Blikur á lofti í vaxtamálum
-
- Besserwisser
- Póstar: 3169
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Blikur á lofti í vaxtamálum
Mossi__ skrifaði:0,75% ?
Ekki eins slæmt og ég hélt.
Næsta vaxttaákvörðun Seðlabankans verður þann 4. maí næstkomandi.
Spurning hvað gerist þá
Just do IT
√
√
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16511
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2112
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Blikur á lofti í vaxtamálum
Hjaltiatla skrifaði:Mossi__ skrifaði:0,75% ?
Ekki eins slæmt og ég hélt.Næsta vaxttaákvörðun Seðlabankans verður þann 4. maí næstkomandi.
Spurning hvað gerist þá
4. maí = 0.5% ~ 0.75%
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 639
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Blikur á lofti í vaxtamálum
Isss, þið og ykkar (lág)vaxtahækkanir!
Þegar ég var ungur tók maður verðtryggð 40 ára lán á 6,95% vöxtum takk fyrir.
Þegar ég var ungur tók maður verðtryggð 40 ára lán á 6,95% vöxtum takk fyrir.
ps5 ¦ zephyrus G14
-
- Nörd
- Póstar: 134
- Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
- Reputation: 35
- Staða: Ótengdur
Re: Blikur á lofti í vaxtamálum
Skil ekki þessar vaxtahækkanir, ætti þetta ekki frekar að ýta undir verðbólgu þar sem fólk hefur minna á milli handana og þá fá verslanir og þjónusta minni tekjur?
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Blikur á lofti í vaxtamálum
Uncredible skrifaði:Skil ekki þessar vaxtahækkanir, ætti þetta ekki frekar að ýta undir verðbólgu þar sem fólk hefur minna á milli handana og þá fá verslanir og þjónusta minni tekjur?
Þetta er tengt, en ekki þannig sem þú heldur.
Við það að verðbólga eykst, þá hækka vextir því enginn sem lánar peninga vill að verðgildi þeirra rýrni.
Síðast breytt af Tbot á Mið 09. Feb 2022 10:43, breytt samtals 1 sinni.
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Blikur á lofti í vaxtamálum
Mundi segja að það sé öruggt að vextir muni hækka í næstu endurskoðun, vegna þess að þá eru komnar inn í verðlag allar þessar hækkanir sem heildsalar hafa boðað, ásamt fleiri hlutum.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 639
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Blikur á lofti í vaxtamálum
Uncredible skrifaði:Skil ekki þessar vaxtahækkanir, ætti þetta ekki frekar að ýta undir verðbólgu þar sem fólk hefur minna á milli handana og þá fá verslanir og þjónusta minni tekjur?
Stýrivaxtahækkanir hækka fjármagnskostnað þannig að allar framkvæmdir verða dýrari. Þetta dregur úr eftirspurn og "kælir" þannig hagkerfið þannig að það eru fleiri að berjast um verkefnin (sem skilar sér í lægri verðum). Ef allir eiga fullt af pening getur Toyota rukkað 20m fyrir Land Cruiser. Ef enginn á pening neyðast þeir kannski til að lækka verðið ef þeir ætla að selja eitthvað.
Lengi vel þegar öll lán voru verðtryggð höfðu stýrivaxtahækkanir engin áhrif á almenning (man einhver eftir árunum fyrir hrun þegar stýrivextir komust í 15%). En núna eru margir komnir yfir í óverðtryggð lán sem þýðir að hækkunin kemur til með að hafa bein áhrif á hvað þú átt mikið eftir í veskinu. Þetta þýðir (vonandi) að stýrivextir komi til með að vera lægri í framtíðinni miðað við það sem áður taldist vera normið.
ps5 ¦ zephyrus G14
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 922
- Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
- Reputation: 404
- Staða: Ótengdur
Re: Blikur á lofti í vaxtamálum
dadik skrifaði:Isss, þið og ykkar (lág)vaxtahækkanir!
Þegar ég var ungur tók maður verðtryggð 40 ára lán á 6,95% vöxtum takk fyrir.
