Ömmi að gera "Stóra hluti"

Allt utan efnis
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Ömmi að gera "Stóra hluti"

Pósturaf appel » Fim 14. Feb 2013 19:14

Bönnun svo VPN, dulkóðun og torrent!!


*-*

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ömmi að gera "Stóra hluti"

Pósturaf GuðjónR » Fim 14. Feb 2013 19:15

appel skrifaði:Bönnun svo VPN, dulkóðun og torrent!!

Og Vaktina...það er andfélagslegt að hafa skoðanir og tjá sig um þær.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7499
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1163
Staða: Ótengdur

Re: Ömmi að gera "Stóra hluti"

Pósturaf rapport » Fim 14. Feb 2013 20:43

Mér finnst þessi umræða nokkuð ósvífin.

Klámnotkun unglinga á Íslandi er meiri en gengur og gerist og við stundum mikið kynlíf.

http://www2.hu-berlin.de/sexology/IES/iceland.html

Þarna eru tölur sem sýna að mikill meirihluti barna eru farin að stunda kynlíf á 16. aldursári, s.s. fyrir 17 ára. (djí, ég hef verið all svakalega eftirá, með seinustu 7%.)


Á sama tíma eru skilgreiningar á vanrækslu og misnotkun - http://www.dorightbykids.org/working-de ... se-neglect


Þó það komi ekki fram þarna beint, þá liggur það í loftinu að ef barn (undir 18) er með óheftan aðgang að internetinu og horfir á klám, jafnvel þó foreldri viti ekki af því, þá er um vanrækslu að ræða.

Margt af því efni sem er á internetinu á ekki erindi til barna og að fylgjast ekki með því hvað þau gera á netinu er vanræksla.

Við fáum bæklinga heim til að kenna þeim umferðareglurnar, það vantar eitthvað sambærilegt til að kenna þeim á internetið og svo seinna meir um kynlíf.

Þetta er svo sjálfsögð þjónusta og mundi draga úr miklum vanda.



Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1329
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 98
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ömmi að gera "Stóra hluti"

Pósturaf Stuffz » Fim 14. Feb 2013 21:09

Sko ég er nokkuð viss um að hann var að tækla hysteríuna vegna kynferðislegrar misnotkunar sem er búin að vera undanfarin misseri, ég les þetta allavegana svoleiðis eftir að blaðamaður spurði hann hvort það væri nóg eitthverjar aðgerðir sem hann var að láta gera einsog ég veit ekki hvað meira átti að ætlast til af manninum svo hann sagði eitthvað "það verður aldrei nóg" enda hvernig svara maður því sem maður veit að enginn getur lagað hvorki nú fyrr né síðar, þetta er djöfull sem samfélagið hefur, á og er búið að þurfa að draga sjálfsagt frá grárri forneskju, hef heyrt um það að þessi tala er há hjá frumstæðum ættbálkum einsog t.d. innfædda Ástralíunegra, og þarf reynda ekki að fara lengra en til Grænlands ef maður vill halda sér á þessu heimshveli, misnotkunin verður aldrei upprætt frekar "Reykjavík Fíkniefnalaus 2000" :P en það er önnur saga.

Klám fyrir mitt leiti hver sem er má reyna að banna það fyrir mér og gangi honum bara vel að reyna, ég held ég lifi það af :lol:

ég tek svona hugmyndum allavegana ekki alvarlega og spyr að leikslokum, ætla að bíða með að hneykslast á þessu ef svo stjarnfræðilega vildi til að hugmyndin kæmist á næst stig.

btw kom þetta eitthvað í sjónvarpsfréttunum? varð nefnilega ekki var við það en hef svosem ekki veriða ð horfa á alla fréttatíma.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Ömmi að gera "Stóra hluti"

Pósturaf dori » Fim 14. Feb 2013 21:20

zetor skrifaði:http://gizmodo.com/5984264/iceland-wants-to-ban-internet-porn

:face þetta fólk þarf að hætta! Þau eru farin að verða okkur til skammar á alþjóðlegum vettvangi... Fuuuuu.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Ömmi að gera "Stóra hluti"

Pósturaf appel » Fim 14. Feb 2013 21:30

Hvernig verndar það börnin að banna fullorðnum einstaklingi að kaupa aðgang að klámvef með kreditkorti sínu?

Eini hópurinn sem er verið að vernda eru öfgafullt fólk með forræðishugsjónir sem vill ráða því hvað aðrir gera, sjá og segja.

Sem betur fer eru kosningar á næsta leyti og sem betur fer er að verða ljósara með hverjum deginum að Öfgamundur mun ekki ráða neinu næstu 4 árin.


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7499
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1163
Staða: Ótengdur

Re: Ömmi að gera "Stóra hluti"

Pósturaf rapport » Fim 14. Feb 2013 21:58

appel skrifaði:Hvernig verndar það börnin að banna fullorðnum einstaklingi að kaupa aðgang að klámvef með kreditkorti sínu?

