rapport skrifaði:Ef fólk kann sér ekki hóf þá verður samfélagið að skerast í leikinn, ekki til að vera me forsjárhyggju heldur til að spara sér peninga.
Þú segir þetta, en sparar það raunverulega peninga?
Segjum að tóbak sé gert ólöglegt með öllu. Hugsjónin er sú að nú hættir fólk að nota tóbak og það sparast hellings peningur í heilbrigðiskerfinu.
En raunveruleikinn er víst ekki svona einfaldur. Myndi tóbaksneytendnum fækka? Eflaust, svona fyrst um sinn allavega.
Í fyrsta lagi, ef sett eru lög, þá þarf einhver að sjá til þess að lögunum sé framfylgt.
Þá er komið enn eitt eilífðarverkefni fyrir lögreglu og dómstóla og miðað við það gríðarlega magn af tóbaksneytendum í landinu þá má gera ráð fyrir að enn verði gríðarleg eftirspurn eftir tóbaki eftir lögbann.
Eflaust munu margir sjá sér viðskiptatækifæri í því að flytja inn tóbak ólöglega, tollfrjálst og vasklaust og áframselja til neytenda, skattfrjálst á uppsprengdu verði.
Við borgum svo lögregluþjónum fyrir að eltast við þessa tilbúnu glæpamenn, dómstólum fyrir að dæma þá og fangelsum fyrir að refsa þeim.
Neytendur þurfa ennþá að nýta sér heilbrigðiskerfið, en munurinn er sá að nú borga þeir enga skatta af tóbakinu sínu. En kannski fækkar neytendendum nógu mikið þannig þetta jafnist út.
Í kringum þennann bransa verður svo til önnur glæpastarfssemi, sem að einkennist hugsanlega af ofbeldisglæpum, og þar af leiðandi minnkar öryggi landsmanna (sérstaklega í ljósi þess að nú er lögreglan upptekin við að eltast við reykingamenn).
Er ég úti á þekju hérna?
rapport skrifaði:ég mundi telja að án valdafíknar mannsins þá væri samfélag manna siðprúðara.
Ég lagaði þetta fyrir þig.