Vírusvarnir eru meira pirrandi en vírusarnir.

Allt utan efnis
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2784
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 128
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvarnir eru meira pirrandi en vírusarnir.

Pósturaf zedro » Fim 15. Maí 2008 20:34

Pandemic skrifaði:Setti siðan upp Avast og hún fann eina skrá sem mér hafði yfirsést á minnislykli og deletaði henni no questions asked.

AVAST ÜBER ALLES!


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvarnir eru meira pirrandi en vírusarnir.

Pósturaf beatmaster » Fim 15. Maí 2008 22:10

Zedro skrifaði:AVAST ÜBER ALLES!
Svo satt =D>


Af hverju að borga fyrir eitthvað þegar að besti valkosturinn er ókeypis \:D/

Sjá nánar hér :8)


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvarnir eru meira pirrandi en vírusarnir.

Pósturaf lukkuláki » Fim 15. Maí 2008 23:07

Ég er búinn að nota avast í nokkur ár og set það upp á þeim vélum sem ég fæ í viðgerð
þetta er snilldar vírusvörn.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


hsm
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
Reputation: 0
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvarnir eru meira pirrandi en vírusarnir.

Pósturaf hsm » Fös 16. Maí 2008 08:50

lukkuláki skrifaði:Ég er búinn að nota avast í nokkur ár og set það upp á þeim vélum sem ég fæ í viðgerð
þetta er snilldar vírusvörn.

Sammala þér í því :8)
Hef notað avast í nokkur ár og aldrei 7..9..13 lent í neinu veseni ennþá.
Var einnig með NOD32 á fartölvunni í 1,5 ár og var einnig mjög sáttur við það, en setti hana svo upp aftur og innstalaði avast :wink:


**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard


Frammi
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Þri 20. Nóv 2007 22:10
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvarnir eru meira pirrandi en vírusarnir.

Pósturaf Frammi » Fös 16. Maí 2008 20:48

Pandemic skrifaði:Þannig var staðan að ég var með veiru sem setti upp autorun.ini á alla harða diska og s.s. ræsti sig þegar grunlaus notandi reyndi að opna allt frá hörðum diskum uppí minnislykla. F-Prot átti svo sannarlega ekki erfitt með að finna veiruna og jú jú gaf mér upp æðsilega snotran glugga með eitthvað um 14 tilkynningar um að hér og þar væri að finna sýktar skrár og mælti eindregið með að ég skannaði tölvuna, sem hver önnur vírusvörn hefði nú örruglega hreinsað út veiruna án þess að biðja mig um að scanna ef á annaðborð hún væri búin að finna hana. Ég svosem pirraði mig ekki mikið á þvi og hóf þá að Leita á allri vélinni með vírusvörninni, og hún auðvitað fann sömu skrár og hún var búin að láta mig vita áður að væru til staðar og svo kemst forritið að þvi að hún geti ekki hreinsað þá út af einhverri furðulegri ástæðu þar sem þetta voru nú ekki einu sinni skrár sem voru mikilvægar kerfinu í heild. Síðan segir hún mér að ég þurfi að endurtaka leitina til að reyna að henda næstu skrá? sem svo auðvitað endar með því að hún fann fyrri skránna aftur sem hún gat ekki hreinsað.
[...]
Það fyndna við þessa dásamlegu sögu mína er það að ég henti mér bara í command promt og deletaði öllum skránum sem vírusvörninn hafði sagt mér áður að það hefði ekki verið hægt að hreinsa. Setti siðan upp Avast og hún fann eina skrá sem mér hafði yfirsést á minnislykli og deletaði henni no questions asked.


Mér sýnist af þessu sem þú hafir verið með eldri útgáfuna, þ.e. útgáfu 3.x. Eins hef ég á tilfinningunni að skrárnar hafi fundist með reglusafni (sjá útskýringu á fyrri pósti mínum í þessum þræði). Eldri útgáfan var nefnilega takmörkuð á þann hátt að vakandi (sjálfvirka) vörnin gat ekki gert neitt við skrárnar annað en neita aðgangi að þeim og birta skilaboð um að smit hafi fundist.

Nýja útgáfan sem tók við af útgáfu 3 er í dag útgáfa 6.0.9.1. Hún hefur þennan hæfileika að geta fjarlægt smitaðar skrár sjálfvirkt og finnur u.þ.b. 40% fleiri hluti en sú gamla með nýrri tækni. Útgáfa 6 var gefin út í lok árs 2006 og hún stóð sig frekar illa og var óstöðug verð ég að viðurkenna. Þegar þetta er skrifað stendur hún sig þó betur en nokkru sinni fyrr og allir þekktir gallar hafa verið lagaðir.

Ég skal ekki hafa fleiri orð um blessað forritið okkar, ætla ekki að vera einhver auglýsandi hér. Fannst bara kominn tími á að svara spurningum um þetta sem ég hef stundum séð koma upp en ekki þótt við hæfi að svara. Slæmt umtal um forritið er alls enginn glæpur, því sitt sýnist hverjum. Á tímabili var ég ekki á því að mæla með forritinu, því ég vil að fólk geti tekið mark á mér og treyst mínu áliti. Í dag mæli ég óhikað með F-PROT.

Það er hins vegar þekkt vandamál hjá mjög mörgum veiruvörnum og antispyware forritum að ráða ekki við smit sem eru virk. Þá á ég við keyrandi .exe skrár og - það algengasta þessa dagana, DLL skrár sem hafa hlaðið sig í minni og það jafnvel undir stýriferlum eins og winlogon.exe, csrss.exe og lsass.exe. Oftast gengur það með skrár sem þessar að séu þær í gangi er hægt að endurskíra / færa þær, en í einstaka tilfellum (sem fjölgar orðið) er það heldur ekki hægt. Rootkit hlutar í þessum smitum eru líka að verða allt of algengir, en stundum er nánast ómögulegt að losa þá út nema með ræsingu framhjá stýrikerfinu.

Þrátt fyrir þetta er ég á þeirri skoðun að forritið eigi að ráða við svona. Fyrst manneskja hefur möguleika á að losa burt skrár þótt þær séu keyrandi án þess að skemma allt, þá hlýtur forrit að geta gert það. Að minnsta kosti í flestum tilfellum, og forritið á þá að þekkja og meta áhættuna svo ekki komi eintóm BSOD úr út því. Þetta er eitthvað sem við erum að vinna að og þessu verður ekki komið við nema í skrefum.

INNSK: Afsakið þessi löngu skrif í sífellu


--
Skoðanir og skrif sem ég viðra hér eru mínar eigin og því skal ekki túlka þær sem skoðanir fyrirtækisins sem ég starfa hjá.


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvarnir eru meira pirrandi en vírusarnir.

Pósturaf gumol » Sun 18. Maí 2008 20:27

Frammi skrifaði:INNSK: Afsakið þessi löngu skrif í sífellu

Ekkert að afsaka, mjög fróðlegt.




bingo
Nörd
Póstar: 116
Skráði sig: Mán 17. Des 2007 22:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvarnir eru meira pirrandi en vírusarnir.

Pósturaf bingo » Sun 18. Maí 2008 21:39

smá offtopic en hvar er linkurinn sem var hér um helling að nitsamlegum forritum og einhverju stuffi?



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Vírusvarnir eru meira pirrandi en vírusarnir.

Pósturaf Gúrú » Sun 18. Maí 2008 23:43



Modus ponens