Þá (1991) kostaði ágæt 95m íbúð líka 6-7 millur og þurfti bara að borga 120.000-150.000 út (ATH- Mjög vel mögulega er þetta röng tala hja mér og í raun a það að vera 1.2 mill, finnst það sjálfum líklegra en eg hef þetta bara beint eftir foreldrum mínum) og 100.000 þótti skítsæmileg laun í vasann.
Sambærileg íbúð færi á 50.000.000 -55.000.000 í dag, og svona 300.000 þykir sambærilegt 100.000 kallinu í denn. Já og fyrir 50.000.000 fasteign þarf í dag 10.000.000 í útborgun.
Þreföldun á tekjum, níföldun á fastrignaverði og tíföldun á útborgun.
Ath eg er að tala um rauntölur því að gamla íbúðin sem eg ólst upp í fór nýverið á sölu
Svo, sorry, ég tek ekki mikið mark á "þetta unga fólk í dag" pólnum.
Síðast breytt af Mossi__ á Mið 09. Feb 2022 11:55, breytt samtals 1 sinni.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16511
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2112
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Blikur á lofti í vaxtamálum
Ætli það jafngildi ekki 15%-20% vöxtum að vera með slíkt lán.dadik skrifaði:Isss, þið og ykkar (lág)vaxtahækkanir!
Þegar ég var ungur tók maður verðtryggð 40 ára lán á 6,95% vöxtum takk fyrir.
Það eru nú bara fjögur ár síðan ég greiddi eitt slíkt upp, reyndar „bara“ 6.2% + verðbætur.
Meðaltalsverðbólga 2010-2020 ~5.8% ... sem reiknast tólf sinnum á ári ofan á höfuðstól og vextir og nýjar verðbætur ofan á það...
Þetta lán var upphaflega 4 milljónir, borgaði að meðaltali 40 þúsund á mánuði af því í 10 ár og þegar ég borgaði það upp þá þurfti ég að borga 6.2 milljónir. Þannig að á 10 árum borgaði ég það þrefalt til baka. Algjör hryllingur.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Blikur á lofti í vaxtamálum
Mossi__ skrifaði:dadik skrifaði:Isss, þið og ykkar (lág)vaxtahækkanir!
Þegar ég var ungur tók maður verðtryggð 40 ára lán á 6,95% vöxtum takk fyrir.
Þá (1991) kostaði ágæt 95m íbúð líka 6-7 millur og þurfti bara að borga 120.000-150.000 út og 100.000 þótti skítsæmileg laun í vasann.
Sambærileg íbúð færi á 50.000.000 -55.000.000 í dag, og svona 300.000 þykir sambærilegt 100.000 kallinu í denn. Já og fyrir 50.000.000 fasteign þarf í dag 10.000.000 í útborgun.
Þreföldun á tekjum, níföldun á fastrignaverði og tíföldun á útborgun.
Ath eg er að tala um rauntölur því að gamla íbúðin sem eg ólst upp í fór nýverið á sölu
Svo, sorry, ég tek ekki mikið mark á "þetta unga fólk í dag" pólnum.
Meðallaun ASÍ
1991 105 þúsund ( https://timarit.is/page/3536982#page/n18/mode/2up )
2021 620 þúsund ( https://www.asi.is/media/317220/kjarato ... r-2021.pdf )
(lágmarkslaun 370 þúsund https://www.asa.is/kjaramal/lagmarkslaun )
Svo þetta er sexföldun á tekjuupphæð í krónum á 30 árum. Svo ef ég á að vera smámunasamur þá er örugglega villa í upphaflegri útborgun hjá þér (120-150 þúsund), ef ekki, þá er það hundraðföldun á fyrstu útborgun
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Blikur á lofti í vaxtamálum
Efnahagur Íslands farinn til fjandans á ný. Sagan stöðuga frá árinu 1940.
Aldrei læra íslendingar eitt eða neitt af sögunni og það sést.
Aldrei læra íslendingar eitt eða neitt af sögunni og það sést.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 922
- Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
- Reputation: 404
- Staða: Ótengdur
Re: Blikur á lofti í vaxtamálum
Daz skrifaði:Mossi__ skrifaði:dadik skrifaði:Isss, þið og ykkar (lág)vaxtahækkanir!
Þegar ég var ungur tók maður verðtryggð 40 ára lán á 6,95% vöxtum takk fyrir.
