Leikjaskjár.

Allt utan efnis

Höfundur
emil40
Kerfisstjóri
Póstar: 1222
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 177
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Leikjaskjár.

Pósturaf emil40 » Fim 27. Mar 2025 18:45

Sælir félagar.

Nú er ég að pæla í að fara í alvöru leikjaskjá með meira en 165 hz eins og núverandi skjárinn minn er með. Hverju mynduð þið mæla með sem myndi bæta riggið mitt. Er ekki með neitt sérstakt budget í huga þannig að endilega komið með ábendingar fyrir mig. :hmm


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Palit GeForce RTX 5090 GameRock 32GB | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |

Skjámynd

olihar
1+1=10
Póstar: 1183
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 282
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár.

Pósturaf olihar » Fim 27. Mar 2025 19:05

Varstu að ekki með annan þráð að spyrja að því sama.




johnbig
has spoken...
Póstar: 155
Skráði sig: Fim 23. Feb 2012 14:04
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár.

Pósturaf johnbig » Fim 27. Mar 2025 19:11

Oled 360hz ?
mig dauðlangar í svoleiðis

þeir kosta aðeins
=)
https://tolvutaekni.is/collections/skja ... kvm-switch
T.d
kv
Síðast breytt af johnbig á Fim 27. Mar 2025 19:11, breytt samtals 1 sinni.


Ryzen 9 5950x | Geforce GTX 3080 | 32 Gigabyte 3600mhz |


Höfundur
emil40
Kerfisstjóri
Póstar: 1222
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 177
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár.

Pósturaf emil40 » Fim 27. Mar 2025 22:26

@johnbig

eru þeir ekki til í stærri útgáfum ? Mér finnst 27 tommur vera frekar lítið eftir að maður er búinn að venjast 34 tommu skjánum.


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Palit GeForce RTX 5090 GameRock 32GB | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2741
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 164
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár.

Pósturaf SolidFeather » Fim 27. Mar 2025 22:45

Er football manager flottari í 360hz?




johnbig
has spoken...
Póstar: 155
Skráði sig: Fim 23. Feb 2012 14:04
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár.

Pósturaf johnbig » Fös 28. Mar 2025 00:40

emil40 skrifaði:@johnbig

eru þeir ekki til í stærri útgáfum ? Mér finnst 27 tommur vera frekar lítið eftir að maður er búinn að venjast 34 tommu skjánum.


Jú, heldur betur
https://tl.is/lg-ultragear-32-4k-480hz-leikjaskjar.html

T.d þessi,
ég er svo barnalegur að ég er ný komin í 27" 165hz. 1440p.
finnst það alveg geggjað miða við 1080p 144hz skjá =)


Ryzen 9 5950x | Geforce GTX 3080 | 32 Gigabyte 3600mhz |


Höfundur
emil40
Kerfisstjóri
Póstar: 1222
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 177
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár.

Pósturaf emil40 » Fös 28. Mar 2025 10:37

já þetta líst mér á !!!! takk fyrir þetta


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Palit GeForce RTX 5090 GameRock 32GB | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |

Skjámynd

cmd
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Fös 17. Júl 2020 21:39
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár.

Pósturaf cmd » Fös 28. Mar 2025 13:45

Ég uppfærði í 1440p OLED 360hz fyrir ári og gæti ekki hugsað mér að snúa til baka.
Mæli eindregið með, best of both worlds, fáranlega góðir litir, infinite contrast, nánast instant response time og hátt refresh rate.
En gegn því þá þarf að fara mjög vel með þá til að forðast burn-in, og langt frá því að vera ódýrar græjur.

Skjárinn sem ég keypti var MSI MPG271QRX frá overclockers.co.uk
Notaði reviews héðan https://www.displayninja.com til að upplýsa mig fyrir kaupin. Mæli með þeim einnig.



Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1099
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár.

Pósturaf brain » Fös 28. Mar 2025 16:47

LG UltraGear 32" 4K frá TL.is er með "OLED Screen Move" sem minnkar möguleika á burn in.

Mynd

*edit*

Reveiw
https://www.displayninja.com/lg-32gs95ue-review/
Síðast breytt af brain á Fös 28. Mar 2025 17:24, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2630
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 137
Staða: Tengdur

Re: Leikjaskjár.

Pósturaf svanur08 » Fös 28. Mar 2025 19:22

Flottur þessi LG skjár. :happy


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


Gemini
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 21
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár.

Pósturaf Gemini » Lau 29. Mar 2025 17:39

Ég fór í QD-OLED, það væri erfitt að bakka tbh, fór úr 1440p 165hz í 4k 240hz líka en upplausnarmunurinn og hz er mun minna stökk en að fara í OLED.
Ég er meira að segja að verða algjör HDR fan eftir þessi skipti. Það er smá vesen að fá það til að virka vel á öllu í PC samt en þegar það virkar vel er það bara vá munur. AutoHDR og RTX HDR getur líka hjálpað að lífga við eldri leikina án support í HDR. Mæli hiklaust með að passa að skjárinn sem þú færð þér sé góður HDR skjár.



