Halló,
Nú hef ég nánast aldrei pantað neitt að viti frá útlöndum útaf það endar svo dýrt með sendingarkostnaði + VSK.
Eru menn með einhver tips ef maður ætlar að panta sér eitthvað eins og hlaupa boli eða 1tb m.2 SSD 2230?
Um daginn pantaði ég pakka af bandarískri síðu. Það kom með FedEx upp að dyrum og ég slapp við vaskinn.
Á maður að reyna að fá pakkann með Fedex eða álíka frekar en eins og aliexpress sem fer beint til póstsins?
Tips and tricks í að panta tölvubúnað að utan
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 221
- Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
- Reputation: 15
- Staða: Ótengdur
-
- Vaktari
- Póstar: 2019
- Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
- Reputation: 80
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Tengdur
Re: Tips and tricks í að panta tölvubúnað að utan
Ertu viss um að þú hafir ekki þegar verið búin að borga vaskin? t.d. þegar að þú borgaðir fyrri vöruna. Hef ekki heyrt af
neinum síðustu 5+ár eða svo sem hafa sloppið við vaskinn, sérstaklega þegar að pakkarnir fara ekki í gegnum póstinn.
Það er orðið mjög algengt að maður borgar allt bara strax sem er mjög þæginlegt.
neinum síðustu 5+ár eða svo sem hafa sloppið við vaskinn, sérstaklega þegar að pakkarnir fara ekki í gegnum póstinn.
Það er orðið mjög algengt að maður borgar allt bara strax sem er mjög þæginlegt.
CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
-
- FanBoy
- Póstar: 764
- Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
- Reputation: 71
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Tips and tricks í að panta tölvubúnað að utan
Allt sem ég hef fengið í gegnum Fedex er með vsk. Veit ekki um annað. Þægilegast finnst mér er að sleppa við Póstinn, allt er betra en að eiga við Póstinn. Mitt ráð er að bera saman verð erlendis og hérna heima, gera svo upp við sig hvort þú sért tilbúinn að senda bilaða/gallaða hluti aftur út ef til þess kemur. Vöruúrvalið er betra erlendis en þægindin er að versla hérna heima. Ég veit ekki um nein trick við að versla önnur en að gera sér grein fyrir að það er oft bras að endursenda hluti út.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3845
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 161
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Tips and tricks í að panta tölvubúnað að utan
Þegar þú ert að panta af evrópskri síðu, athuga hvort VSK (VAT, whatever það er kallað annarstaðar) sé dreginn af vöruverðinu sem þú borgar. Almennt áttu rétt á því, en ekki alltaf sem söluaðilar gera það sjálfkrafa (eða nenna að standa í því).
Ef ekki, þá getur alveg verið þess virði að hafa beint samband við seljandann og athuga hvort hægt er að draga VSK frá.
Þýðir ekki að þú borgir ekki gjöld þegar varan kemur til Íslands, en þú mátt sleppa við að borga þessi gjöld í mörgum löndum samt.
Stundum er sendingarkostnaðurinn stór partur, en hækkar lítið þó þú bætir fleiri vörum við. Gott að athuga það. En ef heildarverðið fer yfir 40 þúsund þá þarftu að borga fyrir dýrari tollskýrslugerð. Þú getur alveg fyllt í þessar tollskýrslur sjálfur samt og sloppið við þann part af kostnaðinum, ég hef aldrei gert það
Ef ekki, þá getur alveg verið þess virði að hafa beint samband við seljandann og athuga hvort hægt er að draga VSK frá.
Þýðir ekki að þú borgir ekki gjöld þegar varan kemur til Íslands, en þú mátt sleppa við að borga þessi gjöld í mörgum löndum samt.
Stundum er sendingarkostnaðurinn stór partur, en hækkar lítið þó þú bætir fleiri vörum við. Gott að athuga það. En ef heildarverðið fer yfir 40 þúsund þá þarftu að borga fyrir dýrari tollskýrslugerð. Þú getur alveg fyllt í þessar tollskýrslur sjálfur samt og sloppið við þann part af kostnaðinum, ég hef aldrei gert það

Síðast breytt af Daz á Fös 28. Mar 2025 23:49, breytt samtals 1 sinni.