Rafhjól
Re: Rafhjól
Hef verið með CGO600 Pro í nokkur ár og er mjög sáttur. Skipti samt í ergo stýri eins og er á CGO009 og ætla að fá þægilegri hnakk. Mæli með umboðsaðilanum (T2.is) sem flytur inn tenways hjól, alltaf hjálpsamlegur í samskiptum og vill að allir séu sáttir.
Eitt sem mætti kannski hafa í huga að bæði CGO009 og 600 er eins-gíra hjól með hub-mótor. Það er persónluega það sem ég helst vil innanbæjar, en strax ef maður ætlar sér einhverjar torfærur þá myndi ég vilja geta skipt í lægri gír. En á móti kemur að maður sleppur við þyngdina á gírkassa, viðhaldsvesen og fær belti. Ég mun aldrei nokkurntímann kaupa hjól með keðju aftur.
Efast um að þú fáir rafhjól með belti á betri prís en tenways.
Eitt sem mætti kannski hafa í huga að bæði CGO009 og 600 er eins-gíra hjól með hub-mótor. Það er persónluega það sem ég helst vil innanbæjar, en strax ef maður ætlar sér einhverjar torfærur þá myndi ég vilja geta skipt í lægri gír. En á móti kemur að maður sleppur við þyngdina á gírkassa, viðhaldsvesen og fær belti. Ég mun aldrei nokkurntímann kaupa hjól með keðju aftur.
Efast um að þú fáir rafhjól með belti á betri prís en tenways.
AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
Re: Rafhjól
Takk fyrir mjög gott svar. Gott að heyra með umboðsaðilann þar sem maður var pínu efins þegar maður sá þetta vera rekið í heimahúsi, ekki að það þurfi endilega að vera slæmt.
Re: Rafhjól
Ég þekki þessi hjól ekki en hef verið á sama Cube hardtail hjólinu síðan rafhjólaæðið byrjaði.
Mæli með að kanna hvort það séu ekki örugglega nagladekk í boði fyrir hjólið.
Mæli með að kanna hvort það séu ekki örugglega nagladekk í boði fyrir hjólið.
Re: Rafhjól
Hugsa að ekkert geti þannig séð toppað TENWAYS CGO009 í þessum verðflokki. Sjálfur er ég með Sensa Merano Power PRO, fáranlega gott hjól fyrir peninginn, allt öðruvísi hjól en Tenways.
Stærsti kostur Tenways er að það er létt og lítið sem ekkert viðhald. Belti er algjör unaður. 45nm tog er miklu meira en nóg fyrir innanbæjarferðir, þarft að hjóla alveg smá með upp ártúnsbrekkuna.
Kostir Sensa er augljóslega gírar, fjöðrun og öflugri mótor/battery, en fyrir innanbæjarferðir tæki ég sjálfsagt Tenways hjólið.
Það eru 700C á Tenways svo það ættu öll 28/29" dekk að komast þar undir, sé ekki betur en að það sé 45mm dekk á 600 Pro og 55mm á 009.
Stærsti kostur Tenways er að það er létt og lítið sem ekkert viðhald. Belti er algjör unaður. 45nm tog er miklu meira en nóg fyrir innanbæjarferðir, þarft að hjóla alveg smá með upp ártúnsbrekkuna.
Kostir Sensa er augljóslega gírar, fjöðrun og öflugri mótor/battery, en fyrir innanbæjarferðir tæki ég sjálfsagt Tenways hjólið.
ABss skrifaði:Mæli með að kanna hvort það séu ekki örugglega nagladekk í boði fyrir hjólið.
Það eru 700C á Tenways svo það ættu öll 28/29" dekk að komast þar undir, sé ekki betur en að það sé 45mm dekk á 600 Pro og 55mm á 009.
Re: Rafhjól
Hugsa að ég verði að kíkja á Sensa og prófa Merano Power Pro líka. Get ímyndað mér að það væri töluvert öflugra á veturna í snjó og gaman í Heiðmörk á sumrin.
