Et fyrsta bylgja niðurskurðar vegna AI að hefjast á Íslandi

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8112
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1298
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Et fyrsta bylgja niðurskurðar vegna AI að hefjast á Íslandi

Pósturaf rapport » Mán 06. Jan 2025 21:52

Heyrði talað um þetta í dag, að það sé farið að kreppa að fólki sem er ekki að afkasta og ekki að ná að gíra sig upp með AI.

Heyrði líka minnst á fólk sem hefði verið látið fara fyrir að nota AI í óleyfi á vinnustaðnum sínum.

Hvernig er AI væðingin að fara af stað?

Eru allar MS sjoppurnar byrjaðar í purview og compliance til að geta sýnt fram á nægar stýringar til að geta kveikt á Copilot í eigin tenant?




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 658
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 118
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Et fyrsta bylgja niðurskurðar vegna AI að hefjast á Íslandi

Pósturaf dadik » Þri 07. Jan 2025 03:42

CoPilot for GitHub hefur reynst okkur ágætlega. Þetta er fínt til að gera handavinnuna sem þú nennir kannski ekki að gera t.d. unit test. En þú verður að passa þig á hvað þú lætur þetta gera fyrir þig og rýna vel tillögurnar sem koma frá þessu dóti. Forritarar með reynslu fá kannski mest út úr þessu af því að þeir vita hvað þeir vilja gera og hvernig eigi að gera hlutina.

Ef fólk nennir ekki að tileiknka sér þetta dót er alveg hægt að fara að finna sér eitthvað annað að gera. Forritun er eitt af bestu use-cases fyrir LLM og þetta er ekkert að fara á næstunni. Ef þú lætur einhvern fara út af notkun á LLM er það væntanlega út af því að viðkomandi var ekki að nota corporate útgáfu sem notar ekki þín gögn við að þjálfa módelið.


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

rostungurinn77
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 375
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 129
Staða: Ótengdur

Re: Et fyrsta bylgja niðurskurðar vegna AI að hefjast á Íslandi

Pósturaf rostungurinn77 » Þri 07. Jan 2025 09:04

rapport skrifaði:Heyrði líka minnst á fólk sem hefði verið látið fara fyrir að nota AI í óleyfi á vinnustaðnum sínum.


Get alveg ímyndað mér að það sé raunin ef einhver er nógu vitlaus til þess að vera að mata viðkvæm gögn inn í gervigreindina.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8112
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1298
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Et fyrsta bylgja niðurskurðar vegna AI að hefjast á Íslandi

Pósturaf rapport » Þri 07. Jan 2025 12:06

rostungurinn77 skrifaði:
rapport skrifaði:Heyrði líka minnst á fólk sem hefði verið látið fara fyrir að nota AI í óleyfi á vinnustaðnum sínum.


Get alveg ímyndað mér að það sé raunin ef einhver er nógu vitlaus til þess að vera að mata viðkvæm gögn inn í gervigreindina.


Þetta voru víst engin viðkvæm gögn, ekkert tengt persónuvernd en þetta voru gögn viðskiptavinar, þetta var s.s. hjá þjónustuaðila.

En þar sem ég þekki þetta mál ekki, heyrði bara frá þriðja aðila þá vil ég ekki vera fabúlera mikið.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 658
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 118
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Et fyrsta bylgja niðurskurðar vegna AI að hefjast á Íslandi

Pósturaf dadik » Þri 07. Jan 2025 13:44

rapport skrifaði:Þetta voru víst engin viðkvæm gögn, ekkert tengt persónuvernd en þetta voru gögn viðskiptavinar, þetta var s.s. hjá þjónustuaðila.

En þar sem ég þekki þetta mál ekki, heyrði bara frá þriðja aðila þá vil ég ekki vera fabúlera mikið.


Úff, það er eiginlega verra. Að deila gögnum viðskiptavinar án samþykkis er algert no-no, en að deila þeim með LLM er algerlega galið.


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 670
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 90
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Et fyrsta bylgja niðurskurðar vegna AI að hefjast á Íslandi

Pósturaf natti » Þri 07. Jan 2025 23:19

Þetta eru mjög skemmtilegar pælingar og fullt af áhugaverðum punktum.


rapport skrifaði:Heyrði líka minnst á fólk sem hefði verið látið fara fyrir að nota AI í óleyfi á vinnustaðnum sínum.

Við vitum samt flest að fólk er nánast aldrei látið fara út af einhverju einu, nema að það sé beinlýnis að brjóta hegningarlög eða að yfirmaður viðkomandi vilji losna við einstaklinginn.


