HomeHacks?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

HomeHacks?

Pósturaf KaldiBoi » Mið 12. Feb 2025 18:18

Vaktarar,

Ég og kærastan mín vorum að fá afhent nýja íbúð og ég er endalaust að reyna gera þetta eins hagkvæmt og "ergonomical?" og hægt er.

Ég er ekki beint að tala um að elda lasagna, frysta og eiga þegar maður nennir ekki að elda og geta gripið í, ég á meira þau sniðugu viðskipti að vera hjá t.d. Straumlind og láta Tesluna sína hlaða milli 02:00 og 06:00 þegar rafmagnið er sem ódýrast.

Eru þið með einhver hacks varðandi rekstur heimilisins sem þið væruð opin að deila með öðrum? :baby




ABss
Nörd
Póstar: 145
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 55
Staða: Tengdur

Re: HomeHacks?

Pósturaf ABss » Mið 12. Feb 2025 18:39

- Það borgar sig að vera handlaginn
- Það borgar sig að elda sjálfur
- Það borgar sig að vera ekki með haug af áskriftum
- Það borgar sig að geta haldið aftur af sér gagnvart tískubólum og almennri hjarðhegðun landans
- Það borgar sig að að "spenna bogann" ekki of hátt
- Það borgar sig að geta fetað meðalveginn, reyndu að slaka á. Það þarf ekki alltaf að vera að gera eitthvað

Kannski ekki nákvæmlega það sem þú varst að leita að, en vonandi hjálpar þetta eitthvað.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8112
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1298
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: HomeHacks?

Pósturaf rapport » Mið 12. Feb 2025 19:00

- Hamast í að semja alltaf um ódýrari tryggingar
- Vertu með viðeigandi GSM og internetáskriftir, of lítil verður fljótt dýrari en of stór
- Ekki taka lán ef þú kemst hjá því og helst ekki bílalán (getur hugsanlega verið hagstætt við umskipti í rafmagn)
- Hugsaðu vel um heilsuna, því ef þú ferð að tapa henni þá verður þér fljótt skít sama um allt annað sem þú hefur eytt peningum í.
- Gæði umfram magn... og velja sér klassískan stíl en ekki tískubylgjur + fara vel með fötin sín.

Gæði umfram magn er t.d. að versla ekki sokka, nærboli o.þ.h. í H&M í magni heldur skoða að kaupa/panta frá Marks &Spencer, praktískar gallabuxur sem endast vel, Levi´s/Jack&Jones (en ekki H&M), góða skó sem henta í þá notkun sem þú ætlar í = eiga gönguskó, hlaupaskó, inniskó... snýst lík aum að kaupa útivistafatnað sem hægt er að nota við fleiri tækifæri, t.d. léttan göngujakka sem er líka fínn í útihlaup.

Ef þú átt ung börn = EKKI DREKKJA ÞEIM Í DÓTI, kenndu þeim skynsemi og að leika sér með hvað sem er, nota ímyndunaraflið. Ég lærði það of seint að börn vilja ekki dót, þau vilja samveru... nú á ég eina 23 ára og við erum enn að reyna að snúa þessu við.

Ég hef örugglega aldrei séð jafn mikið eftir því hvernig dætur mínar fengu endalaust af Polly Pocket, Fisher Price, Playmo, Bratz ofl. ofl. og þetta fór allt í ruslið þegar tískubygjan fjaraði út. (kannski eki Playmo, en við keyptum pottþétt allt of mikið af því fyrir þær...).

Svo má líka minnast á einfalda hluti = panta og borga fyrir sumarfríiið snemma EF þú ert viss um að þú sért að fá góðan díl. Sumir bíða og fá góðan díl en oft er það bara ekki séns og öll verð komin útí algjöra vitleysu þegar maður loksins er tilbúinn að taka ákvörðun um sumarfríiið.

Svo er alltaf ódýrara að hitta vini og vandamenn heima, hjá þeim eða hjá ykkur, skiptast á o.s.frv. það er óþarfi að vera á djamminu í miðbænum, kósíkvöldin í úthverfunum verða bara betri með aldrinum.



Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1099
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: HomeHacks?

Pósturaf brain » Mið 12. Feb 2025 19:30

Eitt sem hefur hjálpað :

Minnka eða hætta á samfélagsmiðlum.

Nýta tíman í samveru !



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3226
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 584
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: HomeHacks?

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 12. Feb 2025 20:25

Nokkrir góðir punktar komnir.bæti frekar við þà en að endurtaka þà.
Versla hluti notaða t.d bíl, raftæki, borð etc.

Fylgjast með fasteignalána vöxtum og endurfjármagna ef það borgar sig.

Leigja út íbúð a Airbnb meðan þú ferðast eða skoða íbúðaskipti.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Mið 12. Feb 2025 20:26, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √


Hausinn
FanBoy
Póstar: 734
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 166
Staða: Ótengdur

Re: HomeHacks?

Pósturaf Hausinn » Mið 12. Feb 2025 20:41

Frosið hráefni er vanmetið. Það er auðveldara að borða hollt reglulega ef maður passar á því að eiga alltaf til eitthvað frosið grænmeti í frystinum og lærir að nota það í eldamennsku. Ég nota það mjög mikið í súpur, sem einnig geymast og endurhitast mjög vel.



Skjámynd

rostungurinn77
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 375
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 129
Staða: Ótengdur

Re: HomeHacks?

Pósturaf rostungurinn77 » Mið 12. Feb 2025 23:00

Stilla ofnana rétt t.d.

Þó svo að það sé kannski bara einn mælir fyrir alla blokkina og þú sért að borga húsfélaginu þá grynnkar þetta á mánaðarlegum útlátuþ félagsins og dýpkar framkvæmdasjóðinn.