Það er víst kominn tími á að þrífa blessuðu viftuna sem er inni í baðherberginu. Ég prófaði að setja pappír nálægt viftunni og pappírinn sogaðist ekkert að viftunni en mér skilst að það eigi að gerast ef viftan er að starfa eðlilega.
Ég hef ekki þurft að fást við þessa viftu áður þannig að ég spyr kannski eins og vitleysingur en þarf ekki að slá út rafmagnið á baðherberginu áður en maður fer að fikta í viftunni og reyna að þrífa hana? Hvernig er eiginlega best að þrífa þetta dót? Þarf maður kannski rafvirkja eða eitthvað slíkt til að gera þetta?
Þessi vifta heitir vent-axia vasf100t.
Bætt við: Þetta stendur í leiðbeiningum sem ég fann á netinu "WARNING: THE FAN AND ANCILLARY CONTROL EQUIPMENT MUST BE ISOLATED FROM THE POWER SUPPLY DURING MAINTENANCE."
Hvað þýðir þetta?
Þrif á baðherbergisviftu
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 849
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Þrif á baðherbergisviftu
Síðast breytt af falcon1 á Sun 02. Feb 2025 22:20, breytt samtals 2 sinnum.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 375
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 129
- Staða: Ótengdur
Re: Þrif á baðherbergisviftu
Ef viftan er á sér rofa þá slekkurðu bara á honum.
Ef þú treystir því ekki þá slærðu bara út.
Þarft yfirleitt að taka drontinn af og undie honum ætti að vera samtengi milli veggs/lofts og viftu.
Þetta er ekki flókið en ef þú ert með 10 þumalfingur þá ættirðu að fá aðstoð. Rafvirki er kannski fullmikið en undir þér komið.
Hins vegar er viftan líklegast ekki vandamálið heldur loftstokkurinn. Viftan getur lítið gert ef stokkurinn er tepptur.
P.s. textinn þýðir að þú ættir ekki að þjónusta rafbúnaðinn á meðan hann er í sambandi.
Ef þú treystir því ekki þá slærðu bara út.
Þarft yfirleitt að taka drontinn af og undie honum ætti að vera samtengi milli veggs/lofts og viftu.
Þetta er ekki flókið en ef þú ert með 10 þumalfingur þá ættirðu að fá aðstoð. Rafvirki er kannski fullmikið en undir þér komið.
Hins vegar er viftan líklegast ekki vandamálið heldur loftstokkurinn. Viftan getur lítið gert ef stokkurinn er tepptur.
P.s. textinn þýðir að þú ættir ekki að þjónusta rafbúnaðinn á meðan hann er í sambandi.

Síðast breytt af rostungurinn77 á Sun 02. Feb 2025 22:44, breytt samtals 1 sinni.
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 849
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Þrif á baðherbergisviftu
rostungurinn77 skrifaði:Ef viftan er á sér rofa þá slekkurðu bara á honum.
Ef þú treystir því ekki þá slærðu bara út.
Þarft yfirleitt að taka drontinn af og undie honum ætti að vera samtengi milli veggs/lofts og viftu.
Þetta er ekki flókið en ef þú ert með 10 þumalfingur þá ættirðu að fá aðstoð. Rafvirki er kannski fullmikið en undir þér komið.
Hins vegar er viftan líklegast ekki vandamálið heldur loftstokkurinn. Viftan getur lítið gert ef stokkurinn er tepptur.
P.s. textinn þýðir að þú ættir ekki að þjónusta rafbúnaðinn á meðan hann er í sambandi.
Haha... ég er ekki mikið að fikta í viðhaldi á rafmagnstækjum. Kannski ekki alveg 10 þumalfingur en líklega fleiri en 2 á þessu sviði.

Er líka alltaf frekar ragur við rafmagnið.
Hvernig þrífur maður þá loftstokkinn ef það er vandamálið? Með ryksugu eða hvað?
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 849
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Þrif á baðherbergisviftu
ps. ef þetta er loftstokkurinn? Á þá að deila kostnaðinum á þær íbúðir sem nota hann? Í mínu tilfelli er ég á neðri hæð en ég held að efri hæðin noti þá sama loftstokk. Allavega er baðherbergið beint fyrir ofan mitt baðherbergi. 

-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 375
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 129
- Staða: Ótengdur
Re: Þrif á baðherbergisviftu
Það er notaður einhvers konar vísir að klósettbursta við þessi þrif ásamt eflaust fleiri verkfærum.
Ef þetta er í fjölbýli þarf líklegast að taka allan stokkinn. Í það minnsta þína túðu og útblásturinn á þakinu.
Stokkaþrif eru yfirleitt á ábyrgð húsfélagsins. Stokkurinn er sameign.
Ef þetta er í fjölbýli þarf líklegast að taka allan stokkinn. Í það minnsta þína túðu og útblásturinn á þakinu.
Stokkaþrif eru yfirleitt á ábyrgð húsfélagsins. Stokkurinn er sameign.
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 849
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Þrif á baðherbergisviftu
Vitið þið hvort þetta er góð vifta sem ég er með eða er einhver vifta sem væri enn betri? Geri mér grein fyrir að það skiptir ekki máli ef allt er stíflað haha...



