Vextir - Snjóhengjan fellur!

Allt utan efnis
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8610
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1381
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf rapport » Mán 27. Okt 2025 18:25

appel skrifaði:
rapport skrifaði:
appel skrifaði:Seðlabankinn elskar þetta því það mun klárlega draga úr verðbólgu, því færri útlán því minni verðbólga. Hagkerfið er ekki að stækka, heldur að minnka, og þá skiptir máli að draga úr peningaframboði.


https://skemman.is/bitstream/1946/46924 ... 0Briem.pdf

Ég persónulega aðhyllist þessi nýklassísku fræði, hraði peninga x peningamagn í umferð = landsframleiðsla.

Hraði peninga = https://investors.wiki/is/velocity


Eins og þú segir, lágir vextir auka peningamagn í umferð og leiða til þennslu.


Það er alltílagi að auka peningamagn ef hagkerfið er að stækka, en hagkerfið á Íslandi er stopp, það minnkaði á síðasta ári, og erum að slefa rétt yfir 0% á þessu ári, kannski förum við í mínus. Þannig að ef þú eykur peningamagn í hagkerfi sem er að minnka, þá færðu bara óðaverðbólgu. Þannig að það þarf að skrúfa fyrir alla krana.

Mér hugnast heldur ekkert allir þessir skattar sem sósíalistastjórnin er að setja á okkur. Þetta er eitur fyrir hagkerfið. Það er einsog þetta fólk fatti ekki að hér sé eiginlega komin kreppa.

En hvað húsnæðisverð varðar, þá væri fermeterinn líklega kominn í 2 milljónir ef Seðlabankinn hefði ekki stigið á bremsuna og stórhækkað stýrivexti. Húsnæðisverð er rétt svo að stoppa að hækka síðustu misseri, þrátt fyrir seðlabanki, bankar, og yfirvöld hafi stigið á bremsuna í útlánum. Það að húsnæðisverð hækki um 10-14% árlega er ekki sustainable. Ef húsnæðisverð hækkar um 10% á ári þá tekur það 24 ár fyrir íbúð sem kostar 100 milljónir í dag að kosta einn milljarð. Ef það hækkar um 14% á ári þá tekur það bara 17 ár. Veit ekki hvort þið séuð til í svona raunveruleika.

Ástandið sem er í dag, velti fyrir mér hvort það sé ekki bara eðlilegt ástand, og allt hitt er bara geðveikisástand.


Kreppan á Íslandi, er hún ekki mikið til tilkomin vegna ytri áhrifa sem væru jafnvel ívið minni ef við værum í EU?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8610
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1381
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf rapport » Mið 29. Okt 2025 14:36

Síðast breytt af rapport á Mið 29. Okt 2025 14:39, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8610
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1381
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf rapport » Sun 30. Nóv 2025 10:33

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025 ... markadinn/

Er þetta mögulega sniðug leið?

Að fólk fái fyrst lán fyrir 80% af eigninni og þurfi svo að kaupa seinustu 20% seinna eftir að fasteignin hefur hækkað í verði?

Persónulega þá þætti mér rétt að lífeyrissjóðir væru að bjóða sínum greiðendum svona lán, það er allt annarskonar viðskiptasamband milli lífeyrissjóðs og almenings en milli banka og almennings (það ætti a.m.k. að vera byggt á allt öðrum gildum).



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17166
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2348
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf GuðjónR » Sun 30. Nóv 2025 11:56

rapport skrifaði:https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/11/30/bruar_bil_fyrir_folk_inn_a_markadinn/

Er þetta mögulega sniðug leið?

Að fólk fái fyrst lán fyrir 80% af eigninni og þurfi svo að kaupa seinustu 20% seinna eftir að fasteignin hefur hækkað í verði?

Persónulega þá þætti mér rétt að lífeyrissjóðir væru að bjóða sínum greiðendum svona lán, það er allt annarskonar viðskiptasamband milli lífeyrissjóðs og almenings en milli banka og almennings (það ætti a.m.k. að vera byggt á allt öðrum gildum).