Eini hópurinn sem er verið að vernda eru öfgafullt fólk með forræðishugsjónir sem vill ráða því hvað aðrir gera, sjá og segja.

Sem betur fer eru kosningar á næsta leyti og sem betur fer er að verða ljósara með hverjum deginum að Öfgamundur mun ekki ráða neinu næstu 4 árin.



Held að fáir hafi tekið undir þetta 100% bann. Ég agitera eingngu fyrir því að filterar internetfyrirtækjana séu virkir by default á tengingum.

Það sé svo hægt að slökkva á því í max mánuð í einu eða e-h álíka.

Sama gildir um "unglingaáskriftir" að GSM, að klám sé filterað frá á neti þeirra síma sem notandinn er undir 18



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Ömmi að gera "Stóra hluti"

Pósturaf appel » Fim 14. Feb 2013 22:04

rapport skrifaði:
appel skrifaði:Hvernig verndar það börnin að banna fullorðnum einstaklingi að kaupa aðgang að klámvef með kreditkorti sínu?

Eini hópurinn sem er verið að vernda eru öfgafullt fólk með forræðishugsjónir sem vill ráða því hvað aðrir gera, sjá og segja.

Sem betur fer eru kosningar á næsta leyti og sem betur fer er að verða ljósara með hverjum deginum að Öfgamundur mun ekki ráða neinu næstu 4 árin.



Held að fáir hafi tekið undir þetta 100% bann. Ég agitera eingngu fyrir því að filterar internetfyrirtækjana séu virkir by default á tengingum.

Það sé svo hægt að slökkva á því í max mánuð í einu eða e-h álíka.

Sama gildir um "unglingaáskriftir" að GSM, að klám sé filterað frá á neti þeirra síma sem notandinn er undir 18


Internetfyrirtækin eru með síur nú þegar. En að vísu þarf að biðja um að virkja þær. Ég held þó að það sé alltaf boðið upp á þetta þegar ný nettenging er stofnuð.

Í raun tek ég bara til umræðu hvort svona netsía eigi að vera virkjuð "by default" eða hvort hún eigi að vera "opt in". Þetta með að þú getir slökkt á henni, en svo virkjast hún sjálfkrafa aftur eftir einn mánuð, á að vera bara stillingaratriði, þú átt að geta slökkt á síunni alfarið og fyrir fullt og allt.

Birgitta Jónsdóttir lagði frekar til þessa leið, en Öfgamundur tók held ég lítið mark á henni. Skynsemi og meðalhóf fær einfaldlega ekki að ráða á Íslandi. :crazy


*-*

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Ömmi að gera "Stóra hluti"

Pósturaf dori » Fim 14. Feb 2013 22:08

Það sem mér finnst alvarlegast er að koma með svona hugmyndir og henda þeim fram "við þurfum að skoða það að banna allt klám á internetinu okkar!!!!1!!!ONE!" án þess að segja meira en bara það. Auðvitað tekur fólk þessu eins og það eigi að setja upp einhvern almáttugan eldvegg utan um pípurnar til landsins.

Þetta er bara gríðarlegt ábyrgðarleysi af ráðherra og til skammar. Hann ætti að segja af sér, þó svo það sé svona stutt í kosningar, fyrir að gera okkur svona að athlægi á alþjóðavettvangi. Og þessi kona þarna sem er talsmaðurinn hans má taka pokann sinn líka - mjög vel gert hjá henni.



Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1329
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 98
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ömmi að gera "Stóra hluti"

Pósturaf Stuffz » Fim 14. Feb 2013 22:32

dori skrifaði:Það sem mér finnst alvarlegast er að koma með svona hugmyndir og henda þeim fram "við þurfum að skoða það að banna allt klám á internetinu okkar!!!!1!!!ONE!" án þess að segja meira en bara það. Auðvitað tekur fólk þessu eins og það eigi að setja upp einhvern almáttugan eldvegg utan um pípurnar til landsins.

Þetta er bara gríðarlegt ábyrgðarleysi af ráðherra og til skammar. Hann ætti að segja af sér, þó svo það sé svona stutt í kosningar, fyrir að gera okkur svona að athlægi á alþjóðavettvangi. Og þessi kona þarna sem er talsmaðurinn hans má taka pokann sinn líka - mjög vel gert hjá henni.


Auðvitað eru þessir Stjórnmálakallar að setja sig í atkvæðaveiða-gírinn svo maður má sjálfsagt búast við allskonar töfralausnum við vandamálum samfélagsins á næstu vikum og mánuðum :snobbylaugh

finnst að aðgengi barna að þessu sé aðalmálið að tækla, og þá hefst leitin að gullna meðalveginum :-k


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack


playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 74
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ömmi að gera "Stóra hluti"

Pósturaf playman » Fim 14. Feb 2013 22:34

Afhverju þarf alltaf að nota börn til þess að koma einhverjum fáránlegum hlutum í gegn?