Þá (1991) kostaði ágæt 95m íbúð líka 6-7 millur og þurfti bara að borga 120.000-150.000 út og 100.000 þótti skítsæmileg laun í vasann.
Sambærileg íbúð færi á 50.000.000 -55.000.000 í dag, og svona 300.000 þykir sambærilegt 100.000 kallinu í denn. Já og fyrir 50.000.000 fasteign þarf í dag 10.000.000 í útborgun.
Þreföldun á tekjum, níföldun á fastrignaverði og tíföldun á útborgun.
Ath eg er að tala um rauntölur því að gamla íbúðin sem eg ólst upp í fór nýverið á sölu
Svo, sorry, ég tek ekki mikið mark á "þetta unga fólk í dag" pólnum.
Meðallaun ASÍ
1991 105 þúsund ( https://timarit.is/page/3536982#page/n18/mode/2up )
2021 620 þúsund ( https://www.asi.is/media/317220/kjarato ... r-2021.pdf )
(lágmarkslaun 370 þúsund https://www.asa.is/kjaramal/lagmarkslaun )
Svo þetta er sexföldun á tekjuupphæð í krónum á 30 árum. Svo ef ég á að vera smámunasamur þá er örugglega villa í upphaflegri útborgun hjá þér (120-150 þúsund), ef ekki, þá er það hundraðföldun á fyrstu útborgun
Ég hef þetta eftir foreldrum mínum. Mögulega átti þetta að vera 1.2mill hjá gömlu (sem mér reyndar finnst raunhæfara).
Síðast breytt af Mossi__ á Mið 09. Feb 2022 11:13, breytt samtals 2 sinnum.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 639
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Blikur á lofti í vaxtamálum
Mossi__ skrifaði:
Þá (1991) kostaði ágæt 95m íbúð líka 6-7 millur og þurfti bara að borga 120.000-150.000 út og 100.000 þótti skítsæmileg laun í vasann.
Sambærileg íbúð færi á 50.000.000 -55.000.000 í dag, og svona 300.000 þykir sambærilegt 100.000 kallinu í denn. Já og fyrir 50.000.000 fasteign þarf í dag 10.000.000 í útborgun.
Þreföldun á tekjum, níföldun á fastrignaverði og tíföldun á útborgun.
Ath eg er að tala um rauntölur því að gamla íbúðin sem eg ólst upp í fór nýverið á sölu
Svo, sorry, ég tek ekki mikið mark á "þetta unga fólk í dag" pólnum.
Ég keypti svipað stóra íbúð 2001. Hún kostaði um 11 milljónir sem gerði um 130 þús á fermetrann. Félagi minn hafði keypt íbúð árið áður á 125 þús á fermetrann og ég man ég var mikið að spá í hvort ég væri að kaupa á toppinum á einhverri bólu
Ég borgaði 3.5 milljónir út að mig minnir. Vandamálið á þessum árum var að Íbúðalánasjóður lánaði bara 70% max og það var hámark á láninu. Bankarnir voru ekki virkir á þessum markaði þannig að Íbúðalánasjóður var það eina sem var í boði. Þetta þýddi í raun að fasteignaverði var haldið niðri af því að það var ekkert mál fyrir flesta að borga af hærra láni - en þú fékkst bara ekki hærra lán. Svo breyttist þetta allt 2004 þegar bankarnir fóru að lána með engu hámarki og markaðurinn fór á flug.
Lánin voru 5,5% verðtryggt. Ef þú varst hjá lífeyrissjóði var hægt að fá 3,5% lán, líka verðtryggt, sem þótti súpergott. Það voru engin óverðtryggð lán í boði.
Þessi íbúð var svo seld á 25 milljónir 2012 og færi væntanlega á 60+ í dag. Í þessu tilfelli eru verið að tala um ca. 6x á verði og væntalega ca 3x á útborgun. Laun eru svo annað mál, ég man ekki hvað ég var með í laun á þessum tíma. Þú færð samt ekkert fyrir 300k í dag, getur varla leigt á þessum tekjum.
