rostungurinn77 skrifaði:rapport skrifaði:...
Hvenær var breiðholtið reist? Á sjöunda áratugnum væntanlega. Af hverju var Breiðholtið aftur reist? Vegna þess að fólk var svo ríkt?
Úthlutun lóða var með örlítið öðrum hætti fyrir 40 og 60 árum. Sveitarfélögin voru almennt ekki að selja þær hæstbjóðendum heldur sótti fólk um einbýlishúsalóðir og fékk. Ef gjald var tekið fyrir þá var það eitthvað smotterí.
Húsin sjálf voru oft mörg ár í byggingu því fólk reisti þau sjálf og sparaði sér byggingarkostnað.
Það gleymist líka að þetta tímabil er tímabilið fyrir verðtrygginguna. Það er auðvelt að eignast einbýlishús ef höfuðstóllinn af láninu fuðrar upp.
En ef við ætlum að láta eins og velmegun hafi minnkað undanfarin 20, 40 eða 60 ár vegna einhverra sérvalinna kirsuberja sem við völdum vandlega þá langar mig bara að benda á þetta
hér
Breiðholtið -
https://is.wikipedia.org/wiki/Brei%C3%B0holt1250 íbúðir á 5 árum, (af 7600 alls í Breiðholti) samkomulag sem hluti af kjarasamningum.
Þetta útrýmdi bröggunum í Reykjavík þar sem þeir allra fátækustu bjuggu.
Hvaða mælikvarða setur þú á velmegun þegar þú segir að hún hafi aukist? Eru það ekki bara réttindi fólks sem hafa aukist og virðing fyrir vilja og skoðunum annarra? En svo er líklega að fjara undan því öllusaman komandi misseri í heiminum.
Eftir situr að það er gríðarleg þörf í dag fyrir annað Breiðholt = það er eins og ekkert hafi breyst, ástandið á húsnæðismarkaði er skelfilegt.
Það er líka eins og einhverskonar rof hafi orðið hjá vissum hópum í samfélaginu. Væntingarnar eru þannig að það vilja svo margir fá gullverðlaun í lífinu án þess að leggja sig nokkuð fram. (þetta er kannski ekkert nýtt og hefur alltaf verið svona)
Það er algjört gull að hitta og spjalla við fólk sem er búið að taka vandamálin sín í sátt, setja þau í fortíðina og heldur lífinu áfram án þess að eyða óþarflega mikilli orku og athygli í eitthvað sem aldrei verður breytt.
Sultukrukka skrifaði:Hef heyrt eldra fólk gjarnan tala um að "það hafi alltaf verið erfitt að komast inn" á fasteignamarkað í fortíðinni. Hef þó rekið mig á það trekk í trekk að það er einhver nostalgía í því að slengja fram þessum rökum án þess að bakka það upp með einhversskonar röksemdafærslum.
Ég sat fyrst kaupsamning 1997 þegar mamma, keypti íbúð á Njálsgötu 92 fyrir 5,4 milljónir.
Ég man að hún átti um 2 milljónir, fékk húsbréfalán upp á 3,7 milljónir og lántökukostnaður og afföll húsbréfanna
Sama íbúð = ásett 49,9 milljónir 2021 -
https://fastinn.is/soluskra/999244#images Þá var fasteignamatið um 40 en fasteignamatið á íbúðinni er í dag 58,5 = ef íbúðin fer en 10 milljónum yfir fasteignamati = næstum 70 milljón króna íbúð.
1997 vann ég á BSÍ að selja á nóttunni um helgar (fyrir þá sem muna) svið+rófustöppu / lítinn snæðing
Man að ég fékk um 75þ. á mánuði útborgað (ólærður 17 ára) = Íbúðin kostaði 72 mánaðarlaun.
Ég þyrfti að fá 970þ. útborgað á mánuði í dag sem ólærður 17 ára til að vera í sömu stöðu.
Held að dóttir mín 23 ára sem er skólaliði sé með um 1/3 af þessu útborgað, um 350þ. á mánuði.
Í raun galið að hugsa til þess að ég sé með framhaldsnám úr háskóla, starfa sem framkvæmdastjóri hjá nokkuð stórri stofnun en þrátt fyrir það sé þessi stuðull verri hjá mér í dag en þegar ég var 17 ára, ólærður að vinna á skyndibitastað...
Hefur velmegun mín aukist?
Já, hvað allt annað varðar... en áður en nokkur getur notið þeirrar velmegunar þá þarf viðkomadi alltaf öruggt skjól, þak yfir höfðið og geta rekið þar heimili. Mér tókst það um 2012 eftir áratug á leigumarkaði (mest á nemendagörðum) og hef sannarlega notið velmegunar síðan þá.