Afhverju erum við svona ótrúlega miklir aumingjar þegar það kemur að því að salta og sanda?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Henjo
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 256
Staða: Ótengdur

Afhverju erum við svona ótrúlega miklir aumingjar þegar það kemur að því að salta og sanda?

Pósturaf Henjo » Fim 05. Des 2024 20:21

Er ekki búin að heyra um neitt síðustu daga nema hvað fólk er því að renna á hausinn "já það var svo hált fyrir utan heima hjá mér ég var nærri því runninn á hausin" og síðan heldur það áfram að væla hvað það er t.d. hált í kringum vinnustaðinn.

kom heim eftir vinnu á þriðjudagskvöldið þegar mestmegnis af höfuðborgarsvæðinu breytist í skutasvell. Mætti nágranna mínum sem var að leggja bílnum eftir að hafa óvart runnið bílnum á og skemmt annan lagðan bíll sem var þarna. Honum fannst alveg stórfurðulegt þegar ég opna skottið og tek út salt poka og salta alla leiðinna undann mér upp að dyrum heima hjá mér, síðan í framhaldi þá fór ég með skóflu og henti sandi yfir götuna og innkeyrsluna heima hjá mér.

Maður heyrir endalust afsakanir hjá fólki "en já, á ekki eitthver annar að gera þetta?" og alltaf bent á aðra, t.d. bæinn. Besta sem ég hef heyrt var í dag þegar það var spurt "já á fólkið sem þrífur (semsagt þrífur vinnustaðinn), á það ekki að salta?"

Er ég sá eini sem er að upplifa þetta svona?

Og já, protip. Alltaf saltpoki í skottinu á veturnar, ansi oft ef ekki oftast þegar fólk er fast í "snjónum" þá er það bara útaf því fólk er spóland á klaka. Hendir smá salti í kringum dekkinn, tekur 20sekondur og getur farið þína leið.
Síðast breytt af Henjo á Fim 05. Des 2024 20:22, breytt samtals 1 sinni.




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 92
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju erum við svona ótrúlega miklir aumingjar þegar það kemur að því að salta og sanda?

Pósturaf Manager1 » Fim 05. Des 2024 20:52

Við montum okkur alltaf af því hvað við erum góð að keyra í hálku og snjó og hlægjum að öðrum þjóðum þegar það fer allt á hliðina hjá þeim í smá hálku. En í raun erum við upp til hópa ekkert skárri, við erum bara miklu færri en hinar þjóðirnar þannig að þegar það kemur hálka hérna þá gerast slysin og óhöppin á minni skala.

Þeir sem virkilega kunna að redda sér, eins og OP með saltpoka og skóflu í skottinu eru lítill hluti þjóðarinnar og sennilega býr meirihluti þeirra úti á landi.




T-bone
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 13:44
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju erum við svona ótrúlega miklir aumingjar þegar það kemur að því að salta og sanda?

Pósturaf T-bone » Fim 05. Des 2024 21:08

Sleppa þessu saltógeði og nota mannbrodda og keyra um á nagladekkjum!

Saltið fer mun verr með göturnar en nagladekkin...


Mynd

Skjámynd

Höfundur
Henjo
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 256
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju erum við svona ótrúlega miklir aumingjar þegar það kemur að því að salta og sanda?

Pósturaf Henjo » Fim 05. Des 2024 21:09

T-bone skrifaði:Sleppa þessu saltógeði og nota mannbrodda og keyra um á nagladekkjum!

Saltið fer mun verr með göturnar en nagladekkin...


Er þá ekki hægt að sanda eins og þeir gera held ég, fyrir norðan t.d á akureyri?

Saltið eyðileggur auðvitað líka bílana.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5617
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1066
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju erum við svona ótrúlega miklir aumingjar þegar það kemur að því að salta og sanda?

Pósturaf appel » Fim 05. Des 2024 22:20

Allt þetta blaður um borgarlínu og bættar almenningssamgöngur og það er svell við öll strætóskýlin í borginni, enginn metnaður að salta og sanda a.m.k. biðskýlasvæðið þar sem fólk bíður, gengur inn í og út úr strætó. Spurning hvort Strætó beri ekki ábyrgð á öryggi fólks á þessum svæðum og þurfi að borga fólki fyrir tjón?
Kannski maður þrammi inn í strætó á 3 cm jöklabroddum og skemmi gólf strætósins?