Held að þessar tölur séu nær lagi en tölurnar frá 1991. Fasteignamarkaðurinn var búinn að vera á niðurleið í mörg ár 1991 og náði í raun ekki botni fyrr en 1996. Ótrúlegt að hugsa til þess í dag, en það var ca. 10 ára tímabil þar sem fasteignir lækkuðu í verði.
Spurning hvort það sé auðveldara að kaupa í dag. Þetta var óttalegt vesen þegar ég var að þessu. Flestir fengu aðstoð frá foreldrum, annaðhvort fyrir útborgun eða gegnum lánsveð (sem er ekki lengur í boði). Allt aðgengi að fjármögnun er miklu auðveldara í dag, vextir eru miklu lægri og eignamynduninn á sama tíma mun hraðari. Vandamálið er að það er bara ekkert framboð á eignum, það er langt í frá eðilegt að fasteignamarkaðurinn hækki um 17% á ári eins og gerðist í fyrra.
ps5 ¦ zephyrus G14
-
- Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Blikur á lofti í vaxtamálum
dadik skrifaði:Held að þessar tölur séu nær lagi en tölurnar frá 1991. Fasteignamarkaðurinn var búinn að vera á niðurleið í mörg ár 1991 og náði í raun ekki botni fyrr en 1996. Ótrúlegt að hugsa til þess í dag, en það var ca. 10 ára tímabil þar sem fasteignir lækkuðu í verði.
Ég ætlaði einmitt að fara að mótmæla þessu íbúðaverði sem Mossi sagði frá en þegar ég skoðaði fasteignaauglýsingar 1991 og 1999 þá sá ég að þá varð engin hækkun í líkingu við það sem við erum að eiga við núna síðustu 15 árin.
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Blikur á lofti í vaxtamálum
Daz skrifaði:dadik skrifaði:Held að þessar tölur séu nær lagi en tölurnar frá 1991. Fasteignamarkaðurinn var búinn að vera á niðurleið í mörg ár 1991 og náði í raun ekki botni fyrr en 1996. Ótrúlegt að hugsa til þess í dag, en það var ca. 10 ára tímabil þar sem fasteignir lækkuðu í verði.
Ég ætlaði einmitt að fara að mótmæla þessu íbúðaverði sem Mossi sagði frá en þegar ég skoðaði fasteignaauglýsingar 1991 og 1999 þá sá ég að þá varð engin hækkun í líkingu við það sem við erum að eiga við núna síðustu 15 árin.
Svarið er einfalt við þessu.
Framboð vs eftirspurn.
Höfum aldrei bætt upp fyrir þann skort sem átti sér stað eftir hrunið 2008. Bæjarfélög og þá sérstaklega Reykjavík eru engan vegin að hjálpa með það.
Stýrivextir gera lítið á meðan fólk neyðist til að kaupa sama hvað verðið er.
Þegar ég keypti mína íbúð fyrir rúmu ári síðan bauð ég í 5 fasteignir áður en ég fékk þá sem ég er í. Þær allar með tölu voru yfirboðnar langt umfram uppsett verð. Ein þeirra var komin 5 milljónum yfir uppsett daginn sem hún var sýnd og ekki var hún ódýr fyrir.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 639
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Blikur á lofti í vaxtamálum
Mossi__ skrifaði:
Ég hef þetta eftir foreldrum mínum. Mögulega átti þetta að vera 1.2mill hjá gömlu (sem mér reyndar finnst raunhæfara).
Mér finnst eins og Íbúðalánasjóður hafi lánað 75% fyrir fyrstu kaup. Þannig að 1,2 milljónir er nærri lagi en kannski í lægri kantinum.
ps5 ¦ zephyrus G14
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 639
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Blikur á lofti í vaxtamálum
vesley skrifaði:Svarið er einfalt við þessu.
Framboð vs eftirspurn.
Höfum aldrei bætt upp fyrir þann skort sem átti sér stað eftir hrunið 2008. Bæjarfélög og þá sérstaklega Reykjavík eru engan vegin að hjálpa með það.
Stýrivextir gera lítið á meðan fólk neyðist til að kaupa sama hvað verðið er.
Þegar ég keypti mína íbúð fyrir rúmu ári síðan bauð ég í 5 fasteignir áður en ég fékk þá sem ég er í. Þær allar með tölu voru yfirboðnar langt umfram uppsett verð. Ein þeirra var komin 5 milljónum yfir uppsett daginn sem hún var sýnd og ekki var hún ódýr fyrir.