Lítur mjög vel út fyrir peninginn!

Lítur mjög vel út fyrir peninginn!
Re: Rafhjól
vixby skrifaði:Get ímyndað mér að það væri töluvert öflugra á veturna í snjó og gaman í Heiðmörk á sumrin.![]()
Það er alveg rétt hjá þér. Fjallahjól koma þér bæði í vinnuna og upp á Úlfarsfell, en eru töluvert óþægilegri á malbiki. Mynstrið á fjallahjóladekkjum gefa oft frá sér drrrrrr hljóð og flest allir miðjumótórar sem ég hef prófað eru háværari en hub-mótórar. Tenways eru nánast hljóðlaus.
Mæli líka mikið með að vera með einhverskonar tösku á hjólinu, mögulega bara litla ef þú þarf aldrei að taka með þér meira en lás og samloku en ég er með tvær stórar á bögglabera til að geta farið á pósthúsið eða fara með eitthvað í vinnuna.
AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
Re: Rafhjól
https://rafmagnshjol.is/product/premium-imn7/ fékk svona hjól í skiptum fyrir vinnu, eina sem ég hef út á það að setja, er breidd dekkjanna, mjööög mjó dekk, sem gerir rideið frekar hast fyrir 110kg 193cm mann
gírar+ center motor, torkar vel + að er meira "rétti fílingurinn" við að hjóla að hafa center mótor vs hub

Síðast breytt af kizi86 á Mið 26. Feb 2025 01:34, breytt samtals 2 sinnum.
ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV
Re: Rafhjól
ekkert skrifaði:Mynstrið á fjallahjóladekkjum gefa oft frá sér drrrrrr hljóð og flest allir miðjumótórar sem ég hef prófað eru háværari en hub-mótórar. Tenways eru nánast hljóðlaus.
Ég skil einmitt ekki pælingun að vera með mjög gróf dekk innanbæjar. Ég er núna með Schwalbe Marathon Winter PL 28x2.00, nelgd. Í sumar mun ég setja eitthvað nær Schwalbe Thunder Burt Evo 29x2.25, sleppur í Heiðmörk en unaðir á götum.
ekkert skrifaði:Mæli líka mikið með að vera með einhverskonar tösku á hjólinu, mögulega bara litla ef þú þarf aldrei að taka með þér meira en lás og samloku en ég er með tvær stórar á bögglabera til að geta farið á pósthúsið eða fara með eitthvað í vinnuna.
Þetta er annar stór kostur við city bikes eins og TENWAYS CGO009 og Premium i-MN7+, eini ókostir við Premium i-MN7+ er að það er komið í 25 kg, en auðvita talsvert öflugri mótor.
Þetta hefur allt kosti og galla, eina ástæðan fyrir því að ég mæli með hardtail er einfaldlega sú að leiðin sem ég fer í vinnuna er stundum gróf, öll auka fjöðrun trompar allt.
Re: Rafhjól
Endaði á því að kaupa Sensa Merano Power PRO og eftir að hafa tekið það í vinnuna nokkur skipti þá get ég staðfest að ég sé ekki eftir því.
Re: Rafhjól
vixby skrifaði:Endaði á því að kaupa Sensa Merano Power PRO og eftir að hafa tekið það í vinnuna nokkur skipti þá get ég staðfest að ég sé ekki eftir því.
Til hamingju með hjólið, ég er búinn að fara tæpa 1.000 km á mínu sl. 4 mánuði og aldrei klikkað, kom mér verulega á óvart hvað þetta eru góð hjól.
Re: Rafhjól
Afhverju eru öll þessi rafhjól svona dýr?
Það er hægt að fá flott hjól á 100k, og basic rafhlaupahjól á 60k. Líma þetta saman og maður myndi halda að rafhjól undir 200k væru algengari. Í staðinn er markaðurinn fullur hjólum sem kostar 400-600k, með ópratíkasta fídusa eins og vökvabremsur.