Í gamla daga voru gulu tunnurnar settar upp á öðru hverju götuhorni, með sandi og salti í, ásamt skóflu, og svo gat fólk bara sinnt þessu sjálft. Svo var þetta fjarlægt. Það væri sniðugt að setja þetta við strætóskýlin svo þeir sem bíða geti sinnt þessari vinnu sem sveitafélögin/Strætó nennir ekki að sinna.

Svo auðvitað er stórskrýtið að vegagerðin, borgin, og sveitafélög, hætti bara að þrífa göturnar hérna á veturnar... aðeins þrifið einu sinni, á vorin, svo búið. Það þarf að þrífa allar stofnbrautir alveg einu sinni í viku amk.

Þetta er alveg óþolandi hugsunarleysi, framtaksleysi og metnaðarleysi.


*-*


wicket
FanBoy
Póstar: 782
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju erum við svona ótrúlega miklir aumingjar þegar það kemur að því að salta og sanda?

Pósturaf wicket » Fim 05. Des 2024 22:45

Þetta er nú bara mjög misjafnt milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Flutti úr vesturbæ reykjavíkur í vesturbæ kópavogs(kársnes) fyrir nokkrum árum og þetta er himinn og haf.

Það má varla falla niður snjókorn og þá er búið að ryðja götuna sem ég bý í og allir göngustígar í átt að hamraborg, skólanum hér og leikskólanum eru ruddir og sandaðir med det samme. Hef líka tekið eftir því á veturna að maður er að keyra úr vinnunni í borgartúni og það er snjóþungt á götunum en um leið og maður kemur í kópavog lagast færðin.

Hver sá sem stýrir þessu í kópavogi á skilið konfektkassa fyrir jólin, viðkomandi er með allt á hreinu.
Hér eru svo gular tunnur með sandi fyrir alla sem vilja nota á sínum lóðum, innkeyrslum eða bara hjálpa til.
Síðast breytt af wicket á Fim 05. Des 2024 22:45, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7670
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1205
Staða: Tengdur

Re: Afhverju erum við svona ótrúlega miklir aumingjar þegar það kemur að því að salta og sanda?

Pósturaf rapport » Fim 05. Des 2024 22:54

OP var að benda á ábyrgð einstaklinga að bjarga sér sjálfir, að fólk sé alktaf að ræflast...

Þráðurinn fer svo þráðbeint í að koma ábyrgðinni á sveitarfélögin.

Fólk á bara hiklaust að kæra eigendur/ húsfélag ef það slasast eða skemmist eitthvað vegna lélegrar umhirðu á lóð.

Þessi hálkuslys sem ríkið er að borga fyrir ætti jafnvel að innheimta af sveitarfélögum/húsfélögum til að skapa hvata til að sinna þessu betur.

En OP er sant með svar líka, fólk ver sjálft ábyrgð á að greina aðstæður og fara,sér ekki að voða + vera með smá sand/salt er mjög fullorðins



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5617
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1066
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju erum við svona ótrúlega miklir aumingjar þegar það kemur að því að salta og sanda?

Pósturaf appel » Fim 05. Des 2024 23:07

rapport skrifaði:OP var að benda á ábyrgð einstaklinga að bjarga sér sjálfir, að fólk sé alktaf að ræflast...

Þráðurinn fer svo þráðbeint í að koma ábyrgðinni á sveitarfélögin.

Fólk á bara hiklaust að kæra eigendur/ húsfélag ef það slasast eða skemmist eitthvað vegna lélegrar umhirðu á lóð.

Þessi hálkuslys sem ríkið er að borga fyrir ætti jafnvel að innheimta af sveitarfélögum/húsfélögum til að skapa hvata til að sinna þessu betur.

En OP er sant með svar líka, fólk ver sjálft ábyrgð á að greina aðstæður og fara,sér ekki að voða + vera með smá sand/salt er mjög fullorðins


Ef ég þramma inn í strætó á göddugum hálkubroddum og brýt upp allt gólfið, er ég stikkfrír?

Gæti tekið þá af mér í strætóskýlinu, en ekki ef allt strótbiðskýlið er skautasvell. Hvað viltu að ég geri? Persónuleg ábyrgð?

Sveitafélögin vita hvenær vetur kemur, einsog allir aðrir, að þau geri aldrei ráðstafanir þrátt fyrir milljón kvartanir, það er auðvitað bara fáránlegt.

Og nei, Kópavogur er ekki með allt á hreinu varðandi að ryðja göngustíga. Held að þar sé einhver misstjórn, farið sé um sömu göngustíga 10x skipti en 0x skipti um aðra. Svokölluð flokkun göngustíga eftir forgangi, þeir sem eru í fyrsta forgangi fá 10x sköfun á dag, en allir aðrir enga.