Það eru tvær ástæður fyrir verðlagningunni í dag. Lítið framboð og svo lágir vextir. Auðvelt að skýra framboðshliðina, það hefur bara lítið verið byggt og hjá Borginni hefur fókusinn verið á þéttingu sem er frekar dýr og gerir ástandið ennþá verra. Fáar íbúðir og dýrar sem eru að koma inn á markaðinn.
Lágir vextir keyra svo verðið líka upp. Dæmi. Þú hefur 100.000 kr til að borga í húsnæði mánaðarlega. Ef vextir eru 20% ræður þú kannski við að borga af lánum upp á 5 milljónir. Ef vextir eru 2% nærð að borga af lánum upp á 50 milljónir.
ps5 ¦ zephyrus G14
-
- Nörd
- Póstar: 134
- Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
- Reputation: 35
- Staða: Ótengdur
Re: Blikur á lofti í vaxtamálum
dadik skrifaði:Uncredible skrifaði:Skil ekki þessar vaxtahækkanir, ætti þetta ekki frekar að ýta undir verðbólgu þar sem fólk hefur minna á milli handana og þá fá verslanir og þjónusta minni tekjur?
Stýrivaxtahækkanir hækka fjármagnskostnað þannig að allar framkvæmdir verða dýrari. Þetta dregur úr eftirspurn og "kælir" þannig hagkerfið þannig að það eru fleiri að berjast um verkefnin (sem skilar sér í lægri verðum). Ef allir eiga fullt af pening getur Toyota rukkað 20m fyrir Land Cruiser. Ef enginn á pening neyðast þeir kannski til að lækka verðið ef þeir ætla að selja eitthvað.
Lengi vel þegar öll lán voru verðtryggð höfðu stýrivaxtahækkanir engin áhrif á almenning (man einhver eftir árunum fyrir hrun þegar stýrivextir komust í 15%). En núna eru margir komnir yfir í óverðtryggð lán sem þýðir að hækkunin kemur til með að hafa bein áhrif á hvað þú átt mikið eftir í veskinu. Þetta þýðir (vonandi) að stýrivextir komi til með að vera lægri í framtíðinni miðað við það sem áður taldist vera normið.
Já en ef allar framkvæmdir eru dýrari þá þarf að fjármagna það einhvern veginn og afhverju þá ekki bara leggja þá hækkun á kaupandann?
Mér finnst eins og þetta tól er einhvað sem á að virka í fullkomnum heimi, en getur virkað á bóða bóga semsagt bæði aukið eða minnkað verðbólgu.
Núverandi verðbólgu sem er á alþjóðavísu að þá muni þessi vaxtahækkun ekki skila neinum árangri hérna nema bara draga úr pening í umferð.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 922
- Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
- Reputation: 404
- Staða: Ótengdur
Re: Blikur á lofti í vaxtamálum
dadik skrifaði:Mossi__ skrifaði:
Ég hef þetta eftir foreldrum mínum. Mögulega átti þetta að vera 1.2mill hjá gömlu (sem mér reyndar finnst raunhæfara).
Mér finnst eins og Íbúðalánasjóður hafi lánað 75% fyrir fyrstu kaup. Þannig að 1,2 milljónir er nærri lagi en kannski í lægri kantinum.
Heyrðu. Sammála þer. Finnst það líklegra.
Eg er kominn á það að það að það hafi eitthvað misfarist hjá gömlu í innslættinum, en eg hef þetta bara eftir gamla settinu.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 639
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Blikur á lofti í vaxtamálum
Mossi__ skrifaði:dadik skrifaði:Mossi__ skrifaði:
Ég hef þetta eftir foreldrum mínum. Mögulega átti þetta að vera 1.2mill hjá gömlu (sem mér reyndar finnst raunhæfara).
Mér finnst eins og Íbúðalánasjóður hafi lánað 75% fyrir fyrstu kaup. Þannig að 1,2 milljónir er nærri lagi en kannski í lægri kantinum.
Heyrðu. Sammála þer. Finnst það líklegra.