Skjámynd

olihar
1+1=10
Póstar: 1183
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 282
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár.

Pósturaf olihar » Sun 30. Mar 2025 11:40

Ertu ekki að fara í þennan? Hann er kominn. 990 er líka rétt ókominn.

https://www.lg.com/us/monitors/lg-45gx9 ... ng-monitor

World's First 5K2K (5120 x 2160) OLED Gaming Monitor¹
125 PPI: Sharp Text Clarity with Reduced Color Fringe
Stunning and bright OLED visuals with rich color, deep blacks, and 1.5M:1 contrast
Dual Mode: 45" OLED Gaming in Stunning UHD at 165Hz or faster 330Hz in Full HD²
A near instantaneous 0.03ms response time keeps gameplay fast and smooth
DisplayPort 2.1 bandwidth ensures ultra-smooth, fluid motion at higher refresh rates³
Seamless frame sync with FreeSync™ Premium Pro and G-Sync® for stutter-free gaming


Screenshot 2025-03-30 114302.png
Screenshot 2025-03-30 114302.png (320.65 KiB) Skoðað 4268 sinnum
Síðast breytt af olihar á Sun 30. Mar 2025 11:43, breytt samtals 2 sinnum.




Höfundur
emil40
Kerfisstjóri
Póstar: 1222
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 177
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár.

Pósturaf emil40 » Mið 02. Apr 2025 11:45

fæst hann á íslandi ?


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Palit GeForce RTX 5090 GameRock 32GB | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16867
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2219
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár.

Pósturaf GuðjónR » Mið 02. Apr 2025 13:07

Þora menn að fjárfesta í OLED-borðskjám? Ég er frekar illa brenndur („pun intended“) eftir burn-in í 65" OLED-sjónvarpinu sem ég átti, en þurfti svo einnig að skipta um skjá á iPhone 14 Pro eftir burn-in á innan við tveimur árum. Litirnir eru yfirburðagóðir, sérstaklega svartur, en ég efast enn um að þessi tækni sé alveg tilbúin. Ég myndi klárlega taka aukatryggingu með OLED-skjá.




TheAdder
Geek
Póstar: 874
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár.

Pósturaf TheAdder » Mið 02. Apr 2025 15:41

GuðjónR skrifaði:Þora menn að fjárfesta í OLED-borðskjám? Ég er frekar illa brenndur („pun intended“) eftir burn-in í 65" OLED-sjónvarpinu sem ég átti, en þurfti svo einnig að skipta um skjá á iPhone 14 Pro eftir burn-in á innan við tveimur árum. Litirnir eru yfirburðagóðir, sérstaklega svartur, en ég efast enn um að þessi tækni sé alveg tilbúin. Ég myndi klárlega taka aukatryggingu með OLED-skjá.

Af forvitni, hvernig sjónvarp var þetta sem þú "brenndir" þig á? Er búinn að vera með 65" OLED í 5 ár og ekki vottur af því hjá mér.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


dadik
Tölvutryllir
Póstar: 658
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 118
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár.

Pósturaf dadik » Mið 02. Apr 2025 16:41

emil40 skrifaði:fæst hann á íslandi ?


Lætur Kísildal bara panta þetta fyrir þig ef þú nennir ekki að kaupa þetta að utan sjálfur


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

olihar
1+1=10
Póstar: 1183
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 282
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár.

Pósturaf olihar » Mið 02. Apr 2025 16:53

emil40 skrifaði:fæst hann á íslandi ?


Hann er alveg glæsplunkunýr svo enginn farinn að selja hann hérna heima, þú bara pantar að utan en færð tölvuverslun sem þú treystir að sérpanta þetta fyrir þig úr vöruhúsi úti.



Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1099
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár.

Pósturaf brain » Mið 02. Apr 2025 18:50

GuðjónR skrifaði:Þora menn að fjárfesta í OLED-borðskjám? Ég er frekar illa brenndur („pun intended“) eftir burn-in í 65" OLED-sjónvarpinu sem ég átti, en þurfti svo einnig að skipta um skjá á iPhone 14 Pro eftir burn-in á innan við tveimur árum. Litirnir eru yfirburðagóðir, sérstaklega svartur, en ég efast enn um að þessi tækni sé alveg tilbúin. Ég myndi klárlega taka aukatryggingu með OLED-skjá.



Var sjónvarpið þitt með svona tækni ?

"LG UltraGear 32" 4K frá TL.is er með "OLED Screen Move" sem minnkar möguleika á burn in."

Mynd



Skjámynd

olihar
1+1=10
Póstar: 1183
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 282
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár.