ýmsir... skrifaði:Ef þú lætur einhvern fara út af notkun á LLM er það væntanlega út af því að viðkomandi var ekki að nota corporate útgáfu sem notar ekki þín gögn við að þjálfa módelið.
...
ef einhver er nógu vitlaus til þess að vera að mata viðkvæm gögn inn í gervigreindina
...
Að deila gögnum viðskiptavinar án samþykkis er algert no-no, en að deila þeim með LLM er algerlega galið.


20/20 hindsight er geggjað, og auðvelt líka að setja sig á stall og dæma aðra, en reynum aðeins að sjá þetta frá sjónarhorni venjulegs starfsmanns, jafnvel einhvers sem vinnur í IT.

Þó ég efist um að það sé einhvernsstaðar raunverulega byrjað að "kreppa að fólki", þá eru mjög háværar umræður (t.a.m. þessar hérna) þess eðlis að þú þurfi bara að "get with AI" eða:
dadik skrifaði:finna sér eitthvað annað að gera


Þannig að það er fullkomlega eðlilegt að fólk í ýmsum sviðum/deildum/hlutverkum fari að spyrja sig hvað allt þetta hype með AI sé, og hvort og hvernig það eigi að nota það.

Stór hluti tæknifólks á erfitt með að skilja gagnaöryggi, og tölvuöryggi, og lenskan hérlendis er að þægindi trompa öryggi (sjá t.a.m. flestar O365 innleiðingar), er þá réttlát krafa að "venjulegt" starfsfólk viti betur?

Til að bæta gráu ofan á svart, þá standa corporate tólin venjulegu starfsfólki ekkert endilega til boða.

MS copilot pro kostar $20 á mánuði (https://www.microsoft.com/en-us/store/b/copilotpro) og MS copilot f. enterprise kostar $30 á mán (
https://www.microsoft.com/en-us/microso ... se#Pricing)

Flest fyrirtæki eru ekki að fara above and beyond og kaupa auka license á allt staffið sitt baraafþvíaðþaðerAI.
Þvert á móti, sum fyrirtæki hafa sent út mass-email á starfsfólk þar sem er sérstaklega tekið fram að copilot sé ekki fyrir alla, og þeir sem þurfi copilot þurfi að skila inn greinargerð um afhverju, og hvernig copilot myndi nýtast.
(Þú þarft semsagt bæði að kunna á copilot, og vita hverju copilot mun skila þér, áður en þú færð að prufa copilot.)

Nú, fólk er ýmist áhugasamt og forvitið, og það fer þá kannski í eigin tölvu, á eigin tíma, að prufa alternatives eins og ChatGPT frá OpenAI, jafnvel borgar fyrir það sjálft.
Og þú jafnvel færð einhverjar hygmyndir um hvernig AI gæti hjálpað þér í starfi.
En í corporate bureaucracy þá færðu ekkert kostnaðarsamt license bara sisvona, sérstaklega ekki ef rökin eru að þetta gæti "kannski hjálpað þér í vinnunni."
Og enn minni líkur ef þú ert bara starfsmaður á plani somewhere.

Þú þarft svo ekki að vera forritari til að átta þig á að þegar þú ert að vinna með ákveðin gagnasett, þá væri geggjað að fá smá AI hjálp.
Það er nefninlega stundum sem þú getur bara copy-paste-að dóti og fengið AI til að aðstoða við að taka saman upplýsingar, framsetningu, eða whatever.
Og þetta er bókstaflega gateway drug í að fara að gefa random on-line LLM in-house gögn... og seinna meir kannski viðskiptavinagögn.
Because onone's gonna know... right... no one is going to know...

Skulum heldur ekki gleyma einföldum lausnum eins og Grammarly í þessum efnum. Fólk "fattar" ekkert að þegar það notar þjónustur á borð við Grammarly til að laga stafsetningar- og málsfarsvillur að þú sért að deila confidential upplýsingum með 3rd party í US.
Og ekki er betra ef þú spyrð svo tölvudeildina og hún svarar þér með því að þú eigir bara að nota "autocorrect sem er byggt inn í word", eins og að það sé á einhvern hátt sambærilegt.


Nú kem ég víða við í mínu starfi, og eðli málsins samkvæmt má ég ekki deila neinu sem ég verð áskynja í starfi og þarf því að commenta pínu "general".
En fyrir utan hugbúnaðarþróunarhópa, þá er AI langt frá því að vera nógu mikið notað, og það er oft mjög lítill og takmarkaður hópur sem fær aðgang að corporate paid AI tólum sem tryggir gagnaöryggið, og restin er bara on-their-own, flestir að nota ChatGPT ýmist free útgáfuna eða eru að borga fyrir hana sjálf(ir).
Og afþví að fólkið sem fær ekki AI í gegnum vinnuna fær heldur ekki þjálfunina, þá eru bara ekkert allir sem kveikja á perunni að þegar þeir eru að nota raungögn að þeir séu að deila gögnunum með öðrum, jafnvel fyrir training.
Fyrir þeim er þetta bara "er bara að spjalla við ChatGPT, enginn annar sem fær að sjá, og þetta tók 4klst vinnu og stytti niður í 30 mín, afhverju má ég ekki nota þetta?"


