Að leigja okkar eigin inn­viði...

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
kornelius
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Að leigja okkar eigin inn­viði...

Pósturaf kornelius » Þri 22. Júl 2025 22:55

Fott grein hjá Halldóru Mogensen - Er ekki kominn tími á að loka Microsoft búllunni fyrir fullt og allt?

Hvað segja Vaktarar?

https://www.visir.is/g/20252753829d/ad- ... in-innvidi

K.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5790
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1083
Staða: Ótengdur

Re: Að leigja okkar eigin inn­viði...

Pósturaf appel » Þri 22. Júl 2025 23:48

Svona "heróp" koma fram á yfirborðið reglulega, að fara yfir í opinn hugbúnað, en ekkert breytist, því það er ómögulegt.
Opinn hugbúnaður er svo langt á eftir að það er ekki fyndið, og margar ástæður fyrir því.
Jafnvel Kína og Rússland geta ekki dömpað Microsoft þrátt fyrir mikinn vilja. Það er ekkert stýrikerfi sem virkar í staðinn fyrir Windows. (jafnvel makkar geta verið erfiðir í fyrirtækjaumhverfi)

LibreOffice í stað Office? Fæ smá kjánahroll yfir þessari yfirlýsingu, því einhver hugbúnaður til að skrifa word skjöl skiptir ekki neinu máli, eiginlega doldill 90's hugsunarháttur. Allt tölvukerfið er í skýjinu, þ.e. office 365. Eitthvað libreoffice dæmi leysir ekkert slíkt af hólmi.

Microsoft er með um 230 þúsund starfsmenn, og ótal mörg undirfyrirtæki og verktaka ásamt gríðarlegu fjármagni.
Svo ertu með eitthvað dæmi einsog opinn hugbúnað sem er sinnt svona sisona af örfáum sem fá ekkert borgað. Vonlaust dæmi.

En hví getur "Evrópa" ekki keppt? Evrópa er ekki eitt land með eina menningu, eitt tungumál, einn gjaldmiðil, einn markað.
Þó ESB eigi að auðvelda allt þá eru allskonar erfiðleikar jafnvel innan ESB ímynda ég mér hvað svona varðar. T.d. myndi Frakkland aldrei vilja að "silicon valley Evrópu" yrði í öðru landi en sínu eigin, sama gildir með önnur evrópulönd, þau vilja öll koma sér upp eigin "silicon valley", var ekki talað um Vatnsmýrina sem "þekkingarþorp" fyrir einhverjum árum síðan. Fyrir vikið ertu með mjög fragmentað tækniumhverfi í Evrópu, ekkert land vill sjá eftir sínu tæknifólki annarsstaðar. En í BNA fara bara allir til Kaliforníu og í kísildalinn þar. Þannig hefur BNA byggt upp yfirburði sína, ásamt fáránlega sterku fjármagnskerfi.

Evrópa mun held ég aldrei geta keppt. Kína gæti gert það, og er í raun að gera á einhverjum vígstöðvum. En hvað Microsoft varðar þá er held ég ómögulegt að skipta því út.
Síðast breytt af appel á Þri 22. Júl 2025 23:53, breytt samtals 1 sinni.


*-*


ABss
has spoken...
Póstar: 155
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Að leigja okkar eigin inn­viði...

Pósturaf ABss » Mið 23. Júl 2025 08:26

Það þarf að berjast á móti þessu, sturlun.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3259
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 594
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Að leigja okkar eigin inn­viði...

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 23. Júl 2025 09:10

Ekkert að því að spurja sig gagrýnna spurninga og skoða möguleikana okkar. Eins og ég skil hlutina þá er Danmörk að færa sig frá Office 365 með LibreOffice og færa sig frá einhverjum skýjaþjónustum en ekki að færa sig frá Windows stýrikerfinu að svo stöddu. Væri alveg hægt að skoða lausnir eins og Nextcloud samhliða þessu skrefi en ég er sammála Appel að mörgu leyti að þessar lausnir eru ekki samkeppnishæfar hvað varðar productivity og þetta er lausn sem flestir notendur þekkja og að fara að þjálfa upp alla notendur í að nota aðrar lausnir er mjög hressandi verkefni og pant ekki vera sá gæi :)

Edit: Sjálfur er ég þeirrar skoðunnar að það er í góðu lagi að nota open source hugbúnað ef hann er traustur og einfaldlega betri en annar valkostur og hentar í þau verkefni sem á að nota hugbúnað í og maður vill oftar en ekki geta treyst á að fá aðgang að þjónustaðila ef á reynir en ekki treysta á aðila í einhverju hobbý samfélagi sem þróar launsina. Stundum erfitt að rökræða við Pjúrista sem sjá ekkert annað en Open source hugbúnað sem valkost því allt þarf að vera open source. Þarfgreining er lykilatriði og ekki byggja upp lausn sem er byggð á sandi.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Mið 23. Júl 2025 09:42, breytt samtals 4 sinnum.