Eg er kominn á það að það að það hafi eitthvað misfarist hjá gömlu í innslættinum, en eg hef þetta bara eftir gamla settinu.
Annað eins hefur nú gerst
Mér finnast þetta samt mjög áhugaverðar pælingar, að sjá hvað þetta hefur breyst mikið á rúmum 30 árum
ps5 ¦ zephyrus G14
Re: Blikur á lofti í vaxtamálum
vesley skrifaði:Höfum aldrei bætt upp fyrir þann skort sem átti sér stað eftir hrunið 2008. Bæjarfélög og þá sérstaklega Reykjavík eru engan vegin að hjálpa með það.
Væri frábært að fá source á þetta hjá þér.
Hér er t.d. yfirlit yfir íbúðir í byggingu síðustu 10 ár skv. samtökum iðnaðarins (tekið úr húsnæðisáætlun Reykjavíkur).
Síðast breytt af jericho á Mið 09. Feb 2022 12:13, breytt samtals 3 sinnum.
5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 639
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Blikur á lofti í vaxtamálum
jericho skrifaði:vesley skrifaði:Höfum aldrei bætt upp fyrir þann skort sem átti sér stað eftir hrunið 2008. Bæjarfélög og þá sérstaklega Reykjavík eru engan vegin að hjálpa með það.
Væri frábært að fá source á þetta hjá þér.
Hér er t.d. yfirlit yfir íbúðir í byggingu síðustu 10 ár skv. samtökum iðnaðarins (tekið úr húsnæðisáætlun Reykjavíkur).
Ekki láta áróðursdeild Reykjavíkurborgar byrgja ykkur sýn - þetta sést svart á hvítu hérna (síða 5 fyrir áhugasama)
https://hms.is/media/8581/stada-og-thro ... a_2021.pdf
ps5 ¦ zephyrus G14
Re: Blikur á lofti í vaxtamálum
dadik skrifaði:Ekki láta áróðursdeild Reykjavíkurborgar byrgja ykkur sýn - þetta sést svart á hvítu hérna (síða 5 fyrir áhugasama)
https://hms.is/media/8581/stada-og-thro ... a_2021.pdf
Sagði aldrei hvort verið væri að byggja nóg eða ekki.
5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 922
- Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
- Reputation: 404
- Staða: Ótengdur
Re: Blikur á lofti í vaxtamálum
dadik skrifaði:Mossi__ skrifaði:dadik skrifaði:Mossi__ skrifaði:
Ég hef þetta eftir foreldrum mínum. Mögulega átti þetta að vera 1.2mill hjá gömlu (sem mér reyndar finnst raunhæfara).
Mér finnst eins og Íbúðalánasjóður hafi lánað 75% fyrir fyrstu kaup. Þannig að 1,2 milljónir er nærri lagi en kannski í lægri kantinum.
Heyrðu. Sammála þer. Finnst það líklegra.
Eg er kominn á það að það að það hafi eitthvað misfarist hjá gömlu í innslættinum, en eg hef þetta bara eftir gamla settinu.
Annað eins hefur nú gerst
Mér finnast þetta samt mjög áhugaverðar pælingar, að sjá hvað þetta hefur breyst mikið á rúmum 30 árum
Já.
Sko. 91, þá var pabbi minn að fá um 100.000 útborgað og það þótti bara allt í lagi. 2 krakkar og gamla í námi.
Jújú, tókum slátur og hafragrautur í matinn og svona en samt, höfðum það ágætt.
2005 þá var eg að fá 150.000 útborgað.. og jújú, það var ekkert brill og félagar í kring tekjuhærri en eg gat auðveldlega leigt og rekið bíl og haft það ágætt á þessum launum.
Í dag dugir 300.000 útborgað ekki upp í nös á ketti og hvað þá þegar maður er á leigumarkað að reka bíl (guðblessunarlega eru tekjur mínar hærri en þetta og eg á fasteign, en margir og þá sérstaklega ungt fólk er í svona sporum).
Og í því umhverfi þarf að safna 7 mill til að kaupa 40fm stúdíóíbúð.
Þróun fasteignamarkaðarins síðasta árið hefur verið svakaleg, og leigumarkaðarins ekkert skárri.