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Ömmi að gera "Stóra hluti"

Pósturaf appel » Fim 14. Feb 2013 22:49

playman skrifaði:Afhverju þarf alltaf að nota börn til þess að koma einhverjum fáránlegum hlutum í gegn?

Klám, og þá sérstaklega barnaklám, er mjög oft notað sem yfirhylming, eða "farartæki", til að koma umdeildum lagafrumvörpum í gegn. Slík lagafrumvörp fela í sér þó allt önnur áhrif en auglýst var.
Þetta var t.d. gert þegar reynt var að koma SOPA/PIPA í gegnum bandaríkjaþing.

Hérna er fín grein sem lýsir þessu ferli ansi vel:
http://torrentfreak.com/the-copyright-l ... hy-110709/


Einsog með margt annað, the road to hell is paved with good intentions. Alltaf byrjar eitthvað á þessum nótum, en svo er infrastrúktúrinn kominn, og alltaf verður auðveldara að byggja á honum. Fyrst er það klám, svo er það fjárhættuspil, svo er það hatursáróður, svo er það áróður ólöglegra samtaka, svo er það áróður pólitískra samtaka sem þykja of "öfgafull", svo er það mat stjórnvalda á hverjum tíma hvað á að banna næst sem gæti hugsanlega ógnað þjóðarhag eða hvaðeina. Fyrr en varir þurfum við að fá neteftirlitsmann sem kemur heim til okkar til þess að horfa á það sem við erum að gera á netinu. Nei, í alvörunni, þannig er það í N-Kóreu.

Nb. Ástralía setti á laggirnar internetsíu fyrir allt landið. Svo komst upp að þeir væru að setja í síuna síður sem voru pólitískar og höfðu ekkert með eitthvað ólöglegt athæfi að gera.


*-*


hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Ömmi að gera "Stóra hluti"

Pósturaf hkr » Fim 14. Feb 2013 23:56

rapport skrifaði:Mér finnst þessi umræða nokkuð ósvífin.

Klámnotkun unglinga á Íslandi er meiri en gengur og gerist og við stundum mikið kynlíf.

http://www2.hu-berlin.de/sexology/IES/iceland.html


Þessi rannsókn/grein er að vísa í tölur í kringum 1998-1999, það er nú frekar langsótt að kenna klámvæðingu nútímans með tölum frá 1998. Við erum að tala á þeim tíma var þráðlaustnet það nýjasta.. og að Napster kom út 1999.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7499
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1163
Staða: Ótengdur

Re: Ömmi að gera "Stóra hluti"

Pósturaf rapport » Fös 15. Feb 2013 02:07

hkr skrifaði:
rapport skrifaði:Mér finnst þessi umræða nokkuð ósvífin.

Klámnotkun unglinga á Íslandi er meiri en gengur og gerist og við stundum mikið kynlíf.

http://www2.hu-berlin.de/sexology/IES/iceland.html


Þessi rannsókn/grein er að vísa í tölur í kringum 1998-1999, það er nú frekar langsótt að kenna klámvæðingu nútímans með tölum frá 1998. Við erum að tala á þeim tíma var þráðlaustnet það nýjasta.. og að Napster kom út 1999.


Ég veit ekki hvað þú varst að gera 1999 en þá var internetið fullt af klámi og búið að vera það lengi.

Gleymi því ekki þegar einhverjum datt í hug að rúnta á milli síða sem sýndu dýraklám, sem þá voru hreinlega opnar hverjum sem vildi skoða.

Ég þekkti stráka sem gátu ekki lokað svefnsófanum sínum nema að hafa 10-20 klámblöð á gólfinu því að skúffan undir var full.

Klám er EKKI það sama og internetið... internetið er bara að stækka þetta vandamál því að það er ekkert management á þessu.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Ömmi að gera "Stóra hluti"

Pósturaf Moldvarpan » Fös 15. Feb 2013 11:24

Rapport ertu skyldur Ögmundi? Þið hafið afar líkar skoðanir.


En djöfulsins væll og þröngsýni, það þarf ekki að vera management á ÖLLU. Reglur sem segja hvað þú átt að gera.

Það eru til lausnir til að loka fyrir þetta sem foreldrar eiga að nýta sér. Foreldrar eru ábyrgir. Ekki regluverkið.


Var e-h meira management á þessum blessu klámblöðum sem þú horfir upp til? Gast labbað inní hvaða bókabúð sem er og séð píkur glenna sig.



Gleymið ekki að vændi er ein, ef ekki elsta starfsgrein mannsins. Svo ef sú hegðun hefur verið með mannkyninu frá upphafi, þá er enginn að fara að stöðva klám dreifingu frekar en vændi.


Og edit;; http://visir.is/tal-stjornmalamanna-byggt-a-vanthekkingu-a-taeknimalum/article/2013130219349 Nákvæmlega það sem ég er að meina.