Just do IT
  √

Skjámynd

ekkert
Ofur-Nörd
Póstar: 214
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 101
Staða: Ótengdur

Re: Að leigja okkar eigin inn­viði...

Pósturaf ekkert » Mið 23. Júl 2025 09:42

Góð grein sem snertir marga punkta sem eiga meira við undanfarin ár en fyrri. Eldri punktur sem hefur alltaf átt við er að Microsoft er algjör einokunarbúlla og notar mikið af þeirra fé í að halda því þannig. Mér finnst svo skrýtið hvernig eitt af hlutverkum ríkisins er að stuðla að frjálsum markaði, koma í veg fyrir markaðsráðandi stöður og hegðun svo að kaptítalisminn sé heilbrigður. En þegar kemur að því að fylla senda skjal til ríkisins þá bara "Fylltu út þetta .docx skjál og sendu til baka á okkur og ef það renderast ekki rétt á tölvunni þinni keyptu þér Windows 11 og Office lúser"


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030

Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 859
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Að leigja okkar eigin inn­viði...

Pósturaf jericho » Mið 23. Júl 2025 10:42

Nú er ég enginn sérfræðingur, en í greininni er talað um lokun á tölvupóstþjóni:

Síðasta febrúar lokaði Microsoft á tölvupóstreikning alþjóðlegs saksóknara á vegum stríðsglæpadómstólsins vegna þess að bandarísk stjórnvöld sögðu þeim að gera það. Sú stund olli titring um alla Evrópu.


Það hlýtur að vera hægt að leysa tölvupóstmálin með öðrum hætti en Microsoft (Outlook). En varðandi stýrikerfið þá er það örugglega meiriháttar mál.
Síðast breytt af jericho á Mið 23. Júl 2025 10:43, breytt samtals 1 sinni.



Ryzen 7 7800X3D | DH-15 | Radeon RX 9700 XT | MSI MAG B650 Tomahawk | Samsung Evo 990 2TB | G.Skill Ripjaws S5 2x16GB | Corsair RM850x | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8333
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1330
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Að leigja okkar eigin inn­viði...

Pósturaf rapport » Mið 23. Júl 2025 10:50

Mér finnst þetta söluræða fyrir einhverja pólitíska punkta sem höfða lítið til mín.

Jú, ég væri til í að nota eitthvað annað en M365 en það er ekkert sem er sambærilegt, og ef það er til eitthvað sambærilegt þá er ekki til þekking til að reka það almennilega.

Ríkið á ekkert alltaf að vera leiðandi í nýsköpun eða vera sá aðili sem er að disrupta markaðinn.

Í þessum efnum þá á ríkið bara að elta markaðinn en ekki finna upp hjólið.

Þegar ég var hjá Reykjavíkurbrog vorum við gagnrýnd endalaust fyrir að vera þróa vefinn og vefþjónustur (draga úr skjalaskilum) og það dróg svakalega úr móralnum að vera endlaust að fá þessa gagnrýni + endalausar ákúrur og fyrirspurnir frá flokki fólksins. Man eftir að hafa skrifað 40+ bls. svar við fyrirspurn Kolbrúnar Baldurs sem örugglega var aldrei lesið.


https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021 ... utgjoldin/



Skjámynd

rostungurinn77
spjallið.is
Póstar: 446
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Að leigja okkar eigin inn­viði...

Pósturaf rostungurinn77 » Mið 23. Júl 2025 11:20

Síðan er spurning hvað er satt og rétt í þessu.

https://www.politico.eu/article/microso ... on-google/

Microsoft did not stop or suspend its services to the International Criminal Court, the company’s President Brad Smith said, following reporting that it canceled the email address of the court’s chief prosecutor targeted by American sanctions.



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 679
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 93
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að leigja okkar eigin inn­viði...

Pósturaf natti » Mið 23. Júl 2025 12:56

Hjaltiatla skrifaði:Ekkert að því að spurja sig gagrýnna spurninga og skoða möguleikana okkar.

^^- pretty much sums it up.

Hið besta mál að skoða stöðuna af og til, og hvað er í boði.

Er þetta ekki bara grein sem samtökin eru að nota til að ná smá athygli og "búa til umræðui" ?
Allsskonar útum allt, rosalega fluffy og ekki augljóst að sjá hvert pointið í greininni er, og fullyrðingar sem standast ekki skoðun.

Samtökin eru líka með mynd frá Pause-AI mótmælum á síðunni sinni - sem bendir til þess að samtökin séu fylgjandi því að stöðva þróun AI og banna notkun tóla eins og ChatGPT og sambærilegt hérlendis.
Erum við ekki öll fylgjandi því að stjórnvöld myndu keyra í gegn lög sem myndu loka á ChatGPT, copilot og annað fyrir okkur meðan fundið er út úr öllum mögulegum ethical sjónarmiðum?


Mkay.

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3259
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 594
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Að leigja okkar eigin inn­viði...

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 23. Júl 2025 13:18

natti skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:Ekkert að því að spurja sig gagrýnna spurninga og skoða möguleikana okkar.


Er þetta ekki bara grein sem samtökin eru að nota til að ná smá athygli og "búa til umræðui" ?
Allsskonar útum allt, rosalega fluffy og ekki augljóst að sjá hvert pointið í greininni er, og fullyrðingar sem standast ekki skoðun.

Líklega, en það væri betra ef fullyrðingar standist rök sammála því.

Vonandi skapar þetta einhverja umræðu því það hafa oftar en ekki komið upp alls konar álitamál á seinustu árum t.d hvernig Umbra er að reka M365 Tenanta , Stafrænt Ísland er í AWS og þau nota Xroad Strauminn sem á að vera þeirra hryggjastykki og gleymum ekki Oracle og öllum helstu hugbúnaðarbáknum sem þarf að reka. Mig grunar að það sé engin heildar yfirsýn og einhver skýr markmið hvert við erum að stefna því allir virðast vera soldið í sínu horni að sinna sínu.


Just do IT
  √

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8333
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1330
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Að leigja okkar eigin inn­viði...

Pósturaf rapport » Mið 23. Júl 2025 13:51

Hjaltiatla skrifaði:
natti skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:Ekkert að því að spurja sig gagrýnna spurninga og skoða möguleikana okkar.


Er þetta ekki bara grein sem samtökin eru að nota til að ná smá athygli og "búa til umræðui" ?
Allsskonar útum allt, rosalega fluffy og ekki augljóst að sjá hvert pointið í greininni er, og fullyrðingar sem standast ekki skoðun.

Líklega, en það væri betra ef fullyrðingar standist rök sammála því.

Vonandi skapar þetta einhverja umræðu því það hafa oftar en ekki komið upp alls konar álitamál á seinustu árum t.d hvernig Umbra er að reka M365 Tenanta , Stafrænt Ísland er í AWS og þau nota Xroad Strauminn sem á að vera þeirra hryggjastykki og gleymum ekki Oracle og öllum helstu hugbúnaðarbáknum sem þarf að reka. Mig grunar að það sé engin heildar yfirsýn og einhver skýr markmið hvert við erum að stefna því allir virðast vera soldið í sínu horni að sinna sínu.


Held að þessi tenantar hjá ríkinu séu að spara ýmiskonar og endalaus umræða um að sameina meira til að hagræða meira.

Skil ekki AWS pælingu island.is en "X-road/straumurinn" er basic API hugmyndafræði sem á að "enabla" einkageirann í að vinna með opinber gögn og forrita lausnir sem vinna með þau. Ég bara skil ekki af hverju það er ekki sett sem ófrávíkjanleg regla hjá hinu opinbera að nota API líkt og Amazon gerði á sínum tíma - https://nordicapis.com/the-bezos-api-ma ... alization/

Oracle kerfi ríkisins, orri.is (OeBS) er mjög gamaldags kerfi en er miklu miklu miklu betra en önnur kerfi sem maður hefur kynnst t.d. illa upp sett Dynamics AX, Unit4 Agresso, SAP ofl.

Það var þannig hjá RVK á sínum tíma að rafrænir reikningar voru vistaðir sem PDF til að hægt væri að senda þá af stað í samþykktarferlið... hreyfingalistar og skýrslur þar voru skelfilegar í samanburði við Orrann.

En sammála, það má fara huga að því hvað skuli taka við, Orrinn er ekki framtíðin.

Hef miklu meiri trú á FJS (þrátt fyrir braindrain þessi misserin) og Island.is en UMBRU en skil líka að það sé þörf fyrir að aðskilja "business rekstur kerfa - vörustýringu" og svo "tæknilegan rekstur".



Skjámynd

Henjo
Geek
Póstar: 883
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 332
Staða: Tengdur

Re: Að leigja okkar eigin inn­viði...

Pósturaf Henjo » Mið 23. Júl 2025 15:25

appel skrifaði:Svona "heróp" koma fram á yfirborðið reglulega, að fara yfir í opinn hugbúnað, en ekkert breytist, því það er ómögulegt.
Opinn hugbúnaður er svo langt á eftir að það er ekki fyndið, og margar ástæður fyrir því.
Jafnvel Kína og Rússland geta ekki dömpað Microsoft þrátt fyrir mikinn vilja. Það er ekkert stýrikerfi sem virkar í staðinn fyrir Windows. (jafnvel makkar geta verið erfiðir í fyrirtækjaumhverfi)

LibreOffice í stað Office? Fæ smá kjánahroll yfir þessari yfirlýsingu, því einhver hugbúnaður til að skrifa word skjöl skiptir ekki neinu máli, eiginlega doldill 90's hugsunarháttur. Allt tölvukerfið er í skýjinu, þ.e. office 365. Eitthvað libreoffice dæmi leysir ekkert slíkt af hólmi.

Microsoft er með um 230 þúsund starfsmenn, og ótal mörg undirfyrirtæki og verktaka ásamt gríðarlegu fjármagni.
Svo ertu með eitthvað dæmi einsog opinn hugbúnað sem er sinnt svona sisona af örfáum sem fá ekkert borgað. Vonlaust dæmi.

En hví getur "Evrópa" ekki keppt? Evrópa er ekki eitt land með eina menningu, eitt tungumál, einn gjaldmiðil, einn markað.
Þó ESB eigi að auðvelda allt þá eru allskonar erfiðleikar jafnvel innan ESB ímynda ég mér hvað svona varðar. T.d. myndi Frakkland aldrei vilja að "silicon valley Evrópu" yrði í öðru landi en sínu eigin, sama gildir með önnur evrópulönd, þau vilja öll koma sér upp eigin "silicon valley", var ekki talað um Vatnsmýrina sem "þekkingarþorp" fyrir einhverjum árum síðan. Fyrir vikið ertu með mjög fragmentað tækniumhverfi í Evrópu, ekkert land vill sjá eftir sínu tæknifólki annarsstaðar. En í BNA fara bara allir til Kaliforníu og í kísildalinn þar. Þannig hefur BNA byggt upp yfirburði sína, ásamt fáránlega sterku fjármagnskerfi.

Evrópa mun held ég aldrei geta keppt. Kína gæti gert það, og er í raun að gera á einhverjum vígstöðvum. En hvað Microsoft varðar þá er held ég ómögulegt að skipta því út.


Evrópa er ekki eitt land, ein menning, eitt tungumál, einn gjaldmiðil, einn markaður blabla. En samt eru hlutir eins og Airbus til? Sem er bókstaflega fyrirtæki þar sem framleiðendur frá öllum þessum löndum sameinuðust í eitt og er í dag fremsti þotuframleiðandi í heimi. Og er framleiðsla í gangi í mörgum Evrópulöndum í einu í dag.

Hvaða máli skiptir í BNA að allir tala sama tungumálið, eru með gjaldmiðill eða markað. Ef þau fara öll á sama stað sem er silicon valley? sem btw, margir einstaklingar og fyrirtæki jafnvel frá evrópu flytja sig til.

Ef rök þín um afhverju USA gengur svona vel, en ekki evrópa, ætti þá ekki kína að koma núna og rústa BNA þegar kemur að hugbúnaði?

Það er ekki hægt að skipta út MS þangað til það er hægt. Fyrsta skrefið værið að taka smá pening af þessum endalaustum milljörðum sem er dælt til MS og setja þau í önnur verkefni.

Og svo það sé á hreinu, þá eru fyrirtæki í Evrópu sem framleiða opin hugbúnað með mörg hundruð/þúsund starfsmanna. Þetta er ekki allt gert af fólki sem fá ekkert borgað. Það er bara algjör vitleysa í þér.