-
Höfundur - Geek
- Póstar: 849
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Þrif á baðherbergisviftu
Ok, það er búið að skipta um viftuna en samt finnst mér rakinn vera dáldið lengi að fara úr baðherberginu þótt ég hafi viftuna í gangi í slatta tíma. Er að pæla í að kaupa afrakatæki eða hvað þetta heitir sem dregur raka í sig. Mæla menn með einhverju sérstöku tæki fyrir slíkt verkefni?
Re: Þrif á baðherbergisviftu
falcon1 skrifaði:Ok, það er búið að skipta um viftuna en samt finnst mér rakinn vera dáldið lengi að fara úr baðherberginu þótt ég hafi viftuna í gangi í slatta tíma. Er að pæla í að kaupa afrakatæki eða hvað þetta heitir sem dregur raka í sig. Mæla menn með einhverju sérstöku tæki fyrir slíkt verkefni?
Er loftunn inn i baðherbergi að utan þegar hún er i gangi? ef allt er innsiglað og ekkert "nýtt" loft kemst inn i baðherbergið sem er venja hérna á landi, þvi miður, þá er viftan ekki að fara virka mikið heldur.
Síðast breytt af bigggan á Sun 30. Mar 2025 15:26, breytt samtals 1 sinni.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 375
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 129
- Staða: Ótengdur
Re: Þrif á baðherbergisviftu
falcon1 er rakinn lengi að fara með dyrnar opnar?
Var stokkurinn þrifinn? Ný vifta blæs ekki í gegnum stíflaðan stokk.
Hvernig eru loftskiptin á húsinu annars? Opnir gluggar?
Var stokkurinn þrifinn? Ný vifta blæs ekki í gegnum stíflaðan stokk.
Hvernig eru loftskiptin á húsinu annars? Opnir gluggar?
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 849
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Þrif á baðherbergisviftu
Ég bara veit það ekki, það er bara vifta í gati við eitt hornið í loftinu sem tengist held ég einhverjum stokk upp í loftúðu á þakinu. Þegar er vindur í ákveðni vindátt þá blæs loft inná baðið reyndar.bigggan skrifaði:Er loftunn inn i baðherbergi að utan þegar hún er i gangi? ef allt er innsiglað og ekkert "nýtt" loft kemst inn i baðherbergið sem er venja hérna á landi, þvi miður, þá er viftan ekki að fara virka mikið heldur.
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 849
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Þrif á baðherbergisviftu
rostungurinn77 skrifaði:falcon1 er rakinn lengi að fara með dyrnar opnar?
Var stokkurinn þrifinn? Ný vifta blæs ekki í gegnum stíflaðan stokk.
Hvernig eru loftskiptin á húsinu annars? Opnir gluggar?
Já mér finnst rakinn aldrei fara alveg þótt ég sé með opið. Hann fer reyndar tímabundið ef ég næ að búa til gegnumtrekk í ákveðnum vindáttum.
Ég fékk byggingaraðilann til að skoða þetta og hann sagði að þess ætti ekki að þurfa og við ákváðum að prófa að skipta um viftu.
Þetta er mjög þétt íbúð en ég er oftast með opinn glugga í stofunni og stundum í herbergi hinumegin í íbúðinni þar sem ég næ stundum að fá gegnumtrekk til að lofta út þegar ekki er hægt að opna út í garð. Ég er með hund þannig að sú hurð þarf yfirleitt að vera lokuð nema þegar ég fer með hundinn út á WC en þá hef ég hana galopna á meðan nema í brjáluðu veðri.

Ég á í meiri vandræðum með að það sé ekki of heitt en of kalt í íbúðinni. Það er gólfhiti og er stilltur á frekar lágt hitastig.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 375
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 129
- Staða: Ótengdur
Re: Þrif á baðherbergisviftu
Það væri eflaust forvitnilegt að rakamæla baðherbergið bara með einföldum hita og rakamæli og sjá hver breytingin er yfir tíma.
En bara til öryggis. Er viftan ekki pottþétt að blása inn í stokkinn en ekki inn í baðherbergið.
Getur athugað það með því að setja blað framan við viftuna.
En bara til öryggis. Er viftan ekki pottþétt að blása inn í stokkinn en ekki inn í baðherbergið.
Getur athugað það með því að setja blað framan við viftuna.
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 849
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Þrif á baðherbergisviftu
rostungurinn77 skrifaði:Það væri eflaust forvitnilegt að rakamæla baðherbergið bara með einföldum hita og rakamæli og sjá hver breytingin er yfir tíma.
En bara til öryggis. Er viftan ekki pottþétt að blása inn í stokkinn en ekki inn í baðherbergið.
Getur athugað það með því að setja blað framan við viftuna.
Hvað á blaðið að gera? Þegar ég prófa þá gerist bara ekkert.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 375
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 129
- Staða: Ótengdur
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 849
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Þrif á baðherbergisviftu
Á ég að þurfa að taka hlífina af henni?rostungurinn77 skrifaði:Annað hvort sogast það að viftunni eða frá henni.
