C2H5OH skrifaði:rapport skrifaði:https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/20/adildarvidraedur_vid_esb_kannski_skilyrdi/
C er eiginlega það eina sem ég sé sem valkost... er eitthvað "svakalegt" sem ég er ekki að fatta eða flaska á í þeim pælingum?
Ég vil mest sjá okkur í EU og frelsa húnsæðismarkaðinn og þjóðina frá oki krónunar
Ég er á sama báti með það að vilja skoða EU og eitthvað annað en þessa krónu, samkeppni á lána og tryggingamarkaði.
Viðreisn er líklega eini flokkurinn þar en ég er samt ósammála þeim með nokkra aðra stóra hluti sem setja smá strik í reikninginn.
Ég vil líka banna sjókvíaeldi en grunar að leið Viðreisnar sé að gera meiri kröfur til starsfeminnar og ábyrgðar, að gæðin verði það mikil að hægt sé að hafa trú á framkvæmdinni... ekki þetta rugl sem verið hefur.
Verðtryggingin yrði afnumin með EU/evru, eða fólk tæki bara húnsæðislán í erlendum bönkum sem mun minni þröskuldur væri að versla við með samræmdri löggjöf um lán, veðréttindi o.þ.h. En þangað til þá má bjóða upp á verðtryggð húsnæðislán... ég er sjálfur með verðtryggð lán og hef ekki fundist þessi óverðtryggðu girnileg (pæli reyndar allt of lítið í þessum málum)þ
Mér finnst að ríkið eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri og mér finnst galið að þingið sé að bera hagsmuni einkafyrirtækis í eigu ríkisins fyrir brjósti en ekki almennings. Ég vil frekar að ríkið reki lánasjóði sem tryggi jafnt aðgengi að hagstæðu lánsfé á landsvísu.
Ég vil líka að það sé gerð krafa um að leiguverð íbúðarhúsnæðis sé reiknað sem fast hlutfall á ákveðnu verði (fasteignamati + álag) sem leigjandinn getur keypt íbúðina á og á forkaupsrétt á eigninni. Tilgangurinn er m.a. að koma upp um þau tilvik þar sem einstaklingar fá að leigja eignir af hlutafélögum á slikk og greiða ekki skatt af þessari mánaðarlegu "gjöf" frá fyrirtækjunum.
En líka gera sýnilegt "álag" leigufélaga + tryggja leigjendum leið til að gerast fasteignaeigendur.