Ekkert sniðugt við þetta nema fyrir verktakann, hann mun græða á tá og fingri. Þetta ætti að vera ólöglegt.




Hizzman
Geek
Póstar: 884
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 157
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf Hizzman » Sun 30. Nóv 2025 12:03

Kúlulán? Étur eignamyndun og meira!? Hvað eru mörg ár áður en íbúðin fullveðsett í þetta (ó)lán?



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17166
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2348
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf GuðjónR » Sun 30. Nóv 2025 12:15

Ef eignin kostar 100 milljónir og verktakinn á 20 prósent (20 milljónir) þá borgar þú í raun „leigu“ af hans 20 milljónum í 10 ár með kauprétti að þessum 20 prósentum.

Segjum svo að fasteignaverð hafi þrefaldast á þessum 10 árum. Þá ert þú ekki lengur að fara að borga 20 milljónir heldur 60 milljónir.

Og hvað gerist ef þú vilt flytja innan 10 ára?
Eða ef verktakinn fer á hausinn?




falcon1
vélbúnaðarpervert
Póstar: 970
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 122
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf falcon1 » Sun 30. Nóv 2025 12:58

Svo er spurningin, hversu auðvelt verður að láta laga galla og slíkt þegar þú ert orðinn leiguhjú verktakans.



Skjámynd

rostungurinn77
Gúrú
Póstar: 513
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 164
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf rostungurinn77 » Sun 30. Nóv 2025 13:05

GuðjónR skrifaði:Ef eignin kostar 100 milljónir og verktakinn á 20 prósent (20 milljónir) þá borgar þú í raun „leigu“ af hans 20 milljónum í 10 ár með kauprétti að þessum 20 prósentum.

Segjum svo að fasteignaverð hafi þrefaldast á þessum 10 árum. Þá ert þú ekki lengur að fara að borga 20 milljónir heldur 60 milljónir.

Og hvað gerist ef þú vilt flytja innan 10 ára?
Eða ef verktakinn fer á hausinn?


100 milljón króna eignin kostar núna 300 milljónir.
Upphaflega lánið var 70 milljónir er það ekki?

Segjum að það sé verðtryggt og að verðbólga á þessum tíma sé 7% (hærra en meðaltal undanfarinna 10 ára)

Lánið, verðtryggt í 7% verðbólgu er núna í 86 milljónum.
Þú skuldar verktakanum 60 milljónir ef ég skil þetta rétt.

300 - 86 - 60 = 154

Þú átt núna meira en 50% í eigninni í gegnum verðhækkun.

Dæmið að ofan miðast við fyrstu kaupendur, verðtryggt lán á 4.75% föstum vöxtum til 20 ára hjá Landsbankanum.
Viðhengi
Screenshot 2025-11-30 at 12.54.05.png
Screenshot 2025-11-30 at 12.54.05.png (37.05 KiB) Skoðað 390 sinnum
Screenshot 2025-11-30 at 12.59.50.png
Screenshot 2025-11-30 at 12.59.50.png (52.31 KiB) Skoðað 390 sinnum
Screenshot 2025-11-30 at 13.00.09.png
Screenshot 2025-11-30 at 13.00.09.png (78.69 KiB) Skoðað 390 sinnum
Screenshot 2025-11-30 at 13.00.27.png
Screenshot 2025-11-30 at 13.00.27.png (114.33 KiB) Skoðað 390 sinnum



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17166
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2348
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf GuðjónR » Sun 30. Nóv 2025 14:09

rostungurinn77 skrifaði:******

Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta verður reiknað, þetta var bara gróf áætlun hjá mér.
Það hefur þó komið fram að þú þurfir að borga verktakanum leigu af hans 20 prósent hlut. Hvernig verður það reiknað?

Ef leiguverð af sambærilegri eign væri 400.000 krónur á mánuði þá þyrftir þú líklega að borga verktakanum 20 prósent af því, eða 80.000 krónur á mánuði, í verðtryggða leigu út allan tímann.

