um e-rja sérstaka vírusa, enda væri slíkt fljótt að falla um sjálft sig.




zdndz
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Sun 13. Apr 2008 14:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf zdndz » Fös 10. Des 2010 14:53

AntiTrust skrifaði:
zdndz skrifaði:
Sæll ----------,

Það sem við erum að vísa er það sem framleiðandinn segir, sjá : http://www.apple.com/why-mac/better-os/#viruses

Appe fær ekki Pc vírusa, einföld staðreynd sem fer í taugarnar á sumum



Og hvað? Er bíll vatnsheldur ef hann getur keyrt út í vatn en ekki fengið á sig rigningu?

Hræðilegt svar, og verr rökstutt. Þeir taka hvergi fram í auglýsingum að þeir séu að tala um e-rja sérstaka vírusa, enda væri slíkt fljótt að falla um sjálft sig.


enda benti ég honum á það.
En annað eru apple tölvur ekki líka PC tölvur ?


Intel E5200 @ 2.5 GHz | Radeon HD 4850 | Corsair 2x2 GB RAM 1066 MHz | 480 W aflgjafi | Móðurborð Micro-Star P43 NEO | 500GB Samsung | Windows 7 / Ubuntu
Ruddaleg túpuskjátölva!


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf AntiTrust » Fös 10. Des 2010 14:58

zdndz skrifaði:enda benti ég honum á það.
En annað eru apple tölvur ekki líka PC tölvur ?


Jú, tæknilega og fræðilega eru Mac tölvur "Personal Computers" og falla því undir flokkinn PC tölvur. Hinsvegar hafa Mac elskendur og Apple sjálfir unnið hörðum höndum að því í gegnum tíðina að reyna að búa til brú þarna á milli, líklega til að styrkja sína eigin markaðsstöðu, til að vera ekki þekktir bara sem "PC tölva með Mac OS".



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf Gúrú » Fös 10. Des 2010 15:04

Sæll ----------,

Það sem við erum að vísa er það sem framleiðandinn segir, sjá : http://www.apple.com/why-mac/better-os/#viruses

Appe fær ekki Pc vírusa, einföld staðreynd sem fer í taugarnar á sumum


Hahaha, myndi reka þennan aðila á staðnum.

Í fyrsta lagi sögðu þeir víst í auglýsingunni "engir vírusar"

Í öðru lagi er mac'ar PC tölvur, eitthvað sem að hvorki þessi manneskja né Apple er að fara að breyta.

Og afleiðingin af því væri þá að vírusar í Mac væru PC vírusar, Macar fá vírusa og fá því PC vírusa

Auglýsingin er einnig nákvæmlega jafn ólögleg sama hvað framleiðandi vörunnar
heldur fram - og engin afsökun fyrir þessari misnotkun á fáfræði.


Modus ponens


zdndz
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Sun 13. Apr 2008 14:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf zdndz » Fös 10. Des 2010 15:08

apple hefur nú fengið erindi frá neytendastofu sem þeir hafa áfrýjað, segir hann í svari til mín


Intel E5200 @ 2.5 GHz | Radeon HD 4850 | Corsair 2x2 GB RAM 1066 MHz | 480 W aflgjafi | Móðurborð Micro-Star P43 NEO | 500GB Samsung | Windows 7 / Ubuntu
Ruddaleg túpuskjátölva!


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf Klemmi » Fös 10. Des 2010 15:15

Gunnar Nelson að ljúga beint upp í opið geðið á mér?

Ef ég væri 3 metrum stærri myndi ég fara og taka í hann.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf AntiTrust » Fös 10. Des 2010 15:17

Verst af öllu er að vera "leikari" í þessum auglýsingum, og vera ekki meðvitaður um hræsnina og lygarnar sem þeir eru að dæla útúr sér fyrir framan alþjóð.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf GuðjónR » Fös 10. Des 2010 15:25

Klemmi skrifaði:Gunnar Nelson að ljúga beint upp í opið geðið á mér?

Ef ég væri 3 metrum stærri myndi ég fara og taka í hann.


hehehehe :)



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf Viktor » Fös 10. Des 2010 15:27

zdndz skrifaði:Snilldarbréf AntiTrust


Ég ákvað að spurjast fyrir hjá þeim hvort þetta væri ekki rangt að halda þessu fram og langar að deila svarinu með ykkur:


Sæll ----------,

Það sem við erum að vísa er það sem framleiðandinn segir, sjá : http://www.apple.com/why-mac/better-os/#viruses

Appe fær ekki Pc vírusa, einföld staðreynd sem fer í taugarnar á sumum


Barnalegt svar "fer í taugarnar á sumum".


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


ViktorS
Tölvutryllir
Póstar: 629
Skráði sig: Mið 24. Feb 2010 00:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf ViktorS » Fös 10. Des 2010 15:28

Klemmi skrifaði:Gunnar Nelson að ljúga beint upp í opið geðið á mér?

Ef ég væri 3 metrum stærri myndi ég fara og taka í hann.

Hann veit nefnilega nákvæmlega hvað hann er að segja :D




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf Klemmi » Fös 10. Des 2010 16:42

ViktorS skrifaði:
Klemmi skrifaði:Gunnar Nelson að ljúga beint upp í opið geðið á mér?

Ef ég væri 3 metrum stærri myndi ég fara og taka í hann.

Hann veit nefnilega nákvæmlega hvað hann er að segja :D


Ég myndi aldrei leika í auglýsingu ef ég hefði ekki hugmynd um hvað ég væri að auglýsa eða hvort það væri eitthvað sannleikskorn í því :crazy



Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2784
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 128
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf zedro » Fös 10. Des 2010 17:51

Klemmi skrifaði:Ég myndi aldrei leika í auglýsingu ef ég hefði ekki hugmynd um hvað ég væri að auglýsa eða hvort það væri eitthvað sannleikskorn í því :crazy

Its all about the money!
Mynd


Kísildalur.is þar sem nördin versla


benson
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Þri 30. Des 2008 21:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf benson » Fös 10. Des 2010 18:25

vá, classic apple viðmót til neytenda frá þessum framkvæmdastjóra.