Annars til hamingju allir með hjólin, það er alltaf geggjað að sjá fleiri og fleiri að fara hjóla.
Það er hægt að fá flott hjól á 100k, og basic rafhlaupahjól á 60k. Líma þetta saman og maður myndi halda að rafhjól undir 200k væru algengari. Í staðinn er markaðurinn fullur hjólum sem kostar 400-600k, með ópratíkasta fídusa eins og vökvabremsur.
Annars til hamingju allir með hjólin, það er alltaf geggjað að sjá fleiri og fleiri að fara hjóla.
Re: Rafhjól
Algjörlega sammála síðasta ræðumanni. Ég botna hvorki upp né niður í því af hverju rafhjól eru svona dýr. Fyrir rest er ég svo líka sammála því að vökvabremsur séu hræðilegar. Miklu erfiðar að stilla þær en venjulegar bremsur, alltaf eitthvert vesen á þeim, þurfa stanslaust dekur. Samt eru nánast öll hjól með vökvabremsur, þó svo þær séu að ég held í ofanlagið líka dýrari en venjulegar bremsur!
Ikea hjólið var langbesta rafhjólið sem hefur verið selt á Íslandi. Venjulegar bremsur, gerir allt sem rafhjól þarf að gera, og kostaði sléttan hundraðþúsundkallinn. Algjör synd að Ikea hætti þeirri vegferð.
Ikea hjólið var langbesta rafhjólið sem hefur verið selt á Íslandi. Venjulegar bremsur, gerir allt sem rafhjól þarf að gera, og kostaði sléttan hundraðþúsundkallinn. Algjör synd að Ikea hætti þeirri vegferð.
AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580
Re: Rafhjól
Ha? Er vesen á vökvabremsum?
Ég er búinn að hjóla tæpa 6000km á núverandi rafmagnshjóli, ég hef skipt um klossa þegar þess þarf, annars hefur það nákvæmlega ekkert klikkað.
Fyrri vöðvahjól voru einnig með vökva (diska) bremsum og sama sagan þar. Á einu þeirra var galli í framleiðslu, bolti sem held dælunni var laus/forskrúfaður en það kemur bremsunum í raun ekkert við. Hefði getað verið hvaða bolti sem er.
Ekkert þurft að stilla né fikta. Bara pumpa eftir klossaskipti.
Ég er búinn að hjóla tæpa 6000km á núverandi rafmagnshjóli, ég hef skipt um klossa þegar þess þarf, annars hefur það nákvæmlega ekkert klikkað.
Fyrri vöðvahjól voru einnig með vökva (diska) bremsum og sama sagan þar. Á einu þeirra var galli í framleiðslu, bolti sem held dælunni var laus/forskrúfaður en það kemur bremsunum í raun ekkert við. Hefði getað verið hvaða bolti sem er.
Ekkert þurft að stilla né fikta. Bara pumpa eftir klossaskipti.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 343
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 121
- Staða: Tengdur
Re: Rafhjól
KristinnK skrifaði:Fyrir rest er ég svo líka sammála því að vökvabremsur séu hræðilegar. Miklu erfiðar að stilla þær en venjulegar bremsur, alltaf eitthvert vesen á þeim, þurfa stanslaust dekur. Samt eru nánast öll hjól með vökvabremsur, þó svo þær séu að ég held í ofanlagið líka dýrari en venjulegar bremsur!
Textinn að neðan gildir um diskabremsur.
Þegar þú ert hjólaframleiðandi og kaupir kannski milljón eintök af bremsum þá er munurinn hverfandi lítill. Fyrir utan að samsetningarferlið er einfaldara.