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7670
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1205
Staða: Tengdur

Re: Afhverju erum við svona ótrúlega miklir aumingjar þegar það kemur að því að salta og sanda?

Pósturaf rapport » Fös 06. Des 2024 07:21

appel skrifaði:
rapport skrifaði:OP var að benda á ábyrgð einstaklinga að bjarga sér sjálfir, að fólk sé alktaf að ræflast...

Þráðurinn fer svo þráðbeint í að koma ábyrgðinni á sveitarfélögin.

Fólk á bara hiklaust að kæra eigendur/ húsfélag ef það slasast eða skemmist eitthvað vegna lélegrar umhirðu á lóð.

Þessi hálkuslys sem ríkið er að borga fyrir ætti jafnvel að innheimta af sveitarfélögum/húsfélögum til að skapa hvata til að sinna þessu betur.

En OP er sant með svar líka, fólk ver sjálft ábyrgð á að greina aðstæður og fara,sér ekki að voða + vera með smá sand/salt er mjög fullorðins


Ef ég þramma inn í strætó á göddugum hálkubroddum og brýt upp allt gólfið, er ég stikkfrír?

Gæti tekið þá af mér í strætóskýlinu, en ekki ef allt strótbiðskýlið er skautasvell. Hvað viltu að ég geri? Persónuleg ábyrgð?

Sveitafélögin vita hvenær vetur kemur, einsog allir aðrir, að þau geri aldrei ráðstafanir þrátt fyrir milljón kvartanir, það er auðvitað bara fáránlegt.

Og nei, Kópavogur er ekki með allt á hreinu varðandi að ryðja göngustíga. Held að þar sé einhver misstjórn, farið sé um sömu göngustíga 10x skipti en 0x skipti um aðra. Svokölluð flokkun göngustíga eftir forgangi, þeir sem eru í fyrsta forgangi fá 10x sköfun á dag, en allir aðrir enga.


Punkturinn er að fólk skefur ekki eða saltar/sandar á sinni eigin lóð, er ekki með þetta í bílnum og hagar sér eins og veturinn sé eitthvað aukaatriði.

EN er svo tilbúið að væla yfir að fá ekki öll þægindin upp í hendurnar = að einhver annar geri þetta bara.

Heyrði af iðnaðarmanni sem hrundi niður tröppur við einbýlishús sem höfðu aldrei verið skafnar og voru einn klakabunki. Eigendurnir afsökuðu sig með þvi að þau notuðu alltaf einhvern hliðarinngang á 1.hæð.

Það er þetta hugarfar sem mér finnst OP vera að gagnrýna.



Skjámynd

rostungurinn77
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju erum við svona ótrúlega miklir aumingjar þegar það kemur að því að salta og sanda?

Pósturaf rostungurinn77 » Fös 06. Des 2024 08:21

Indriði skrifaði:
Ef ég þramma inn í strætó á göddugum hálkubroddum og brýt upp allt gólfið, er ég stikkfrír?

Gæti tekið þá af mér í strætóskýlinu, en ekki ef allt strótbiðskýlið er skautasvell. Hvað viltu að ég geri? Persónuleg ábyrgð?

Sveitafélögin vita hvenær vetur kemur, einsog allir aðrir, að þau geri aldrei ráðstafanir þrátt fyrir milljón kvartanir, það er auðvitað bara fáránlegt.

Og nei, Kópavogur er ekki með allt á hreinu varðandi að ryðja göngustíga. Held að þar sé einhver misstjórn, farið sé um sömu göngustíga 10x skipti en 0x skipti um aðra. Svokölluð flokkun göngustíga eftir forgangi, þeir sem eru í fyrsta forgangi fá 10x sköfun á dag, en allir aðrir enga.
Viðhengi
indridi.jpg
indridi.jpg (5.51 KiB) Skoðað 1099 sinnum



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6426
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 477
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju erum við svona ótrúlega miklir aumingjar þegar það kemur að því að salta og sanda?

Pósturaf worghal » Fös 06. Des 2024 09:57

Auðvitað ber hver og einn ábyrgð á sinni lóð en það mætti líka ræða það hvað reykjavíkurborg er í einhverju átaki með að moka/salta/sanda ekki, vonast bara til að umferðin keyri niður snjóinn og klakann en svo endar allt bara sem holótt skautasvell.
Þegar það byrjaði að snjóa núna um daginn þá var kópavogsbær strax farið að ræsa út snjóruðning og eru búnir að vera duglegir með litlu dráttavélarnar að skafa og sanda.
Það er gott að búa í kópavogi :happy


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5617
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1066
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju erum við svona ótrúlega miklir aumingjar þegar það kemur að því að salta og sanda?