Pósturaf olihar » Mið 02. Apr 2025 19:56

Það þarf alveg einbeittan brotavilja að gera burn in með nútíma OLED.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16867
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2219
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár.

Pósturaf GuðjónR » Mið 02. Apr 2025 20:52

olihar skrifaði:Það þarf alveg einbeittan brotavilja að gera burn in með nútíma OLED.

Það vildu nú ELKO menn meina árið 2021 þegar 2017 módelið sem þeir seldu var ónýtt. Miðað við allar þær varnir sem í tækinu væru þá kæmi lítið annað til greina en þetta hefði verið viljaverk. Gjörsamlega galin afstaða. En það má vel vera að þetta sé betra í dag. iPhone 14 sem kom fyrir 2.5 árum fékk þetta og ég hef það fyrir víst að þetta var ekki eini OLED iphone´inn sem epli fékk í skjáskipti.

TheAdder skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þora menn að fjárfesta í OLED-borðskjám? Ég er frekar illa brenndur („pun intended“) eftir burn-in í 65" OLED-sjónvarpinu sem ég átti, en þurfti svo einnig að skipta um skjá á iPhone 14 Pro eftir burn-in á innan við tveimur árum. Litirnir eru yfirburðagóðir, sérstaklega svartur, en ég efast enn um að þessi tækni sé alveg tilbúin. Ég myndi klárlega taka aukatryggingu með OLED-skjá.

Af forvitni, hvernig sjónvarp var þetta sem þú "brenndir" þig á? Er búinn að vera með 65" OLED í 5 ár og ekki vottur af því hjá mér.

Þetta var 65" HD OLED B7
OLED65B7V
https://www.flatpanelshd.com/review.php ... 1506590109

Þú getur lesið þráð um þetta vesen ef þú nennir:
viewtopic.php?p=734266#p734266

Og úrskurð Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa.
https://www.kvth.is/ruling/0501a5c0-78d ... dcb9b1a8d6




Höfundur
emil40
Kerfisstjóri
Póstar: 1222
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 177
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár.

Pósturaf emil40 » Fim 03. Apr 2025 00:14

Svona í alvöru ég vil fá skjá sem er amk 240 hz og með 0.03 ms í response time til að hafa við 5090 kortið mitt. Hvaða raunhæfu kostir eru í stöðunni fyrir mig. Ég er með um 300þ í budget fyrir þetta...


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Palit GeForce RTX 5090 GameRock 32GB | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |


Höfundur
emil40
Kerfisstjóri
Póstar: 1222
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 177
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár.

Pósturaf emil40 » Fim 03. Apr 2025 13:51

Þessi er líka einn af þeim sem ég er að skoða

https://tl.is/samsung-odyssey-neo-g9-49 ... skjar.html


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Palit GeForce RTX 5090 GameRock 32GB | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |


Gemini
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 21
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Leikjaskjár.

Pósturaf Gemini » Fim 03. Apr 2025 16:16

GuðjónR skrifaði:Þora menn að fjárfesta í OLED-borðskjám? Ég er frekar illa brenndur („pun intended“) eftir burn-in í 65" OLED-sjónvarpinu sem ég átti, en þurfti svo einnig að skipta um skjá á iPhone 14 Pro eftir burn-in á innan við tveimur árum. Litirnir eru yfirburðagóðir, sérstaklega svartur, en ég efast enn um að þessi tækni sé alveg tilbúin. Ég myndi klárlega taka aukatryggingu með OLED-skjá.


Ég er svona stórnotandi sem er svona 10 tíma flesta daga í tölvunni. Var svona smá hræddur að mitt use case væri ekki heppilegt fyrir OLED. En endaði með að kaupa QD-OLED skjá og nota hann sem main monitor og er ekki með aukaskjá einu sinni tengdan. Ég fel ekki taskbarinn en er með dark mode á. Ég er ekki með brightness í botni nema bara þegar það fer sjálfkrafa í gang ef maður er að spila HDR leiki eða eitthvað.

Núna er skjárinn sirka 6 mánaðar gamall og það er ekkert að sjá. Einu tveir mínusarnir vs LCD eru að ég er með 5 mínútna timer á að hann slökkvi á sér í stað 30 mínútna sem ég var vanur (ekkert svo pirr en kemur fyrir að hann vill slökkva meðan maður er að lesa eitthvað langt eða pæla). Hitt er að hann vill gera svona 5 mínútna refresh á 4 tíma fresti. Ég leyfi honum bara ekkert að gera það nema þegar ég er ekki í tölvunni, ef ég sé að hann er byrjaður á því þegar ég er að koma aftur í tölvuna þá leyfi ég því að klárast. En það er fjöldinn allur af kostum sem vega á móti þessum mínusum sem ég myndi alla daga velja yfir mínusana.