Gefum okkur að verðbólga verði 5 prósent árlega og reiknuð mánaðarlega, þá myndi þetta líklega líta svona út fyrir leigupartinn, áður en kemur að því að kaupa hlut hans á 60 milljónir.

Mánaðarleg verðbólga:
1.05^(1/12) minus 1 sem er 0.407 prósent á mánuði.

Upphafsleiga:
80.000 krónur sem hækkar í hverjum mánuði um þetta hlutfall.

Niðurstaða fyrir 10 ár eða 120 mánuði:
Heildargreiðsla á 10 árum: 12.349.053 kr
Mánaðargreiðslan eftir 10 ár: 129.783 kr



Skjámynd

rostungurinn77
Gúrú
Póstar: 513
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 164
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf rostungurinn77 » Sun 30. Nóv 2025 14:48

Kíkjum á frumheimildina bara. Heimasíðu Reir

https://reir20.is/reiknivel/

Hér er þetta miðað við 7% verðbólgu.

Hér er ekki hægt að gera ráð fyrir því að íbúðin verði 300 milljón króna virði.

Sést á reiknivélinni að þetta er mjög vond hugmynd ef verðbólgan er 7% yfir 10 ára tímabil með verðtryggðu láni. 7% meðalverðbólga er VEL yfir meðaltal síðustu 10 ára. Ef verðbólgan væri 5% (líklegra en samt yfir meðaltali) þá er eignamyndunin 15 milljónir á 10 árum. Ef lánið er óverðtryggt miðað við 7% verðbólgu er eignamyndunin 44 milljónir á 10 árum og 48 milljónir með 5% verðbólgu.


Miðað við að 10 milljónir séu lagðar út við kaup, eign kaupanda er þá eignamyndun + 10 milljónir eða 10 milljónir - rýrnun í hárri verðbólgu.



Þetta er allt háð þeirri forsendu að þróun fasteignaverðs verði 5% árlega sem miðað við árin á undan er líklegast nokkuð nærri lagi.
Viðhengi
Screenshot 2025-11-30 at 14.34.22.png
Screenshot 2025-11-30 at 14.34.22.png (59.08 KiB) Skoðað 316 sinnum
Screenshot 2025-11-30 at 14.36.56.png
Screenshot 2025-11-30 at 14.36.56.png (104.67 KiB) Skoðað 316 sinnum
Screenshot 2025-11-30 at 14.39.09.png
Screenshot 2025-11-30 at 14.39.09.png (49.33 KiB) Skoðað 316 sinnum
Síðast breytt af rostungurinn77 á Sun 30. Nóv 2025 14:57, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17166
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2348
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf GuðjónR » Sun 30. Nóv 2025 18:14

Ef útreikningar eru flóknir þá er verið að fela eitthvað.
Þessi sjóður er ekki settur upp að góðmennsku, þetta er ekki tengt félagslegu kerfi, þetta er einkafyrirtæki að finna leið til að græða.
Það eru 1000 rauð flögg fyrir mig þarna.



Skjámynd

rostungurinn77
Gúrú
Póstar: 513
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 164
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf rostungurinn77 » Sun 30. Nóv 2025 20:01

Veit ekki hvað ætti að vera að fela.

Væntanlega sömu kvaðir á þessu og á fjármálafyrirtækjunum varðandi það að allur kostnaður liggi ljós fyrir í upphafi.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17166
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2348
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf GuðjónR » Sun 30. Nóv 2025 20:12

rostungurinn77 skrifaði:Veit ekki hvað ætti að vera að fela.

Væntanlega sömu kvaðir á þessu og á fjármálafyrirtækjunum varðandi það að allur kostnaður liggi ljós fyrir í upphafi.


Af því að það hefur virkað svo vel...
Allir þessir dómar sem hafa verið að falla undanfarið vegna ógagnsæis.

En ef fólk treystir þessu og vill fara þessa leið, þá bara verði þvi að góðu.