jonsig skrifaði:PC "maur" þarna er ég einfaldlega nota myndlíkingu. Stór hluti fólks hefur ekki heilastarfsemi til að mynda sína eign skoðun og flykkist bakvið "vinsælar" skoðanir sem þeir halda að sé líkleg til sigurs, hvort það sé eitthvað vit í hugmyndafræðinni er annað mál. Það nota þeir sér til að mála sig upp sem góða manneskju og á háu siðferðisplani, þetta er eina leiðin fyrir þetta lið að fá eitthvað samþykki frá samfélaginu.
Þú kallar mig þjóðernispopulista því ég hennti inn bláköldum staðreyndum sem eru áhyggjuefni alveg sama hvernig þú vilt horfa á það, þú dregur mig inní hóp þegar ég er bara einstaklingur með eigin skoðannir og óhræddur við eitthvað outrage lið. Þannig er búið um hnútana að ég á að skammast mín fyrir að vera ásakaður um að tilheyra þessum hópi en mér er slétt sama, en á sama tíma hræðir einhvern annan við að tjá skoðannir sínar. Ef ég er sekur um eitthvað þá er það andúð mín á öllum þeim hópum sem vilja setja málfrelsinu skorður.
Það er einmitt þín hugmyndafræði (eh úr ruslaskistu marxismans) sem flest fólk hefur látið lífið í einhverskonar þjóðernishreinsunum. Og þín taktík er að hafa eins mikið milli handanna af upphrópunum og frösum síðan á að rail-roada mig með ásökunum og siðferðis prédikunum. Eina planið þitt hérna er að kaffæra aðrar skoðanir á spjallinu hérna.
Það er ekkert fróðleiksgildi í þessum svörum hjá þér, líkt og hinum pc. Bara öskur og tilfinningar.
Þú s.s. áætlar að ég viti ekki hvað ég er að tala um hérna og að ég sé bara að apa eftir öðrum.Það er fátt meira niðrandi hægt að segja við aðra manneskju þegar verið er að ræða hlutina.
PC snýst um siðferði og að virða réttindi fólk, það er ekkert við pólitíska réttsýni sem dregur úr málfrelsi þínu eða réttindum nokkurs manns, ekki nema einhver sé algjörlega búinn að tapa sér í öfgunum og er þá by default orðinn hluti af vandamálinu, ekki lausninni.
Ég kallaði þig ekki þjóðernispolúlista því að þú fórst að posta fréttum um glæpi innflytjenda eða flóttafólks í Svíðþjóð, ég kallaði þig þjóðernispopúlista því að þú vildir nota þessar fréttir það sem einhverskonar rök eða afsökun fyrir að virða ekki réttindi flóttafólks og innflytjenda hér á Íslandi.
Það er algjörlega rangt hjá þér, ég hef ekki verið að beita fyrir mig neinum upphrópunum eða frösum heldur verið málefnalegur alveg frá upphafi.
Ég er með hellings tilfinningar í þessu máli, ég þekki helling af innflytjendum og búinn að þekkja síðan í barnaskóla, meira en helmingur fólksins í blokkinni minni eru innflytjendur og ég veit upp á hár hvernig okkar samfélag skerðir tækifæri innflytjenda og setur innfædda skör hærra.
Mér finnst það ljótt og mér finnst það siðlaust.
En ég hef ekki verið með neinar upphrópanir eða tilfinningarök hérna í þræðinum og ég hef ekkert gagnrýnt þig, bara þínar skoðanir.
Það eru akkúrat umræður sem þessar sem skipta samfélag okkar máli, að einhver geti lesið þetta yfir og myndað sér skoðun.
Hugsanlega einhverjir sammála þér og einhverjir aðrir sammála mér.
Þetta er spjallborð og hér er fókl til að spjalla = nota tjáningafrelsið innan reglna spjallborðsins.
Enginn hefur reynt að takmarka getu þína eða tækifæri til að spjalla.
Ef þér finnst þú málaður út í horn og erfitt að svara fyrir skoðanir þínar, þá er orsök þess vandamáls ekki hjá okkur hinum, hún er hjá þér.