Að tala upp verð

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8333
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1330
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Að tala upp verð

Pósturaf rapport » Mán 07. Júl 2025 15:43

https://www.visir.is/g/20252748308d/kvi ... -til-bodum

Mér þykir virkilega gott að sjá að Íslandsbanki sé ekki þátttakandi í þessu rugli.

Ég skil ekki hvernig það á að draga úr áhættu hjá Arion að fá inn viðskiptavini sem eru meira gíraðir, eiga miklu meira og skulda miklu meira en almennt er hjá Arion.

Þetta er meiri áhætta og í raun er verið að auka hlutdeild "fjárfestingabankastarfsemi" hjá Arion og almenn "viðskiptabankastarfsemi" sem er miklu miklu minni áhætta verður hlutfallslega minni.

M.v. ástandið í heiminum er alltaf líklegra og líklegra að viðskiptavinir Kviku banka komi illa út úr efnahagsástandinu og fyrir vikið ætti bankinn ekki að vera verðmetinn dýrt.

Það er ekkert "product" í Kviku banka sem Arion banki getur ekki gert sjálfur án þess að kaupa Kviku.

Í raun eru viðskiptavinir Kviku banka bara að komast inn í stærri og öflugri banka án þess að fara í gegnum greiðslumat o.þ.h. og halda öllum sínum fyrri kjörum og líklega á kostnað almennra viðskiptavina.

Ég mundi vilja heyra hvernig samkeppniseftirlitið ætlar að tryggja að viðsktipavinir bankans njóti allir sömu kjara og bankinn tryggi að þeim sé ekki msimunað.

Það er virkilega mikill 2007 þefur af þessu og ég fæ það á tilfinninguna að það sé verið að pakka skít og veseni í álpappír og selja sem einhverskonar gullmola.



Skjámynd

rostungurinn77
spjallið.is
Póstar: 446
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Að tala upp verð

Pósturaf rostungurinn77 » Mán 07. Júl 2025 16:35

Í hvaða tölur ertu að vísa?

Kvika var t.d. að bjóða 8.5% breytilega vexti á húsnæðislánum. Skilyrðið er að eiga 45% í fasteigninni.

Ekki viss hver áhættan er þar t.d.



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 679
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 93
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að tala upp verð

Pósturaf natti » Mán 07. Júl 2025 22:15

rapport skrifaði:Ég mundi vilja heyra hvernig samkeppniseftirlitið ætlar að tryggja að viðsktipavinir bankans njóti allir sömu kjara og bankinn tryggi að þeim sé ekki msimunað.


Arion+Kvika, eins og aðrir bankar, og fyrirtæki, geta boðið mismunandi viðskiptavinum upp á mismunandi kjör eftir áætluðu "verðmæti" viðskiptavinarins.
Þannig fá t.d. stærri viðskiptavinir oft betri kjör, t.d. betri afslátt af vörukaupum hjá venjulegum fyrirtækjum.
Hjá fjármálafyrirtækjum snýst þetta væntanlega um vexti og önnur lánakjör.

Ekkert sem að samkeppniseftirlitið ætti að koma í veg fyrir hjá einni fjármálastofnun ef það gerir ekki það sama hjá öðrum slíkum.
Síðast breytt af natti á Mán 07. Júl 2025 22:32, breytt samtals 1 sinni.


Mkay.

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8333
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1330
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að tala upp verð

Pósturaf rapport » Mán 07. Júl 2025 23:58

natti skrifaði:
rapport skrifaði:Ég mundi vilja heyra hvernig samkeppniseftirlitið ætlar að tryggja að viðsktipavinir bankans njóti allir sömu kjara og bankinn tryggi að þeim sé ekki msimunað.


Arion+Kvika, eins og aðrir bankar, og fyrirtæki, geta boðið mismunandi viðskiptavinum upp á mismunandi kjör eftir áætluðu "verðmæti" viðskiptavinarins.
Þannig fá t.d. stærri viðskiptavinir oft betri kjör, t.d. betri afslátt af vörukaupum hjá venjulegum fyrirtækjum.
Hjá fjármálafyrirtækjum snýst þetta væntanlega um vexti og önnur lánakjör.