Vökvabremsur hafa hreyfingu á öllum stimplum. Vírabremsur hafa flestar hreyfingu á einum stimpli. Vissulega til vírabremsur með hreyfingu á tveimur stimplum en langflestar hreyfa bara annan púðann.
Vírabremsur eru því bara ódýrt rusl og aldrei settar á neitt nema ódýrustu hjólin.
Það er ekki þægilegra að stilla þessar víradiskabremsur en vökvabremsurnar. Nema kannski ef væri fyrir þær sem hafa hreyfingu á báðum stimplum. Það eru bara svo fá hjól sem koma með þeim. Fasti púðinn er nánast undantekningarlaust skakkur í sætinu þannig að það þarf alltaf hafa púðann lengra frá en hann ætti að vera og það gerir bremsunina verri.
Þess utan þarf alltaf að vera að herða á bremsunum.
Þess þarf ekki með vökvabremsurnar þar sem stimplarnir ganga bara utar eftir því sem púðinn slitnar.
Hvað stillingar á vökvabremsunum varðar þá spyr ég bara hvaða stillingar? Þú setur bremsuna á sinn stað, snýrð hjólinu, bremsar og herðir. Voila. Þú ert kominn með bremsu.
En það eru vissulega til gölluð eintök af öllu.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 343
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 121
- Staða: Tengdur
Re: Rafhjól
Henjo skrifaði:Afhverju eru öll þessi rafhjól svona dýr?
Það er hægt að fá flott hjól á 100k, og basic rafhlaupahjól á 60k. Líma þetta saman og maður myndi halda að rafhjól undir 200k væru algengari. Í staðinn er markaðurinn fullur hjólum sem kostar 400-600k, með ópratíkasta fídusa eins og vökvabremsur.
Annars til hamingju allir með hjólin, það er alltaf geggjað að sjá fleiri og fleiri að fara hjóla.
Og hvað hafa margir eldsvoðar átt sér stað vegna hlaupahjóla og hvað hafa margir átt sér stað vegna rafhjóla*
Svarið er margir og fáir sem engir.
Hvað verðmuninn varðar þá er ég alveg sammála því að hjólin séu dýr. Hins vegar eru rafhlöðurnar mjög dýrar. Líklegast um 150k stykkið. Geri mér ekki grein fyrir því hvað mótorinn kostar en það gæti alveg verið 50k en kannski líklegra nær 150k.
Líklegast ætti að vera svona 200k verðmunur á milli sambærilegra hjóla en er meira eins og 300k.
*Tilbúnar rafhlöður frá framleiðanda. Ekki eitthvað conversion kit.
Re: Rafhjól
Henjo skrifaði:Það er hægt að fá flott hjól á 100k, og basic rafhlaupahjól á 60k. Líma þetta saman og maður myndi halda að rafhjól undir 200k væru algengari.
https://topphjol.is/forward-hjol/. Það er samt ekki eins og að 60k sé algengur flokkur fyrir rafhlaupahjól, er það nokkuð? Held það sé 100-200k.
rostungurinn77 skrifaði:Líklegast um 150k stykkið.
Nýtt batterí hjá Tenways er á bilinu 350-550€. Þú getur fengið 360Wh batterí með gæða sellum í tösku á 180€.
Hub mótor fyri hjól eru síðan basicly eins og fyrir rafhlaupahjól, nema að þeir þurfa að vera gíraðir til að skipta út snúningshraða fyrir torque.
AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 343
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 121
- Staða: Tengdur
Re: Rafhjól
ekkert skrifaði:Nýtt batterí hjá Tenways er á bilinu 350-550€. Þú getur fengið 360Wh batterí með gæða sellum í tösku á 180€.
Hub mótor fyri hjól eru síðan basicly eins og fyrir rafhlaupahjól, nema að þeir þurfa að vera gíraðir til að skipta út snúningshraða fyrir torque.
Ónákvæmni í mér.
Ég var að hugsa um Bosch rafhlöður og sveifarmótor en ekki nafmótor.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16810
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2199
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Rafhjól
rostungurinn77 skrifaði:...
