Hauxon skrifaði:Tbot skrifaði:Jæja, það kemur alltaf meira og meira í ljós
Vísa hérna í greinina hjá DV
http://www.dv.is/frettir/2017/9/20/saen ... xtan-born/Sá hana í erlendum miðlum fyrir nokkrum dögum.
Þarna er bara eitt sveitarfélag búið að nota meira en 4 milljarða í íbúðarkaup á nokkrum árum fyrir "velferðarflóttamenn"
Í erlendu greinunum er kostnaður vegna þessa eina flóttamans um 150 milljónir vegna íbúðarkaupa, fyrir utan allt hitt.
Þetta er raunveruleikinn sem rapport á svo erfitt með að horfast í augu við.
Raunveruleikinn er að þetta er falsfrétt.
1. Fjölkvæni er ekki löglegt í Sviþjóð fremur en annarsstaðar í hinum vestræna heimi.
2. Um er að ræða félagslegar íbúðir sem sveitarfélagið leigir út.
3. Leigjendurnir eru einstæðar mæður sem eiga börn með sama manninum.
Sveitarfélagið gaf s.s. ekki manni 3 íbúðir til að hann gæti stundað fjölkvæni eins má lesa út úr fréttinni.
Svo er önnur umræða hvort það eigi að aðstoða flóttafólk eða hvort að sveitarfélög eigi að vera með félagslegar íbúðir. Reikna með að harðir hægri sinnar vilji hvorugt.
Ertu með staðfestingu að þetta sé falsfrétt, annað en þetta venjulega bull, þegar vinstri sinnuðum hugnast ekki sannleikurinn.
Það stendur einungis að þetta sveitarfélag hefur þurft að eyða miklum upphæðum til að kaupa húsnæði á síðustu árum.
Því lög í Svíþjóð þvinga sveitarfélögin til þessa.
Þó fjölkvæni sé ekki löglegt í Svíþjóð, þá er ekkert gert við því, vegna "flóttamanna". Nokkur dæmi um samskonar hluti getur þú fundið frá Þýsklandi, þar sem öllum konunum er skaffaðar íbúðir, en kallinn flakkar á milli, þó hann þurfi að skilgreina eina sem lögformlega eiginkonu.
Þar sem einungis má skilgreina eina sem eiginkonu, þá fá hinar stöðu einstæðra mæðra, en hann heldur áfram að koma við og fjölga í skaranum.
Því Svíþjóð og Þýskalnd eru að því sem ég best veit ekki með nein lög líkt og í Danmörku sem takmarka stuðning við fjölda barna.