Tálbeituaðgerðir og ofbeldi ungmenna

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8062
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1291
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Tálbeituaðgerðir og ofbeldi ungmenna

Pósturaf rapport » Lau 18. Jan 2025 07:39

https://www.dv.is/frettir/2025/1/17/tal ... -og-hnifi/

Mér þykir þetta fullmikið ofbeldi og hættulegt. Ég tel þau vera að ganga of langt því þau gætu þurft að axla ábyrgð á afleiðingunum.

En sem fjölskylda og aðstandandi þolanda og geranda kynferðislegrar misnotkunar, þá hefði ég kosið að komast að sannleikanum svona frekar en einhverjum árum seinna eftir enn meiri misnotkun.

Þetta ofbeldi getur verið að setja stopp á áralanga misnotkun og helvíti einhvers annars.

Á mjög erfitt með að hafa þessa skoðun, ég vil almennt engum illt og það væri skelfilegt ef saklaus maður fengi þessa meðferð og stimpil í kjölfarið.

Ný ríkisstjórn ætlar blessunarlega að efla lögregluna og ráða 50 lögreglumenn og konur.



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 861
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 157
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Tálbeituaðgerðir og ofbeldi ungmenna

Pósturaf Hrotti » Lau 18. Jan 2025 08:49

Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta.
Annarsvegar finnst mér fínt að veiða þessa drullusokka fyrst að réttarkerfið okkar er alveg getulaust gagnvart þeim. Hinsvegar væri ég miklu frekar til í að það væru fullorðnir menn sem stæðu í þessu, ég er ekki viss um að þessir strákar nái að skilja ofbeldið eftir þarna þegar þeir eldast. Ég hef vonandi rangt fyrir mér en efast um það.


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

rostungurinn77
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 343
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 121
Staða: Ótengdur

Re: Tálbeituaðgerðir og ofbeldi ungmenna

Pósturaf rostungurinn77 » Lau 18. Jan 2025 11:09

Þetta er alveg rosalega góð hugmynd þangað til einhver af þessum ræflum mætir með eitthvað hvítt í nefinu, vopnaður hnífi og þetta breytist úr hefðbundinni barsmíð í flótta fyrir lífi sinu.

Ræflar í þessu samhengi eru gæjarnir sem eru að sækja í börn.

Eins má alveg velta því fyrir sér hversu óheilbrigt það er fyrir samfélagið að hér séu að myndast hópar sem halda að ofbeldi sé svarið við öllu.




falcon1
Geek
Póstar: 803
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 105
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Tálbeituaðgerðir og ofbeldi ungmenna

Pósturaf falcon1 » Lau 18. Jan 2025 12:57

Það á auðvitað að taka hart á barnaníðingsmálum og refsingar fyrir kynferðisbrot sem og önnur ofbeldisbrot eru oft bara djók hérlendis.

Hinsvegar er mest óhugnanlegt að fullorðið fólk sjái ekkert athugavert við þetta athæfi á þessum drengjum og hreinlega hvetji þá áfram til meira ofbeldis á samfélagsmiðlum.
Það er aldrei góð hugmynd að láta einhverja hópa taka lögin í sínar hendur og vera ásakandi, dómari og böðull. Þessir drengir eru bara að fá útrás fyrir sína eigin ofbeldisþörf og hafa þarna fundið leið til að finna henni farveg hugsanlega án þess að verða dæmdir fyrir það vegna þess að stórum hluta af samfélaginu virðist finnast þetta bara allt í lagi. Þetta eru engar hetjur!

Ef við missum réttarkerfið þá er samfélagið dauðadæmt.



Skjámynd

litli_b
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 12:22
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Tálbeituaðgerðir og ofbeldi ungmenna

Pósturaf litli_b » Lau 18. Jan 2025 15:31

Sem unglingur á svipuðum aldri og þessir strákar finnst mér þetta vera aðeins of mikið. Náttúrulega hljómar það geggjað að þeir eru að finna barnaperra og allt, en viðbrögðin er of mikið. Að berja einhvern og nærrum drepa hann til að kenna honum leksíu getur alveg virkað ágætlega, en hver veit hvert það mun fara. Það sem ég held að sé aðalvandamálið er ekki hverjir eru að gera þetta, heldur af hverju er fólk að gera þetta?
Frekar ætti að senda þessa einstaklinga, ehhh, einhverstaðar, allavega þar sem þeir geta fengið einhverskonar geðhjálp eða "Factory reset á kerfinu". Helvíti skrítið að hafa áhuga á krökkum í stað jafn öldruðum einstaklingum.
Helst ætti að fara gefa fólki meðferð á þessu. Þegar ég var í grunnskóla í 8-10 bekk voru alltaf vikulegir lífsleikni tímar þar sem við lærðum jafnréttindi, kynfræði, virðingu fyrir öðrum og allt það sem maður á að vita. Mætti halda að fullorðið fólk gæti líka þurft svona? Allavega í stað þess að berja einhvern í klessu ætti að halda þeim frá samfélagi á meðan þeim er gefinn meðferð. Náttúrulega ef þeir hafa nauðgað nú þegar má alveg henda þeim i steininn.
Þetta er ekki einhver Illmenska, þetta gæti hreinlega verið geðleg veikindi eða hömlum?
Samfélög munu aldrei vera perfect, því það er það sem frelsi innifelur. Samt má reyna bæta.




beggi83
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Fim 04. Mar 2010 21:52
Reputation: 21
Staða: Ótengdur

Re: Tálbeituaðgerðir og ofbeldi ungmenna

Pósturaf beggi83 » Lau 18. Jan 2025 17:34

Þegar maður þekkir inn á afleiðingar eftir svona misnoktun og hvað þetta hefur áhrif á líf viðkomandi allt til dauðadags þá er maður ekki beint á móti þessu.

Eina sem ég er hræddur um að þessir unglingar fari alltaf skrefinu lengra í hvert skipti. Þegar við brjótum ákveðið prinsipp sem við höfum í lífinu er erfitt að snúa til baka. Sérstaklega þegar hópur tekur sig saman og ræðst á einstakling þá get ég alveg séð hluti gerast sem þessir unglingar skynja ekki hvaða afleiðingar það hefur á líf þeirra.

Góður vinur minn lendi illa í misnoktun þegar hann var barn og beið aldrei bætur af því. Þetta eyðilagði líf hans og sat eins og mara á hann allt til dauðadags.. Finn ég vorkun fyrir þessum mönnum sem lendir í hópnum get ekki sagt það.

Þegar unglingar eru komnir á þetta stig með útrás í ofbeldi og þetta gróft þá hefur maður meiri áhyggjur hvað framtíðin verður hjá þeim. Það er í okkar nature að leita eftir meiri grófari útrás og guð hjálpi mér ef þau leita í kokteil ef eiturlyfjum og svona ofbeldi /:



Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1076
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Reputation: 28
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: Tálbeituaðgerðir og ofbeldi ungmenna

Pósturaf Nördaklessa » Sun 19. Jan 2025 00:02

beggi83 skrifaði:Þegar maður þekkir inn á afleiðingar eftir svona misnoktun og hvað þetta hefur áhrif á líf viðkomandi allt til dauðadags þá er maður ekki beint á móti þessu.

Eina sem ég er hræddur um að þessir unglingar fari alltaf skrefinu lengra í hvert skipti. Þegar við brjótum ákveðið prinsipp sem við höfum í lífinu er erfitt að snúa til baka. Sérstaklega þegar hópur tekur sig saman og ræðst á einstakling þá get ég alveg séð hluti gerast sem þessir unglingar skynja ekki hvaða afleiðingar það hefur á líf þeirra.

Góður vinur minn lendi illa í misnoktun þegar hann var barn og beið aldrei bætur af því. Þetta eyðilagði líf hans og sat eins og mara á hann allt til dauðadags.. Finn ég vorkun fyrir þessum mönnum sem lendir í hópnum get ekki sagt það.

Þegar unglingar eru komnir á þetta stig með útrás í ofbeldi og þetta gróft þá hefur maður meiri áhyggjur hvað framtíðin verður hjá þeim. Það er í okkar nature að leita eftir meiri grófari útrás og guð hjálpi mér ef þau leita í kokteil ef eiturlyfjum og svona ofbeldi /:


Ég er sammála, árið 2019 fékk ég 10 ára dóm fyrir að verða næstum því manni að bana, ég bið fyrir þessum "Righteousness" ofbeldisdýrkum hjá yngri kynslóðum. Dómur minn var alls ekki ósanngjarn en ég bið fyrir og vona svo innilega að þetta unga fólk vakni og gerir sér grein fyrir því að ofbeldi leysir engan vanda. Ég sat inni með MÖRGUM kynferiðisafbrotamönnum. já þeir eru margir. en þú læknar ekki Geðveiki með því að loka menn inni klefa í þeirri von að þeir batni, það er eins og að taka samkynhneiðga manneksju og loka henni inni í X langan tíma og vonast til þess að þeir "læknist". Þetta kerfi er ekki að virka. Við þurfum að ráðast á rót vandans og vinna í því með Geðheilbrigðismálum. EN það virðist ekki vera í boði vegna Fjárskorts.
Síðast breytt af Nördaklessa á Sun 19. Jan 2025 14:08, breytt samtals 1 sinni.


MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Gigabyte RTX 2080 8Gb | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 1TB 980 Pro NVMe/M.2 SSD | ASRock CL25FF | HAF 912 Plus | Logitech z625 THX |

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6819
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 952
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tálbeituaðgerðir og ofbeldi ungmenna

Pósturaf Viktor » Sun 19. Jan 2025 12:03

Þú læknar ekki siðblindu. Eina lækningin við henni er fangelsi eða lokuð úrræði.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Stuffz
/dev/null
Póstar: 1386
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 103
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tálbeituaðgerðir og ofbeldi ungmenna

Pósturaf Stuffz » Sun 19. Jan 2025 14:05

hmm...

Þetta er ekki sér íslenskt frekar en margt annað..

[ :-k =Kaldhæðni]

þeir/þær verða vanalega "efnilegir" fjárkúgarar þegar vaxa úr grasi

svo er líka aðilar sem nýta sér svona "þjónustu" til að setupa þá sem er illa við, stofna til spjalls og svo senda annann á staðinn til að vera tekinn fyrir.

Annars ekkert er svo með öllu vont að ekki boði nokkuð gott, umræður flusha út viðhorf til Vigilantism.

[/ :-k ]


EDIT:

og já augljóslega ekki til eftirbreytni á báða Bófa :thumbsd
Síðast breytt af Stuffz á Sun 19. Jan 2025 14:11, breytt samtals 1 sinni.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
Áhugamál: Heimspeki, Tölvur, Tækni, Vélbúnaður, Mannlíf, Greiningar, Leikir, Hjólatúrar, Myndbandsgerð, Gervigreind, Kerfisfjölfræði, Framtíð
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander


traustitj
Nörd
Póstar: 116
Skráði sig: Lau 31. Júl 2021 23:49
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Tálbeituaðgerðir og ofbeldi ungmenna

Pósturaf traustitj » Mán 20. Jan 2025 11:57

Svona vigilante stöff endar yfirleitt alltaf ílla. Það endar þannig að einhver deyr. Það er rosalega erfitt og nánast ómögulegt að styðja ekki svona aðgerðir, en svona endar alltaf með því að einhver gengur of langt.
En greinilega þarf aðeins að fara að gera eitthvað í svona málum. Þau segjast hafa marga tugi nafna og aðila. Svona mál deyja bara í kerfinu.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8062
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1291
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Tálbeituaðgerðir og ofbeldi ungmenna

Pósturaf rapport » Þri 11. Mar 2025 23:41




Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2625
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 137
Staða: Tengdur

Re: Tálbeituaðgerðir og ofbeldi ungmenna

Pósturaf svanur08 » Mið 12. Mar 2025 07:26

rapport já svona endar svona.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16810
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2198
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Tálbeituaðgerðir og ofbeldi ungmenna

Pósturaf GuðjónR » Mið 12. Mar 2025 07:49

Get ekki sagt að þessi endir hafi komið á óvart…



Skjámynd

rostungurinn77
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 343
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 121
Staða: Ótengdur

Re: Tálbeituaðgerðir og ofbeldi ungmenna

Pósturaf rostungurinn77 » Mið 12. Mar 2025 08:59

mbl.is skrifaði:Í um­fjöll­un DV seg­ir að um hand­rukk­un hafi verið að ræða þar sem maður­inn er sagður hafa neitað að milli­færa mikið fé inn á ann­an mann.

Lög­regl­an á Suður­landi til­kynnti í dag að haf­in væri rann­sókn á and­láti karl­manns sem lést snemma í morg­un. Áverk­ar á hon­um benda til þess að and­látið hafi borið að með sak­næm­um hætti.

Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra aðstoðaði lög­regl­una við lög­regluaðgerð í Þor­láks­höfn í nótt, sem sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is teng­ist rann­sókn­inni. Seg­ir í um­fjöll­un DV að maður­inn hafi verið bú­sett­ur á Suður­landi.


https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025 ... _gufunesi/

Er ekki bara mögulegt að fólk í tálbeituhópum hafi líka tengsl inn í undirheimana.