LOL ... ég sá fyrir mér rostung á hjóli.

- Viðhengi
-
- 472EA8F5-9189-45E3-A0A8-B239BD615C5B.png (2.09 MiB) Skoðað 129 sinnum
Re: Rafhjól
Núna veit ég ekki hvort það sé hægt að draga aukna eldhættur á rafhlauaphjólum á þá staðreynd að mörg þeirra eru ódýr. En það sem ég hef séð, þá hef ég einmitt tekið eftir að oftast eru þetta dýrari rafhlaupahjólin sem eru að kveikna í (sjá mynd). Spurning hvort það sé ekki t.d. að notendur hafa breytt hjólunum, fara hraðar og svona, botninn á hjólinu (þar sem rafhlaðan er) verður fyrir hnaski, að auki nota aftermarket hleðslutæki sem eiga hlaða hraðar.
Það er hægt að fá rafhlaupahjól á 55þús hjá mii ( https://mibudin.is/vara/xiaomi-electric ... laupahjol/ ) 300w mótor og hjól sem á að komast 25km on its own, sem ég myndi halda myndi skila sér 50-60km á ebike.
Það þurfa ekki öll ebikes að vera með 700w mótor og komast 120km. Það er líka nice að vera bara með basic hjól, sem væri undir 20kg sem kæmist 30-40km á hleðslu með 250w mótor. Og myndi ekki kosta 500þús.
Mamma mín keypti einmitt eithva noname rafhjól í húsasmiðjunni á 170þús eða eitthvað. 250w mótor. Virkar mjög vel, kemst tugi kílómetra. Hún er mega sátt með það.

Það er hægt að fá rafhlaupahjól á 55þús hjá mii ( https://mibudin.is/vara/xiaomi-electric ... laupahjol/ ) 300w mótor og hjól sem á að komast 25km on its own, sem ég myndi halda myndi skila sér 50-60km á ebike.
Það þurfa ekki öll ebikes að vera með 700w mótor og komast 120km. Það er líka nice að vera bara með basic hjól, sem væri undir 20kg sem kæmist 30-40km á hleðslu með 250w mótor. Og myndi ekki kosta 500þús.
Mamma mín keypti einmitt eithva noname rafhjól í húsasmiðjunni á 170þús eða eitthvað. 250w mótor. Virkar mjög vel, kemst tugi kílómetra. Hún er mega sátt með það.

-
- /dev/null
- Póstar: 1389
- Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
- Reputation: 103
- Staðsetning: 109 Rvk
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Rafhjól
Einhjólin redda flestu fyrir mína parta 
Kostir
Frjálsar hendur
Einföld
Sparneytin
Léttari
Ekki Plássfrek
Ekkert handfang/stýri til að slasa sig á.
O.s.f.
Gallar
Aðeins meiri persónuöryggisklæðnaður.
Aðeins meiri lærdómskúrfa
Ekki eins hröð og hlaupahjól.
O.s.f.

Kostir
Frjálsar hendur
Einföld
Sparneytin
Léttari
Ekki Plássfrek
Ekkert handfang/stýri til að slasa sig á.
O.s.f.
Gallar
Aðeins meiri persónuöryggisklæðnaður.
Aðeins meiri lærdómskúrfa
Ekki eins hröð og hlaupahjól.
O.s.f.
Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
Áhugamál: Heimspeki, Tölvur, Tækni, Vélbúnaður, Mannlíf, Greiningar, Leikir, Hjólatúrar, Myndbandsgerð, Gervigreind, Kerfisfjölfræði, Framtíð
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Áhugamál: Heimspeki, Tölvur, Tækni, Vélbúnaður, Mannlíf, Greiningar, Leikir, Hjólatúrar, Myndbandsgerð, Gervigreind, Kerfisfjölfræði, Framtíð
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander