Sallarólegur skrifaði:GuðjónR skrifaði:Ef ég ætti stóran sendibíl þá myndi ég nota tækifærið og kaupa upp allt vatn í Costco á 11 kr. flöskuna, fara beint í endurvinnsluna og selja þær á 16 kr. Það hlýtur einhver að gera þetta í dag.
Þú verður að surta úr þeim fyrst
Vera með oddmjóann hníf setja kassana upp á rönd og gata botninn, þá tæmirðu allan kassann í einu og ert snöggur að því.
Sallarólegur skrifaði:slendingar eru með alvarlegt stockholm syndrome.
Það að olíufélögin, Byko og Húsa séu enn í góðum gír er góð sönnun.
Sammála, ég veit ekki hve oft ég hef notað þetta orðalag og oftar en ekki verið fleimaður fyrir. En þetta er staðreynd.
Og fullt af fólki sem fer í vörn fyrir kvalara sína. Verði því að góðu segi ég bara.
Annað jákvætt við Costco, þessi viðbrögð (15% þjóðarinnar komin með aðgangskort á opnunardegi) og metsala mun vekja athygli annara.
Vonandi fáum við Target eða aðra góða inn, ef þið hafið lært grunninn í markaðsfræði þá vitið hvernig "Smásöluhjólið" virkar, verslanir byrja með lá vöruverð en hækka svo yfir tímann og það gefur örðum tækifæri til að koma inn með lág verð, t.d. þá var Hagkaup í upphafi lágvöruverslun. Bónus "var" það líka en er orðin hverfisbúð í dag og búinn að gefa færi á því að aðrir taki við keflinu sem lágvöruverslun.