Mkay.

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8112
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1298
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Et fyrsta bylgja niðurskurðar vegna AI að hefjast á Íslandi

Pósturaf rapport » Þri 07. Jan 2025 23:37

natti skrifaði:Frábær póstur


Þú fókusar á generative AI og AI assistants.

Á mínum vinnustað notum við lokaða afurð úr LLM sem trainað er erlendis í að greina myndir af augnbotnum og við fáum svo bara uppfærslur ef framfarir verða á greiningatækninni.

Í OP minntist ég á nauðsynlega undanfara fyrir copilot, að keyra sig í gegnum purview til að Copilot keyri ekki á hvaða gögnum sem er innan fyrirtækis...

Það er nefnilega ekki hægt að bakka með þjálfunina, vara byrja upp á nýtt.

Að þjálfa módelið fyrst og reyna svo að takmarka hvaða gögnum svör meiga birta/byggjast á... er ekki hægt.

En góður punktur með Grammarly, minnir að LSH og fleiri hafi slökkt á translate fídusnum í Chrome af sömu ástæðu.

Að sjá process mining og semi sjálflærða RPA er að fara verða "low coding" sbr. macros í excel er orðið að "automation" og virðist geta gert allt (nema formattað töflur rétt)...




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 658
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 118
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Et fyrsta bylgja niðurskurðar vegna AI að hefjast á Íslandi

Pósturaf dadik » Mið 08. Jan 2025 16:14

Við erum kannski komin aðeins fram úr okkur við að ræða eitthvað sem Rapport heyrði sem sögu úti í bæ.

Ég er svosem sammála Natta í því að margir eru farnir að fikta í GenAI bara af því að firmað er ekki búið að mynda sér stefnu varðandi hvað á að nota og hvenær. $20 á mánuði eru fljótir að safnast upp. En ef við höldum áfram að fabúlera um söguna frá Rapport þá finnst mér lykilatriðið í henni vera hvernig fyrirtæki eru að meðhöndla gögn frá kúnnum.

Fyrir mörgum árum sá maður að gögn og gagnagrunnar frá kúnnum voru dreifð útum allt innan fyrirtækja. Enginn að pæla í þessu fyrr en firmað þurfti að fara í vottanir sem tóku ma. á þessum málum. Núna eru nánast allir sem eru að vinna með gögn frá kúnnum komnir með einhverja pólisíu varðandi aðgang og gleymslu á svona gögnum - hvað má og hvað má ekki gera. Kúnnarnir sjálfir eru líka farnir að kalla eftir þessu. Þannig að ef einhver (svo við höldum áfram að ræða kjaftasöguna) var að nota gögn eða kóða frá kúnna í eitthvað non-corporate GenAI dót þá snýst það miklu meira um meðhöndlun á gögnum heldur en hvort það var GenAI eða eitthvað annað. Þannig að annaðhvort var firmað ekki með stefnu eða að starfsmaðurinn fór ekki eftir stefnunni.


ps5 ¦ zephyrus G14


falcon1
Geek
Póstar: 849
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Et fyrsta bylgja niðurskurðar vegna AI að hefjast á Íslandi

Pósturaf falcon1 » Mið 08. Jan 2025 16:52

AI er bara þjófur!



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8112
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1298
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Et fyrsta bylgja niðurskurðar vegna AI að hefjast á Íslandi

Pósturaf rapport » Mið 08. Jan 2025 17:52

dadik skrifaði:Við erum kannski komin aðeins fram úr okkur við að ræða eitthvað sem Rapport heyrði sem sögu úti í bæ.

Ég er svosem sammála Natta í því að margir eru farnir að fikta í GenAI bara af því að firmað er ekki búið að mynda sér stefnu varðandi hvað á að nota og hvenær. $20 á mánuði eru fljótir að safnast upp. En ef við höldum áfram að fabúlera um söguna frá Rapport þá finnst mér lykilatriðið í henni vera hvernig fyrirtæki eru að meðhöndla gögn frá kúnnum.