Ekkert sem að samkeppniseftirlitið ætti að koma í veg fyrir hjá einni fjármálastofnun ef það gerir ekki það sama hjá öðrum slíkum.


Það er ekki heimilt að mismuna viðskiptavinum bara af því bara, sérstaklega ekki fjármálastofnanir. Það má setja upp afslátlarkerfi en það verður að samræma viðskiptakjör fólks hjá nýjum sameinuðum banka.



Skjámynd

rostungurinn77
spjallið.is
Póstar: 446
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Að tala upp verð

Pósturaf rostungurinn77 » Þri 08. Júl 2025 08:32

rapport skrifaði:
natti skrifaði:
rapport skrifaði:Ég mundi vilja heyra hvernig samkeppniseftirlitið ætlar að tryggja að viðsktipavinir bankans njóti allir sömu kjara og bankinn tryggi að þeim sé ekki msimunað.


Arion+Kvika, eins og aðrir bankar, og fyrirtæki, geta boðið mismunandi viðskiptavinum upp á mismunandi kjör eftir áætluðu "verðmæti" viðskiptavinarins.
Þannig fá t.d. stærri viðskiptavinir oft betri kjör, t.d. betri afslátt af vörukaupum hjá venjulegum fyrirtækjum.
Hjá fjármálafyrirtækjum snýst þetta væntanlega um vexti og önnur lánakjör.

Ekkert sem að samkeppniseftirlitið ætti að koma í veg fyrir hjá einni fjármálastofnun ef það gerir ekki það sama hjá öðrum slíkum.


Það er ekki heimilt að mismuna viðskiptavinum bara af því bara, sérstaklega ekki fjármálastofnanir. Það má setja upp afslátlarkerfi en það verður að samræma viðskiptakjör fólks hjá nýjum sameinuðum banka.


Heldurðu að það yrði sér kvikudíll eftir sameiningu (fyrir þá sem voru hjá Kviku) eða ertu að vísa til þess að lánakjör þeirra sem eru með lán hjá Kviku séu mögulega hagstæðari en lánakjör hjá Arion?



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8333
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1330
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að tala upp verð

Pósturaf rapport » Þri 08. Júl 2025 12:24

rostungurinn77 skrifaði:
rapport skrifaði:
natti skrifaði:
rapport skrifaði:Ég mundi vilja heyra hvernig samkeppniseftirlitið ætlar að tryggja að viðsktipavinir bankans njóti allir sömu kjara og bankinn tryggi að þeim sé ekki msimunað.


Arion+Kvika, eins og aðrir bankar, og fyrirtæki, geta boðið mismunandi viðskiptavinum upp á mismunandi kjör eftir áætluðu "verðmæti" viðskiptavinarins.
Þannig fá t.d. stærri viðskiptavinir oft betri kjör, t.d. betri afslátt af vörukaupum hjá venjulegum fyrirtækjum.
Hjá fjármálafyrirtækjum snýst þetta væntanlega um vexti og önnur lánakjör.

Ekkert sem að samkeppniseftirlitið ætti að koma í veg fyrir hjá einni fjármálastofnun ef það gerir ekki það sama hjá öðrum slíkum.


Það er ekki heimilt að mismuna viðskiptavinum bara af því bara, sérstaklega ekki fjármálastofnanir. Það má setja upp afslátlarkerfi en það verður að samræma viðskiptakjör fólks hjá nýjum sameinuðum banka.


Heldurðu að það yrði sér kvikudíll eftir sameiningu (fyrir þá sem voru hjá Kviku) eða ertu að vísa til þess að lánakjör þeirra sem eru með lán hjá Kviku séu mögulega hagstæðari en lánakjör hjá Arion?


Ég á við almenn viðskiptakjör frekar en bara "vexti af lánum"...



Skjámynd

rostungurinn77
spjallið.is
Póstar: 446
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Að tala upp verð

Pósturaf rostungurinn77 » Þri 08. Júl 2025 12:48

Ég get ekki ímyndað mér að það sé neinn veruleiki þar sem banki færi að vera með tvær gjaldskrár eftir sameiningu.

Þannig að ég átta mig ekki á áhyggjunum.