angelic0- skrifaði:klaufi skrifaði:Hefur þú hitt mann sem hefur reykt í 5 ár+ ?
Já, hefur þú hitt dagdrykkjumann sem að er búinn að drekka upp á dag í 5ár
Vil endilega benda á að dagleg neysla áfengis hefur mun skaðlegri áhrif á líkamann, sálina og heilastarfsemi heldur en dagleg neysla cannabis....
Einnig má benda á þær staðreyndir að magnið sem að þarft til þess að reykja sig til dauða af cannabis efnum er í slíku magni að það er óframkvæmanlegt, á meðan að það er auðveldlega hægt að drekka sig til dauða
Allt er gott í hófi, svo einfalt er það.... Áfengi er TÖLUVERT sterkari vímugjafi en Cannabis, og það er alveg á hreinu að þau skipti sem að ég hef reykt cannabis efni hef ég ekki verið uppvís að því að fremja lögbrot að öðru leyti en fyrir vörslu efnisins. Ég hef hinsvegar margsinnis verið dæmdur fyrir líkamsárás eða e'h álíka í tengslum við neyslu áfengis
Annars er best að sleppa þessu öllu og er það viðhorf mitt til þessa
áfengi er btw viðbjóður
Já, en ég hef séð menn draga sig upp úr alvarlegri áfengisneyslu til margra ára og koma vel heilbrigðir út úr því.
Ath, ég er ekki að fara ða rökræða þetta efni neitt mikið, hef aldrei notað það og það heillar mig ekki.
En ég hef unnið með nokkrum sem nota / notuðu þetta.
3 af þeim höfðu reykt í meira en fimm ár, og voru gjörsamlega skemmdir.
Einn reykti nánast upp á dag í tvö ár en var nokkuð skarpur fyrir utan minni, hann vildi kenna því um. ( Ath. kemur frá honum ekki mér.) Hann mundi engin nöfn (vinnufélagar til tveggja ára meðtaldir), aldrei hvað hann átti að kaupa, þurfti að skrifa allt niður.
Tveir voru í neyslu 3-7 sinnum í viku og þeir voru ekki viðræðuhæfir, notuðu ekki í vinnu, en á flestum kvöldum eftir vinnu. Þeir mundu ekki neitt, gátu ekki gert neitt sálfstætt.
Geri mér vel grein fyrir því að þetta er eitthvað persónubundið, en þeir sem ég hef hitt sem hafa reykt í lengri tíma fundust þeir sjálfir vera vel viðræðuhæfir en voru það enganveginn..
Þetta er mitt innlegg, og mín reynsla af þessu, ætla ekki að rökræða þetta meira þar sem þetta kemur mér ekkert við og mér er alveg sama hvort þetta sé bannað eða ekki.
*Bætt við* Það er til misnotkun á öllum vímugjöfum, ég drekk oft bjór, en sjaldan verð ég sótölvaður. ég er að tala um menn sem notuðu flesta daga.