Skjámynd

Höfundur
intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf intenz » Fös 10. Des 2010 18:36

Flott hjá þér Hemmi, væri ég ekki í prófum hefði ég örugglega samið bréf. :D


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf Gúrú » Fös 10. Des 2010 18:45

zdndz skrifaði:EDIT: og þetta var framkvæmdastjóri epli.is sem svaraði!


Grínlaust undirritað 'Bjarni Ákason'?


Modus ponens


zdndz
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Sun 13. Apr 2008 14:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf zdndz » Fös 10. Des 2010 22:02

Gúrú skrifaði:
zdndz skrifaði:EDIT: og þetta var framkvæmdastjóri epli.is sem svaraði!


Grínlaust undirritað 'Bjarni Ákason'?


jább


Sæll -------,

Það sem við erum að vísa er það sem framleiðandinn segir, sjá : http://www.apple.com/why-mac/better-os/#viruses

Appe fær ekki Pc vírusa, einföld staðreynd sem fer í taugarnar á sumum


Kær kveðja / Best regards,
Bjarni Ákason
Framkvæmdastjóri - CEO

Apple VAD á Íslandi
Epli.is - Skakkiturn ehf.



Þar sem ég sendi í gegnum síðuna þeirra þá er ég ekki með bréfið mitt orðrétt en ég svaraði og benti honum á að apple væru nú PC tölvur og það væri samt sem áður verið að blekkja á neytendum. Ég fékk þetta svar:

Sæll ------,

Við fáum um 5-7000 tölvur til bilanagreininga á ári, enginn þeirra hefur borið vírus.
Svo varla erum við óheiðarlegir ef við bendum á þá staðreynd.

Nær væri að setja svona tóbaksmiða á allar PC tölvur og vara fólk við mikilli vírusa hættu, þá fyrst væru menn heiðarlegir.



Kær kveðja / Best regards,
Bjarni Ákason
Framkvæmdastjóri - CEO

Apple VAD á Íslandi
Epli.is - Skakkiturn ehf.

Sími/Tel: +354 5121300



Persónulega finnst mér þetta mjög ófaglegt af framkvæmdastjóranum :/




EDIT: Og ég gleymi hérna síðasta póstinum
ég:
Samt sem áður er þetta einskonar blekking á áhorfendum því sama hvaða þið fáir margir tölvur í bilunargreiningu á ári þá er samt hægt að fá vírus. Hér er verið að nýta sér vanþekking almennings.

Hann:
Mér finnst það ekki rétt af þinni hálfu að bera uppá okkur að við séum að gera útá heimsku mannana,
Síðast breytt af zdndz á Fös 10. Des 2010 22:11, breytt samtals 1 sinni.


Intel E5200 @ 2.5 GHz | Radeon HD 4850 | Corsair 2x2 GB RAM 1066 MHz | 480 W aflgjafi | Móðurborð Micro-Star P43 NEO | 500GB Samsung | Windows 7 / Ubuntu
Ruddaleg túpuskjátölva!

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf GuðjónR » Fös 10. Des 2010 22:03

Zedro skrifaði:
Klemmi skrifaði:Ég myndi aldrei leika í auglýsingu ef ég hefði ekki hugmynd um hvað ég væri að auglýsa eða hvort það væri eitthvað sannleikskorn í því :crazy

Its all about the money!
Mynd



Varst þú að versla í Bónus í dag?



Skjámynd

Höfundur
intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf intenz » Fös 10. Des 2010 22:38

Ekki furða að þetta fyrirtæki sé alltaf að skipta um kennitölur... greinilega ekki miklar mannvitsbrekkur sem stýra þessu.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf AntiTrust » Fös 10. Des 2010 23:02

Ég á ekki orð yfir svörum framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

.. og þó. Þessi svör einkennast af stærsta einkenninu sem almennir Mac notendur deila - fáviska, hroki og vankunnátta.

Mér er fjandans sama þótt að þær vélar sem hafa komið til hans í viðgerð hafi ekki borið vírus. Ég er búinn að vinna á óháðum verkstæðum í gegnum tíðina og ég hef þurft að vírushreinsa Makka, og ég þurfti ekki að fara í gegnum neinar þúsundir til að lenda í slíku.

Það ER óheiðarlegt að fullyrða í auglýsingum að Makkar fái ekki vírusa, þegar þeir gera það. Ef eini sölupunkturinn sem hann þekkir er það lítill að hann þarf að benda á galla hjá samkeppnisaðila er þessi maður ekki hæfur til að vera í þeirri stöðu sem gegnir.

Það er bara nákvæmlega rétt hjá þér að þeir geri út á vankunnáttu almennra notenda/neytenda.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7585
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Tengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Pósturaf rapport » Fös 10. Des 2010 23:11

En það sem mér finnst án efa skammarlegast við þessa auglýsingu er að vera með Gunnar Nelson og fá svo ekki betri hugmyndir en að lata hann bara tala í myndavélina...

Hann hefði getað klofið svo sem eina Dell, barið í gegnum einhverja skjái, étið 5-6 lyklaborð og svo kæmi bara eitt orð "drasl" og svo í lokin er hann á leikjalandi í makkanum sínum.

Þannig auglýsing mundi lýsa makkapakkinu vel, þau vilja nota leikjaland vírusfree og hananú.


Meira að segja ömurlega jólatrésauglysing Símans er skemmtilegri.