Fyrir mörgum árum sá maður að gögn og gagnagrunnar frá kúnnum voru dreifð útum allt innan fyrirtækja. Enginn að pæla í þessu fyrr en firmað þurfti að fara í vottanir sem tóku ma. á þessum málum. Núna eru nánast allir sem eru að vinna með gögn frá kúnnum komnir með einhverja pólisíu varðandi aðgang og gleymslu á svona gögnum - hvað má og hvað má ekki gera. Kúnnarnir sjálfir eru líka farnir að kalla eftir þessu. Þannig að ef einhver (svo við höldum áfram að ræða kjaftasöguna) var að nota gögn eða kóða frá kúnna í eitthvað non-corporate GenAI dót þá snýst það miklu meira um meðhöndlun á gögnum heldur en hvort það var GenAI eða eitthvað annað. Þannig að annaðhvort var firmað ekki með stefnu eða að starfsmaðurinn fór ekki eftir stefnunni.


Aðal punkturinn er að þú getur ekki bakkað með þjálfun AI ef hún byggði á óleyfilegum gögnum, þú þarft að eyða öllu og byrja upp á nýtt.

Sbr. enföld uppsetning á Copilot og skjöl fyrirtækja.

Copilot á ekki á leka upplýsingum milli aðila innan fyrirtækis með svörum sínum, eða hvað þá til ytri aðila.




traustitj
Nörd
Póstar: 116
Skráði sig: Lau 31. Júl 2021 23:49
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Et fyrsta bylgja niðurskurðar vegna AI að hefjast á Íslandi

Pósturaf traustitj » Mán 20. Jan 2025 12:08

Til að sjá hvað Copilot veit t.d. prufaðu að skrifa inn kóða í verkefnið þitt sem er eins og þú sért að setja inn product id, secret key eða álíka. Hann kemur alltaf með fullt af uppástungum með lykla og lykilorð sem hann hefur sópað upp af netinu. Maður þarf að passa sig.
Ég nota copilot miskunarlaust og líka chatgpt. Ég nota eiginlega chatgpt í staðin fyrir að googla villuskilaboð og slíkt. Google leitarvélin er ekki eins góð og hún var einu sinni.

En mikið þoli ég ekki þessi spjall vélmenni. Prufaði enginn þetta áður en þetta fór í loftið? Algerlega gagnslaust (haugur af ljótum orðum) drasl.

Ég gleymi ekki þegar ég var nýfluttur til Noregs og Telenor hafði svona spjallmenni til að svara í símann. Á norsku spurði hann Geturu lýst vandamálinu?
Oftast var það Oppkoppling mot internet sagt með þykkum íslenskum hreim. Aldrei var hann nálægt því að skylja mann og mér fannst þetta bara ílla gert við útlendinga. Svo bara fann ég út að ef þú beiðst bara í 30 sek eða aðeins meir, þá fórstu á skiptiborð á manneskju.

Þeir hættu svo með þetta. Þessi spjallmenni, um 20 árum seinna eru verri en þessi snjallmaður sem Telenor hafði.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8112
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1298
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Et fyrsta bylgja niðurskurðar vegna AI að hefjast á Íslandi

Pósturaf rapport » Mán 20. Jan 2025 16:06

traustitj skrifaði:Til að sjá hvað Copilot veit t.d. prufaðu að skrifa inn kóða í verkefnið þitt sem er eins og þú sért að setja inn product id, secret key eða álíka. Hann kemur alltaf með fullt af uppástungum með lykla og lykilorð sem hann hefur sópað upp af netinu. Maður þarf að passa sig.
Ég nota copilot miskunarlaust og líka chatgpt. Ég nota eiginlega chatgpt í staðin fyrir að googla villuskilaboð og slíkt. Google leitarvélin er ekki eins góð og hún var einu sinni.

En mikið þoli ég ekki þessi spjall vélmenni. Prufaði enginn þetta áður en þetta fór í loftið? Algerlega gagnslaust (haugur af ljótum orðum) drasl.

Ég gleymi ekki þegar ég var nýfluttur til Noregs og Telenor hafði svona spjallmenni til að svara í símann. Á norsku spurði hann Geturu lýst vandamálinu?
Oftast var það Oppkoppling mot internet sagt með þykkum íslenskum hreim. Aldrei var hann nálægt því að skylja mann og mér fannst þetta bara ílla gert við útlendinga. Svo bara fann ég út að ef þú beiðst bara í 30 sek eða aðeins meir, þá fórstu á skiptiborð á manneskju.

Þeir hættu svo með þetta. Þessi spjallmenni, um 20 árum seinna eru verri en þessi snjallmaður sem Telenor hafði.






traustitj
Nörd
Póstar: 116
Skráði sig: Lau 31. Júl 2021 23:49
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Et fyrsta bylgja niðurskurðar vegna AI að hefjast á Íslandi

Pósturaf traustitj » Mán 20. Jan 2025 18:05

Þetta er akkúrat svona með skosku lyftuna