Pósturaf appel » Lau 07. Des 2024 00:26

rostungurinn77 skrifaði:
Indriði skrifaði:
Ef ég þramma inn í strætó á göddugum hálkubroddum og brýt upp allt gólfið, er ég stikkfrír?

Gæti tekið þá af mér í strætóskýlinu, en ekki ef allt strótbiðskýlið er skautasvell. Hvað viltu að ég geri? Persónuleg ábyrgð?

Sveitafélögin vita hvenær vetur kemur, einsog allir aðrir, að þau geri aldrei ráðstafanir þrátt fyrir milljón kvartanir, það er auðvitað bara fáránlegt.

Og nei, Kópavogur er ekki með allt á hreinu varðandi að ryðja göngustíga. Held að þar sé einhver misstjórn, farið sé um sömu göngustíga 10x skipti en 0x skipti um aðra. Svokölluð flokkun göngustíga eftir forgangi, þeir sem eru í fyrsta forgangi fá 10x sköfun á dag, en allir aðrir enga.


Indriði er besti karakterinn hans Jón Gnarrs. Tileinka öllu mínu kvabbi til hans :) Hef lært af meistara.
Ég held að við munum sjá Jón Gnarr á þingi núna kvabbandi einsog Indriði. Karakter tekur yfir manninn :)
Ég veit að ég er einsog Indriði, en gimme að break, saltiði strætóskýlasvæðin ef ykkur er alvara með almenningssamgöngur og borgarlínu og allt þetta raus. Ómarktæk alvara annars.
Síðast breytt af appel á Lau 07. Des 2024 00:28, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

Stuffz
/dev/null
Póstar: 1348
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 101
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju erum við svona ótrúlega miklir aumingjar þegar það kemur að því að salta og sanda?

Pósturaf Stuffz » Lau 07. Des 2024 17:09

skauta í vinnuna
skauta í vinnunni
skauta úr vinnunni
:-k :roll: :lol:
Síðast breytt af Stuffz á Lau 07. Des 2024 17:14, breytt samtals 2 sinnum.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack


EinnNetturGaur
Fiktari
Póstar: 50
Skráði sig: Mán 21. Maí 2018 12:41
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju erum við svona ótrúlega miklir aumingjar þegar það kemur að því að salta og sanda?

Pósturaf EinnNetturGaur » Lau 07. Des 2024 22:48

T-bone skrifaði:Sleppa þessu saltógeði og nota mannbrodda og keyra um á nagladekkjum!

Saltið fer mun verr með göturnar en nagladekkin...


reykvíkingurinn er hjartanlega ósammála þér þarna




T-bone
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 13:44
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju erum við svona ótrúlega miklir aumingjar þegar það kemur að því að salta og sanda?

Pósturaf T-bone » Sun 08. Des 2024 00:48

EinnNetturGaur skrifaði:
T-bone skrifaði:Sleppa þessu saltógeði og nota mannbrodda og keyra um á nagladekkjum!

Saltið fer mun verr með göturnar en nagladekkin...


reykvíkingurinn er hjartanlega ósammála þér þarna



Norðmenn hafa gert tilraunir með þetta sem sýnir afgerandi niðurstöður, svo að það að "reykvíkingurinn" sé ósammála mér hefur lítil áhrif.

Held að Reykvíkingurinn þurfi almennt bara að læra að keyra miðað við astæður og að útbúa bílinn sinn rétt.
Ekki það að ég bý nú í Reykjavík svosem....


Mynd


halipuz1
spjallið.is
Póstar: 441
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Reputation: 48
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju erum við svona ótrúlega miklir aumingjar þegar það kemur að því að salta og sanda?

Pósturaf halipuz1 » Sun 08. Des 2024 10:20

Bjó í Kanada og þar sönduðu menn. Töldu það vera mikið betur fyrir göturnar og bílana. Meira að segja heyrði maður nokkra segja það fyllti yfir tíma í sprungur o.fl sem var jákvætt. Sel það ekki dýrara.

En mér finnst saltað hérna bara of mikið, þeir salta á undan áætlun veðursins sem er alveg skiljanlegt en svo verður ekkert úr veðrinu og maður keyrir í blautu salti og bíllinn fær að finna fyrir því.


Leikjavélin: AMD Ryzen 9 7900X3D | Nvidia 4070 SUPER | 3TB NVME Geymsla | Arctic Freezer 240MM | 32GB DDR5
Plex/Server: i7 10700 | 32GB DDR4 | 8TB Geymsla