brain skrifaði:Henjo:
"Og er fljótari á rafmagshjólinu úr kópavoginum í reykjavík óháð umferð"
Átt greinlega ekki 3 börn 4-11 ára sem þarf að koma á sinn stað á morgnana.
Nei, ég er ekki með börn. En ef ég ætti 11 ára gamlan krakka þá væri ég svo sannarlega ekki að skutla honum útum allt alla daga.
En þá spyr ég hvað þú meinar með orðum þínum? fólk sem ekki getur keyrt, hvort sem það er útaf fjárhaglegum, líkamlegum eða einfaldlega treystir sér bara ekki að keyra. Getur þetta fólk ekki átt börn því við erum búin að afmynda samfélagið það mikið að það er ekkert hægt að eiga krakka nema maður hafi aðgang að bifreið og geti keyrt?
Ef ég væri með yngri krakka, á t.d. leikskólaaldri myndi ég reyna búa nálægt leikskólanum og labba á hverjum degi með barnið. Og hafa venju frá ungum aldri að það er hægt að labba á staði. Sjálfur ólst ég upp þar sem leikskólinn var í sömu götu og það var alltaf, alltaf labbað. Síðan byrjaði ég í sex ára bekk og labbaði um leið alltaf í og úr skóla. Ég er ekki með margar minningar þar sem ég var hangandi í foreldrum mínum biðjandi um að vera skutlað.
Rannsóknir hafa einmitt sýnt að keyra krökkum útum allt gerir börn minna sjálfstæð og eykur líkur á kvíða. Þetta er enn og aftur ástæða afhverju við þurfum borgarlínu og öflugar almenningsamgöngur, svo aðrir en þeir sem eru með bíla geti komist á milli staða á sjálfstæðan hátt og traustan hátt. Sömuleiðis byggja samfélagið á þann hátt að það er hægt að labba á staði. Leikskólar eru byggðir í kringum heimili fólks og börn eiga rétt á plássi ef þau búa þar í kring. Það er algjör klikkun að fólk fær pláss fjarri heimili og jafnvel með börn á mismunandi leikskólinum. óásættanlegt.
Og þegar foreldrar eru spurði, afhverju leyfirðu ekki krakkanum að fara sjálft? þá er svarið einmitt mjög oft: bílar eru hættulegir.
ekkert skrifaði:Núna þegar fer að kólna er mikilvægt að skoða veðurathuganir yfir nóttu og sjá hvort hefur fryst. Þótt það sé þurrt geta verið blettir með dögg eða pollum sem hafa frosið. Henjó, ætlaru að fá þér nagladekk og sjá hve langt inn í veturinn þú dugir?

Mér finnst að veðrið er oft gott fram í Desember/Janúar. Þegar snjórinn fer að safnast upp á göngustígunum og allt er í salti þá fer ég að nota bílinn meira.
Ég er meira og meira orðin hrifnari af hugmyndinni að hjóla í vetur. Myndi þá geyma rafhjólið og fá mér naggladekk á gamla analog hjólið. Bíllinn fær eflaust að sjá meiri notkun í vetur, samgöngusamningurinn minn er bara til sex mánaða þannig hann rennur út áður en vetrarharkan kickar inn af alvöru. En gæti verið að maður endurnýir samninginn fyrr, og þá til 12 mánaða. Kemur í ljós
