Skemmtilegar spurningar
moltium skrifaði:Hvað er hægt að greiða mikið á mánuði án þess að vera þræll lánsins síns.
Það er spurning hversu mikla gleði, þægindi og frelsi fasteignin veitir þér... hversu góð kaup þú gerðir.
Ef að eignin er það frábær að þú ert alltaf heima að dúlla þér, kannski með bílskúr og garð, pall og pott... þá þarftu ekki að eyða peningum í aðra afþreyingu, ferðir, út að borða ofl. ofl.
moltium skrifaði:Síðan var númer 2 að setja viðbótarlífeyrinn beint inn á höfuðstólinn.
Do it... á meðan þú getur. Það sem fer í lífeyrissjóð þarftu að greiða tekjuskatt af þegar þú færð greitt en ef þetta fer inn á lánið þá selur þú eignina og færð allan peninginn í vasann + greiðir minnaí vexti, eignast eignina fyrr ofl. ofl.
moltium skrifaði:Síðan eftir það í engri sérstakri röð fór maður að pæla í hlutum eins og hversu mikið get ég stytt lánið í hlutfalli við það sem ég er tilbúinn að borga mánaðarlega. Þá eykur þú hlutfallið inn á höfulstól vs vexti.
Svo er það bara að vega salt þarna þar til þú finnur þetta sweetspot.
Upphæðin sem að ég var tilbúinn að borga á mánuði var undir þeirri upphæð sem það kostaði að halda óverðtryggðu láni, þá var ekkert annað í boði en að fara í verðtryggt.
Við enduðum síðan á að taka það í hámarkstímann og hafa greiðslubirgðina sem lægsta og taka síðan hver mánaðarmót og setja viðbótarlífeyrinn inn á lánið ásamt auka greiðslu þar sem það er ekki vextir á innborgun á lánið hjá okkur.
Þetta er algjört bras og maður finnum um leið hvað verðtryggð lán eru mikil pintingartól mannskepnunar en slow and steady wins the race og maður er að vona að þetta fari að lagast og það verði boðlegt að fara í óverðtryggt lán aftur.
Þessi verðtryggðu jafngreiðslulán eru hættuleg en kannski ekki jafn hættuleg og óverðtryggð með breytilegum vöxtum... en það fer alveg eftir aðstæðum hvers og eins.
Ótrúlegt en satt þá virðist alltaf vera óhagstæðast að leigja NEMA maður sé hjá traustum og sanngjörnum leigusala... en þeim virðist fara fækkandi.