GuðjónR skrifaði:Er búinn að prófa Deepseek og verð að segja að ég skil ekki lætin í kringum það. Þetta er algjört drasl, kemst ekki með tærnar þar sem ChatGPT hefur hælana.
Ef svona grín getur þurrkað út markaðsvirði eins fyrirtækis sem nemur 17 faldri landsframleiðslu Íslands á nokkrum klukkustundum þá er eitthvað mikið að í þessum heimi.
Á forsíðunni þeirra er birt samanuburðpartafla með haug af prófum sem DS virðist standa sig nokkuð vel í...
https://www.deepseek.com/
ChatGPT er með 50% hærra skor í "Simple QA" með 38% rétt svör en DS er með 24% rétt.
Aðrir fídusar skora hærra og jafnvel miklu hærra, sérstaklega greiningarhæfni og útreikningar = bestun.
DS er fyrir vikið líklega strax orðið verðmætara fyrir viðskiptaheiminn.